Ásta Sigríður Fjeldsted er framkvæmdastjóri Krónunnar. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir vasklega framgöngu undanfarin misseri. Haft er orð á því í rökstuðningi dómnefndar að Ásta sé áberandi í starfi sínu og alltaf skrefi á undan keppinautunum, ekki síst með tilliti til þróunar tæknilausna landsmönnum til hægðarauka.
„Framtak Krónunnar, Skannað og skundað, undir styrkri stjórn Ástu hefur sparað minni fjölskyldu margar klukkustundir á viku. Fyrir það eitt á Ásta verðlaun skilið en þess fyrir utan hefur hún sterka sýn, augljósa þekkingu á viðfangsefninu og er ekki hrædd við breytingar," kom meðal annars fram hjá dómnefnd Innherja.
Sindri Snær Jensson er kaupmaður í fataversluninni Húrra og veitingamaður í Flatey pizza, sem rekur þrjá staði, og Yuzu Burger sem rekur tvo. Þá opnaði hann ásamt viðskiptafélaga sínum Jóni Davíð Davíðssyni skemmtistaðinn Auto í Lækjargötu á dögunum.
Í rökstuðningi dómnefndar vegna tilnefningarinnar er Sindra lýst sem andliti hópsins út á við. Hann sé hógvær, byggi upp sín fyrirtæki jafnt og þétt og „hafi ekki þörfina til að sigra heiminn." Sindri hafi með dugnaði og eljusemi byggt upp hóflegt en stórskemmtilegt viðskiptaveldi í Reykjavík.
Arnar Sigurðsson á og rekur frönsku netverslunina Sante sem hefur lager á Íslandi og selur vín. „Af augljósum ástæðum er Arnar kaupmaðurinn með stóru K-i," segir í rökstuðningi dómnefndar en þar er honum lýst sem þrjóskum og glerhörðum töffara sem hefur staðið einn og óstuddur í baráttu sinni við að koma almenningi undan einokun ríkisins á verslun með áfengi. Hann hafi séð tækifæri í aldagömlum boðum og bönnum.
„Ástríða kaupmannsins fyrir vörunum sem hann selur og afneitun á regluverki sem hvorki stenst tímans tönn né mætir síbreytilegum óskum frjálsra Íslendinga um vöruúrval fleygir honum yfir girðingarnar og hindranir og vörurnar lenda á endanum í fangi viðskiptavina. Líka á sunnudögum.”
Tilnefningar í fleiri flokkum birtast á Innherja á næstunni
Tilnefnt er til verðlauna í eftirfarandi flokkum og munu tilnefningarnar birtast á síðum Innherja á næstu dögum:
- Kaupmaðurinn
-
- Fyrirtæki eða einstaklingur sem vakið hefur athugli í rekstri og viðskiptum með vörur til einstaklinga og fyrirtækja.
- Fyrirtæki eða einstaklingur sem vakið hefur athugli í rekstri og viðskiptum með vörur til einstaklinga og fyrirtækja.
- Tækniundrið
-
- Fyrirtæki sem vakið hefur athygli fyrir nýja tækni, tæknivæðingu, tækniforrit og/eða tækniþjónustu.
- Fyrirtæki sem vakið hefur athygli fyrir nýja tækni, tæknivæðingu, tækniforrit og/eða tækniþjónustu.
- Spámaðurinn
-
- Fyrirtæki eða einstaklingur sem þótt hefur framúrskarandi í mati og skýringum á til dæmis hagkerfinu, fjármagnsmörkuðum, atvinnugeirum og/eða stjórnmálum.
- Fyrirtæki eða einstaklingur sem þótt hefur framúrskarandi í mati og skýringum á til dæmis hagkerfinu, fjármagnsmörkuðum, atvinnugeirum og/eða stjórnmálum.
- Rokkstjarnan
-
- Bjartasta vonin í íslensku atvinnulífi. Fyrirtæki sem vakið hefur athygli og þykir líklegt til þess að vaxa og ná árangri.
- Bjartasta vonin í íslensku atvinnulífi. Fyrirtæki sem vakið hefur athygli og þykir líklegt til þess að vaxa og ná árangri.
- Samfélagsstjarnan
-
- Fyrirtæki sem vakið hefur athygli fyrir framlag til samfélagsins í formi stuðnings við til dæmis góðgerðarmál, jafnréttismál, íþrótta- og tómstundaiðkun, umhverfismál og þess háttar.
- Fyrirtæki sem vakið hefur athygli fyrir framlag til samfélagsins í formi stuðnings við til dæmis góðgerðarmál, jafnréttismál, íþrótta- og tómstundaiðkun, umhverfismál og þess háttar.
- Jafnframt verða Viðskipti ársins 2021 tilkynnt auk þess sem Viðskiptamaður ársins er valinn. Þá verða veitt sérstök Heiðursverðlaun íslensks atvinnulífs.
![](https://www.visir.is/i/A0EE8C5A144E161B2031DCC06CDDFD2DCC77F6BA56722CC270F39AAEF471970D_713x0.jpg)
Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.