Þökk sé formanninum sprungu allir úr hlátri í KR-klefanum þrátt fyrir 7-0 tap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 13:01 Kristinn Kjærnested segir frá glímu sína við hurðina. S2 Sport Kristinn Kjærnested, fyrrum formaður Knattspyrnudeildar KR, var nýjasti gestur Henry Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Henry Birgir sóttist eftir að fá eina góða sögu frá Kristni og hann klikkaði ekki á einni góðri klefasögu úr KR. „Það var ein skemmtileg. Hún var kannski ekki skemmtileg fyrir mig en var skemmtileg fyrir alla aðra sem urðu vitni af henni. Það var þessi leikur á móti HJK Helsinki,“ sagði Kristinn Kjærnested en KR tapaði þá 7-0 í fyrri leik sínum í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2012. „Ég hafði þá reglu að ég fór alltaf inn í klefa eftir alla leiki og tók í höndina á leikmönnum. Ég sagði aldrei neitt ef við töpuðum því þá var það ekki tími til að tjá sig. Menn eru hundfúlir. Þessir strákar og þessar stelpur vita það alveg ef að árangurinn er ekki eins og hann á að vera þá eru allir hundfúlir,“ sagði Kristinn. Klippa: Foringjarnir: Klefasagan um glímuna við hurðina á KR-klefanum „Þarna var mér alveg nóg boðið í Helsinki eftir 7-0 tap. Ég fór inn klefa og byrjaði á því að taka í höndina á þeim en bað síðan um orðið og sagði að þetta væri óásættanlegt fyrir klúbb eins og KR. Að gera þarna gjörsamlega í brækurnar og að við höfum verið heppnir að leikurinn var ekki í beinni útsendingu,“ sagði Kristinn. „Þegar ég er búinn með þessa ræðu þá ætlaði ég að fara út úr klefanum. Tek í hurðarhúninn en þá var þetta einhvern veginn öðruvísi í Helsinki því þú þurftir að lyfta honum upp. Ég fatta það ekki og það var hundur í mér og ég hamaðist á hurðinni,“ sagði Kristinn. „Ég komst út fyrir rest og við skulum segja að ég hafi lokað henni hressilega. Í eina skiptið nota bene. Þegar ég er kominn út og búinn að skella hurðinni þá heyri ég bara einn mesta hlátur á ævinni í klefanum. Það gjörsamlega sprungu allir. Eftir áhyggja þá var þetta mjög skemmtilegt,“ sagði Kristinn. Það má sjá hann segja frá þessu hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Sjá meira
Henry Birgir sóttist eftir að fá eina góða sögu frá Kristni og hann klikkaði ekki á einni góðri klefasögu úr KR. „Það var ein skemmtileg. Hún var kannski ekki skemmtileg fyrir mig en var skemmtileg fyrir alla aðra sem urðu vitni af henni. Það var þessi leikur á móti HJK Helsinki,“ sagði Kristinn Kjærnested en KR tapaði þá 7-0 í fyrri leik sínum í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2012. „Ég hafði þá reglu að ég fór alltaf inn í klefa eftir alla leiki og tók í höndina á leikmönnum. Ég sagði aldrei neitt ef við töpuðum því þá var það ekki tími til að tjá sig. Menn eru hundfúlir. Þessir strákar og þessar stelpur vita það alveg ef að árangurinn er ekki eins og hann á að vera þá eru allir hundfúlir,“ sagði Kristinn. Klippa: Foringjarnir: Klefasagan um glímuna við hurðina á KR-klefanum „Þarna var mér alveg nóg boðið í Helsinki eftir 7-0 tap. Ég fór inn klefa og byrjaði á því að taka í höndina á þeim en bað síðan um orðið og sagði að þetta væri óásættanlegt fyrir klúbb eins og KR. Að gera þarna gjörsamlega í brækurnar og að við höfum verið heppnir að leikurinn var ekki í beinni útsendingu,“ sagði Kristinn. „Þegar ég er búinn með þessa ræðu þá ætlaði ég að fara út úr klefanum. Tek í hurðarhúninn en þá var þetta einhvern veginn öðruvísi í Helsinki því þú þurftir að lyfta honum upp. Ég fatta það ekki og það var hundur í mér og ég hamaðist á hurðinni,“ sagði Kristinn. „Ég komst út fyrir rest og við skulum segja að ég hafi lokað henni hressilega. Í eina skiptið nota bene. Þegar ég er kominn út og búinn að skella hurðinni þá heyri ég bara einn mesta hlátur á ævinni í klefanum. Það gjörsamlega sprungu allir. Eftir áhyggja þá var þetta mjög skemmtilegt,“ sagði Kristinn. Það má sjá hann segja frá þessu hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Sjá meira