„Okkur vantaði einhvern til að stýra leiknum“ Atli Arason skrifar 11. desember 2021 20:27 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis. Bára Dröfn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis, var sársvekkt eftir eins stigs tap gegn Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins í kvöld, 89-88, eftir framlengdan leik. „Þetta er hundfúlt. Það var gott að við náðum að koma okkur inn í framlengingu en á sama tíma er hundfúlt að tapa og vera dottinn úr leik í bikarnum,“ sagði Sigrún í viðtali við Vísi eftir leik. Aliyah Mazyck var besti leikmaður Fjölnis í kvöld þrátt fyrir að spila meidd. Mazyck gerði 34 stig og tók 8 fráköst en hún spilaði ekkert í framlengingunni eftir að hafa fengið fimmtu villuna sína seint í fjórða leikhluta. Sigrún saknaði leikstjórnanda liðsins á ögurstundu í framlengingunni. „Við erum með gott lið og góða leikmenn en hún er okkar leikstjórnandi og það sást kannski i framlengingu að okkur vantaði einhvern til að stýra leiknum. Varnarleikurinn var fínn í framlengingunni á köflum en það vantaði sóknarlega, að stýra leiknum og fá þessi góðu skot og setja upp í kerfi. Við vorum svolítið eins og við værum í handbolta, að hlaupa fram og til baka en enginn þorði að taka á skarið.“ Þessi tvö lið eru í efstu tveimur sætum deildarinnar og það þurfti framlengingu til að finna sigurvegara en á endanum var það ekki nema eitt stig skildi liðin af. Aðspurð átti Sigrún erfitt með að finna einhverja jákvæða punkta við leik þeirra, því svekkelsið var svo mikið. „Það er alltaf eitthvað jákvætt en svona stuttu eftir leik, eftir eins stigs tap og vera dottinn út úr bikarnum þá er þetta svo hundfúlt og maður sér ekki neitt jákvætt. Maður er bara svekktur,“ svaraði Sigrún. Fjölnir hafði áður gefið það út að liðið ætlaði að sækja bikar á þessu tímabili. Nú er ljóst að liðið mun ekki verða bikarmeistarar en Sigrún segir að liðið muni setja allan fókus á síðustu tvo bikarana sem eru í boði. „Við eigum Grindavík á miðvikudaginn og svo er jólafrí. Það er bara næsti leikur og nýta jólafríið vel. Nú verðum við bara að horfa í deildarmeistaratitilinn og svo Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu. Fjölnir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira
„Þetta er hundfúlt. Það var gott að við náðum að koma okkur inn í framlengingu en á sama tíma er hundfúlt að tapa og vera dottinn úr leik í bikarnum,“ sagði Sigrún í viðtali við Vísi eftir leik. Aliyah Mazyck var besti leikmaður Fjölnis í kvöld þrátt fyrir að spila meidd. Mazyck gerði 34 stig og tók 8 fráköst en hún spilaði ekkert í framlengingunni eftir að hafa fengið fimmtu villuna sína seint í fjórða leikhluta. Sigrún saknaði leikstjórnanda liðsins á ögurstundu í framlengingunni. „Við erum með gott lið og góða leikmenn en hún er okkar leikstjórnandi og það sást kannski i framlengingu að okkur vantaði einhvern til að stýra leiknum. Varnarleikurinn var fínn í framlengingunni á köflum en það vantaði sóknarlega, að stýra leiknum og fá þessi góðu skot og setja upp í kerfi. Við vorum svolítið eins og við værum í handbolta, að hlaupa fram og til baka en enginn þorði að taka á skarið.“ Þessi tvö lið eru í efstu tveimur sætum deildarinnar og það þurfti framlengingu til að finna sigurvegara en á endanum var það ekki nema eitt stig skildi liðin af. Aðspurð átti Sigrún erfitt með að finna einhverja jákvæða punkta við leik þeirra, því svekkelsið var svo mikið. „Það er alltaf eitthvað jákvætt en svona stuttu eftir leik, eftir eins stigs tap og vera dottinn út úr bikarnum þá er þetta svo hundfúlt og maður sér ekki neitt jákvætt. Maður er bara svekktur,“ svaraði Sigrún. Fjölnir hafði áður gefið það út að liðið ætlaði að sækja bikar á þessu tímabili. Nú er ljóst að liðið mun ekki verða bikarmeistarar en Sigrún segir að liðið muni setja allan fókus á síðustu tvo bikarana sem eru í boði. „Við eigum Grindavík á miðvikudaginn og svo er jólafrí. Það er bara næsti leikur og nýta jólafríið vel. Nú verðum við bara að horfa í deildarmeistaratitilinn og svo Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu.
Fjölnir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira