Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 9. desember 2021 09:00 „Ein dýrmæt jólahefð er skötuveislan hjá Erlu frænku minni á Þorláksmessu. En hún býr í miðbænum og eftir matinn röltir fjölskyldan afvelta saman um bæinn og jólaandinn gjörsamlega hellist yfir mann. Dramatískt? Já, ég veit,“ segir jólabarnið Manuela Ósk. Vísir/Vilhelm Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdarstjóri Miss Universe Iceland og meðeigandi heilsumiðstöðvarinnar Even labs, segist alltaf byrja að skreyta fyrir jólin mjög snemma. Orðatiltækið „more is more“ sé hennar slagorð þegar kemur að jólaskreytingum, enda séu jólin hennar uppáhaldstími. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „ELF! Ég elska jólin - Minn allra uppaháldstími!“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Það er erfitt að velja út eina minningu. En yfirhöfuð eru jólin friðsæl í minningunni, ætli það sé ekki það besta. Þegar kirkjuklukkurnar hringdu inn jólin heima hjá ömmu Jóhönnu, kertaljós í hverju horni og dásamleg lykt úr eldhúsinu. Allt svo friðsælt, rólegt og notalegt.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ætli það sé ekki rugguhesturinn Glói, sem ég fékk í jólagjöf þegar ég var mjög ung. Ég man ennþá svo ljóslifandi eftir pakkanum, þar sem hann stóð við tréð í rauðröndóttum pappír, alveg risastór. Hann hefur fylgt mér alla tíð síðan og er í dag vel geymdur úti í bílskúr hjá mér, meira en 30 árum síðar.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Þetta er ósanngjörn spurning! Það er engin jólagjöf slæm - það er allavega ekki hugarfar sem ég vil temja mér.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Má ég sem sagt ekki velja allar? Ég bara elska jólin og allar hátíðlegu hefðirnar. Ein dýrmæt jólahefð er skötuveislan hjá Erlu frænku minni á Þorláksmessu. En hún býr í miðbænum og eftir matinn röltir fjölskyldan afvelta saman um bæinn og jólaandinn gjörsamlega hellist yfir mann. Dramatískt? Já, ég veit.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Ég hlusta á allt og elska þau öll. Ég bara rúlla gegnum alla playlista á Spotify í jólafíling. Það hefur þó myndast sú hefð hjá mér síðustu ár að fara á jólatónleika Baggalúts.“ View this post on Instagram A post shared by M A N U (@manuelaosk) Hver er þín uppáhalds jólamynd? „The Holiday og Love Actually eru skylduáhorf. Svo horfum við á Christmas Vacation og Home Alone með krökkunum.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Hamborgarhrygg, sykurbrúnaðar kartöflur, waldorf salat og fleira meðlæti. Möndlugrauturinn í eftirrétt er þó mitt uppáhald. Ég er alveg stjórnlaus þar.“ Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Ég er mjög rómantísk dúlla. Það er mjög auðvelt að gleðja mig með þær upplýsingar að leiðarljósi. Annars er ég alltaf ánægð með allar jólagjafir og þakklát fyrir að fólkið mitt leggi sig fram við að gleðja mig.“ „Ég sjálf fer hins vegar alltaf á taugum í jólagjafakaupum. En það er raunverulega hugurinn sem gildir og við megum ekki gleyma því.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Ég byrja að jólaskreyta mjög snemma og „more is more“ er svona mitt slagorð. Þegar jólaskrautið er komið upp, þá fylgir jólaskapið með.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Já, ég er á leiðinni til Ísrael þar sem Miss Universe keppnin fer fram. En ég er eigandi og framkvæmdarstjóri keppninnar hér heima. Þetta verður algjört ævintýri og ég er mjög spennt.“ Jólamolar 2021 Jól Jólalög Jólamatur Tengdar fréttir Jólamolar: Setur leðurhanska á óskalistann á hverju ári Rapparinn Emmsjé Gauti varð meira jólabarn eftir að hann eignaðist börn en hann hefur skapað sínar eigin jólahefðir með fjölskyldunni. Ein af hefðum Gauta eru jólatónleikarnir Jülevenner sem hafa skipað sér fastan sess í jólahaldi margra. Þar fær hann til sín frábæra gesti en í ár það þau Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns og Herra Hnetusmjör sem munu hringja inn jólin með Gauta. 