Lífið

Tra­vis Scott sparkað af Coachella

Árni Sæberg skrifar
Travis Scott á Astroworld, tónlistarhátíðinni örlagaríku.
Travis Scott á Astroworld, tónlistarhátíðinni örlagaríku. Erika Goldring/Getty Images

Tónlistarmaðurinn Travis Scott mun ekki koma fram á Coachella en hann átti að troða upp á aðaltónleikum hátíðarinnar sem er ein sú stærsta í heiminum. Sextíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til skipuleggjenda hátíðarinnar um að sparka Scott.

Aðdragandi brottreksturs Travis Scotts er harmleikurinn á tónlistarhátíðinni Astroworld sem hann skipulagði. Tíu létust þegar troðningur varð meðal áhorfenda tónleika Scotts sjálfs.

Staðarmiðillinn KESQ hefur eftir heimildarmönnum sínum að Travis Scott muni ekki koma fram.

Í frétt Variety um málið segir að það ekki hafi enn fengist staðfest af umsjónarmönnum hátíðarinnar. Þó segi heimildarmenn miðilsins að umboðsmanni Scotts hafi verið tilkynnt um brottreksturinn og að hann fá fjórðung umsamdrar greiðslu í afbókunarþóknun.

Þá vilji Scott ólmur koma fram og að hann hafi jafnvel boðist til að troða upp án þess að fá krónu fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.