Sport

Konan sem olli einu stærsta slysi í sögu Tour de France fær háa sekt

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Konan sem olli einu stærsta slysi Tour de France frá upphafi þarf að opna veskið.
Konan sem olli einu stærsta slysi Tour de France frá upphafi þarf að opna veskið. Anne-C - Pool/Getty Images

Frönsk kona sem olli einu stærsta slys í sögu hjólreiðakeppninnar Tour de France hefur verið sektuð um 1200 evrur, eða tæplega 180 þúsund krónur.

Konan hafði útbúið skilti úr pappaspjaldi þar sem hún hefði skrifað skilaboð til ömmu sinnar og afa. Til þess að freista þess að koma skilaboðunum til skila í sjónvarpsútsendingu teygði hún sig langt inn á brautina þar sem hjólreiðakapparnir komu á meiri ferðinni.

Skiltið vakti svo sannarlega athygli, en kannski ekki af þeim ástæðum sem konan vonaðist eftir. Skiltið rakst í einn keppandann, Þjóðverjann Tony Martin, með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar og flestir, ef ekki allir, sem á eftir honum komu fóru sömu leið.

Tveir keppendur þurftu að draga sig úr keppni og aðrir átta þurftu á aðhlynningu að halda vegna meiðsla sinna. Ásamt sektinni háu var konunni einnig gert að greiða franska hjól­reiðasam­band­inu tákn­ræna einn­ar evru sekt.

Saksóknarar fóru fram á að konan yrði dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyr­ir að stofna líf­um fólks í hættu og fyr­ir að óvilj­andi valda öðrum skaða, en drógu þó í land og viður­kenndu að kon­an hafi sýnt mikla iðrun og sögðu ber­sýni­legt að hún gerði sér grein fyr­ir hversu glórulaust athæfið væri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×