7. desember 2021 09:01 Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Desember er loksins runninn upp. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 6. desember 2021 22:00 Jólamolar: Alveg til í að fara á sakaskrá fyrir það að kveikja í jólageitinni Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist vera meiri Grinch en fólk heldur. Hún geti aftur á móti nýtt sér leiklistina til þess að finna jólabarnið innra með sér. Þessa dagana er hún á fullu að æfa fyrir jólasýningu Þjóðleikhússins, Framúrskarandi vinkona, sem frumsýnd verður á annan í jólum. 6. desember 2021 09:00 Jólamolar: Gat ekki borðað hamborgarhrygg í mörg ár eftir að hann borðaði yfir sig Athafnamaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason segir mikilvægt að fólk gleymi sér ekki í jólastressinu, það þurfi ekki allt að vera fullkomið um jólin. Sjálfur ætlar hann að njóta jóladýrðarinnar í London þar sem hann er búsettur, áður en hann kemur heim í faðm fjölskyldunnar. 5. desember 2021 09:00 Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir ætlar að verja jólunum erlendis í sólinni með fjölskyldu sinni. Hún segir jólin fyrst og fremst snúast um samverustundir með fjölskyldunni og að þá skipti staðsetningin litlu máli. 4. desember 2021 09:00 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „ELF! Ég elska jólin - Minn allra uppaháldstími!“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Það er erfitt að velja út eina minningu. En yfirhöfuð eru jólin friðsæl í minningunni, ætli það sé ekki það besta. Þegar kirkjuklukkurnar hringdu inn jólin heima hjá ömmu Jóhönnu, kertaljós í hverju horni og dásamleg lykt úr eldhúsinu. Allt svo friðsælt, rólegt og notalegt.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ætli það sé ekki rugguhesturinn Glói, sem ég fékk í jólagjöf þegar ég var mjög ung. Ég man ennþá svo ljóslifandi eftir pakkanum, þar sem hann stóð við tréð í rauðröndóttum pappír, alveg risastór. Hann hefur fylgt mér alla tíð síðan og er í dag vel geymdur úti í bílskúr hjá mér, meira en 30 árum síðar.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Þetta er ósanngjörn spurning! Það er engin jólagjöf slæm - það er allavega ekki hugarfar sem ég vil temja mér.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Má ég sem sagt ekki velja allar? Ég bara elska jólin og allar hátíðlegu hefðirnar. Ein dýrmæt jólahefð er skötuveislan hjá Erlu frænku minni á Þorláksmessu. En hún býr í miðbænum og eftir matinn röltir fjölskyldan afvelta saman um bæinn og jólaandinn gjörsamlega hellist yfir mann. Dramatískt? Já, ég veit.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Ég hlusta á allt og elska þau öll. Ég bara rúlla gegnum alla playlista á Spotify í jólafíling. Það hefur þó myndast sú hefð hjá mér síðustu ár að fara á jólatónleika Baggalúts.“ View this post on Instagram A post shared by M A N U (@manuelaosk) Hver er þín uppáhalds jólamynd? „The Holiday og Love Actually eru skylduáhorf. Svo horfum við á Christmas Vacation og Home Alone með krökkunum.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Hamborgarhrygg, sykurbrúnaðar kartöflur, waldorf salat og fleira meðlæti. Möndlugrauturinn í eftirrétt er þó mitt uppáhald. Ég er alveg stjórnlaus þar.“ Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Ég er mjög rómantísk dúlla. Það er mjög auðvelt að gleðja mig með þær upplýsingar að leiðarljósi. Annars er ég alltaf ánægð með allar jólagjafir og þakklát fyrir að fólkið mitt leggi sig fram við að gleðja mig.“ „Ég sjálf fer hins vegar alltaf á taugum í jólagjafakaupum. En það er raunverulega hugurinn sem gildir og við megum ekki gleyma því.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Ég byrja að jólaskreyta mjög snemma og „more is more“ er svona mitt slagorð. Þegar jólaskrautið er komið upp, þá fylgir jólaskapið með.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Já, ég er á leiðinni til Ísrael þar sem Miss Universe keppnin fer fram. En ég er eigandi og framkvæmdarstjóri keppninnar hér heima. Þetta verður algjört ævintýri og ég er mjög spennt.“
