Veður

Frost og kyrrð yfir landinu í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mikið frost mælist víða á landinu í dag og kyrrt verður yfir. 
Mikið frost mælist víða á landinu í dag og kyrrt verður yfir.  Vísir/Vilhelm

Kuldateppi liggur nú yfir landinu og mældist 21,4 stiga frost við Mývatn í nótt. Það er mesta frost sem mælst hefur á landinu í vetur. 

Þetta kemur fram í textaspá veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Fram kemur að vanalega mælist meira en 20 stiga frost við Mývatn nokkrum sinnum yfir veturinn svo frostið í nótt sé ekki svo óvenjulegt. 

Útlit er fyrir að dagurinn verði rólegur, hæg breytileg átt yfir landinu og léttskýjað að mestu. Búast má þó við stöku éljagangi við ströndina. Áfram verður kalt í dag eins og í nótt og frostið getur orðið talsvert í kuldapollum. Eins og þeir segja á Veðurstofunni: „Dagurinn í dag er tilvalinn til að njóta útivistar í vetrarkyrrð.“

Á morgun verður staðan þó allt önnu. Þá segir spáin að suðvestan stormur muni ríða yfir sunnan- og vestanvert landið, þar muni þykkna upp og hlýna með slyddu eða rigningu á láglendi eftir hádegi. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi fram eftir degi en allhvasst eða hvasst seinnipartinn. Dálítil snjókoma eða slydda á köflum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×