Jólamolar 2021 Jól Jólalög Jólamatur Tengdar fréttir Jólamolar: Setur leðurhanska á óskalistann á hverju ári Rapparinn Emmsjé Gauti varð meira jólabarn eftir að hann eignaðist börn en hann hefur skapað sínar eigin jólahefðir með fjölskyldunni. Ein af hefðum Gauta eru jólatónleikarnir Jülevenner sem hafa skipað sér fastan sess í jólahaldi margra. Þar fær hann til sín frábæra gesti en í ár það þau Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns og Herra Hnetusmjör sem munu hringja inn jólin með Gauta. 7. desember 2021 09:01 Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Desember er loksins runninn upp. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 6. desember 2021 22:00 Jólamolar: Alveg til í að fara á sakaskrá fyrir það að kveikja í jólageitinni Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist vera meiri Grinch en fólk heldur. Hún geti aftur á móti nýtt sér leiklistina til þess að finna jólabarnið innra með sér. Þessa dagana er hún á fullu að æfa fyrir jólasýningu Þjóðleikhússins, Framúrskarandi vinkona, sem frumsýnd verður á annan í jólum. 6. desember 2021 09:00 Jólamolar: Gat ekki borðað hamborgarhrygg í mörg ár eftir að hann borðaði yfir sig Athafnamaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason segir mikilvægt að fólk gleymi sér ekki í jólastressinu, það þurfi ekki allt að vera fullkomið um jólin. Sjálfur ætlar hann að njóta jóladýrðarinnar í London þar sem hann er búsettur, áður en hann kemur heim í faðm fjölskyldunnar. 5. desember 2021 09:00 Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir ætlar að verja jólunum erlendis í sólinni með fjölskyldu sinni. Hún segir jólin fyrst og fremst snúast um samverustundir með fjölskyldunni og að þá skipti staðsetningin litlu máli. 4. desember 2021 09:00 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólamolar: Setur leðurhanska á óskalistann á hverju ári Rapparinn Emmsjé Gauti varð meira jólabarn eftir að hann eignaðist börn en hann hefur skapað sínar eigin jólahefðir með fjölskyldunni. Ein af hefðum Gauta eru jólatónleikarnir Jülevenner sem hafa skipað sér fastan sess í jólahaldi margra. Þar fær hann til sín frábæra gesti en í ár það þau Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns og Herra Hnetusmjör sem munu hringja inn jólin með Gauta. 7. desember 2021 09:01
Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Desember er loksins runninn upp. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 6. desember 2021 22:00
Jólamolar: Alveg til í að fara á sakaskrá fyrir það að kveikja í jólageitinni Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist vera meiri Grinch en fólk heldur. Hún geti aftur á móti nýtt sér leiklistina til þess að finna jólabarnið innra með sér. Þessa dagana er hún á fullu að æfa fyrir jólasýningu Þjóðleikhússins, Framúrskarandi vinkona, sem frumsýnd verður á annan í jólum. 6. desember 2021 09:00
Jólamolar: Gat ekki borðað hamborgarhrygg í mörg ár eftir að hann borðaði yfir sig Athafnamaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason segir mikilvægt að fólk gleymi sér ekki í jólastressinu, það þurfi ekki allt að vera fullkomið um jólin. Sjálfur ætlar hann að njóta jóladýrðarinnar í London þar sem hann er búsettur, áður en hann kemur heim í faðm fjölskyldunnar. 5. desember 2021 09:00
Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir ætlar að verja jólunum erlendis í sólinni með fjölskyldu sinni. Hún segir jólin fyrst og fremst snúast um samverustundir með fjölskyldunni og að þá skipti staðsetningin litlu máli. 4. desember 2021 09:00