Páll Óskar syrgir Gutta: „Takk fyrir að velja mig sem lífsförunaut“ Eiður Þór Árnason skrifar 13. desember 2021 00:26 Páll Óskar segir að seinustu dagar hafi verið honum einkum erfiðir. Daniel Thor Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson kvaddi köttinn Gutta á föstudag eftir alls átján ára samveru. Gutti var orðinn nítján ára gamall þegar nýru hans byrjuðu að gefa sig. Söngvarinn minnist Gutta í hjartnæmri færslu á Facebook-síðu sinni og fer yfir fjörugt lífshlaup hans. Hann segist vera fullur sorgar og það muni taka langan tíma að venjast því að hafa ekki sálufélaga sinn lengur á heimilinu. „Gutti fæddist í október 2002, og stakk af frá fyrri eiganda í Þingholtunum vegna ósættanlegs ágreinings við annan ógeldan gaur á sama heimili. Gutti ákvað að labba af stað og leita sér að íbúð í 101 eða 107 og þar hófst mikið flakk sem stóð lengi yfir,“ skrifar Páll Óskar. Í kjölfarið hafi Gutti meðal annars verið handsamaður á Prikinu, Sólon, Rammagerðinni, Íslandsbanka á Eiðistorgi, Tóbaksbúðinni Björk og Happdrætti DAS. „Hann var oft gómaður í miðasölu Háskólabíós og einu sinni var hann böstaður í Sal 1 þar sem hann var að horfa á kvikmynd Mel Gibsons The Passion of Christ.“ Lifað kóngalífi fram á seinasta dag Páll segir að leiðir þeirra hafi legið saman í mars árið 2004 þegar Gutti mætti óboðinn í afmælið hans. Poppstjarnan hafi ekki verið lengi að taka Gutta upp á sína arma sem lifði síðan kóngalífi í Vesturbænum fram á sinn seinasta dag. „Fyrstu þrjú árin þakkaði hann mér lífgjöfina með því að veiða allt sem hafði púls. Stundum leit heimilið út eins og hjá keðjusagarmorðingjanum í Texas. Einu sinni var keyrt á önd í götunni fyrir framan húsið. Gutti var eina vitnið. Hann dró líkið af öndinni af götunni, gegnum innkeyrsluna, inn í garð og tróð henni svo gegnum stofugluggan. Hann móðgaðist þegar ég varð brjálaður og fannst ég vera vanþakklátt pakk.“ Einstaklega gáfað dýr Söngvarinn heldur áfram og segir að Gutti hafi verið einstaklega gáfaður og óttalaus köttur. Eftir sem áður hafi hann verið orðinn nítján ára háaldraður köttur undir lokin með mikla gigtveiki. „Ævikvöldið var töfrum líkast. Ég vakti yfir honum alla nóttina, það var kyrrt og fallegt veður, logn og stjörnubjart og við horfðum á uppáhalds kvikmyndina hans, Terminator 2: Judgment Day. Aðeins 15 mínútum áður en Dagfinnur Dýralæknir kom heim til að hjálpa Gutta að sofna svefninum langa, fór Gutti í sinn loka labbitúr út í garð, þótt hann gæti varla stigið í lappirnar né haldið haus, bara til að tékka á yfirráðasvæðinu. Jafnvel við dauðans dyr, þá var hann ennþá á vakt,“ skrifar Páll Óskar sem segist aldrei eiga eftir að kynnast öðrum eins ketti. Tónlistarmaðurinn er þakklátur fyrir að hafa fengið að deila síðustu átján árum undir sama þaki og þessi vinur sinn. „Blessuð sé minning Gutta, sem náði að lifa í 19 ár (alls 92 mennsk ár) og var hvíldinni feginn þegar nýrun hans luku keppni í síðustu viku. Ég er alveg í klessu hérna. Búið að vera mjög erfitt að skrifa þessa minningargrein og skoða allar þessar gömlu myndir. Maður grenjar og tekur svo hlátursköst inn á milli,“ segir Páll Óskar. „Mikið var gott að deila lífinu með þér, Gutti. Takk fyrir að velja mig sem lífsförunaut. Ég hefði ekki getað valið betri kött. “ Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
Söngvarinn minnist Gutta í hjartnæmri færslu á Facebook-síðu sinni og fer yfir fjörugt lífshlaup hans. Hann segist vera fullur sorgar og það muni taka langan tíma að venjast því að hafa ekki sálufélaga sinn lengur á heimilinu. „Gutti fæddist í október 2002, og stakk af frá fyrri eiganda í Þingholtunum vegna ósættanlegs ágreinings við annan ógeldan gaur á sama heimili. Gutti ákvað að labba af stað og leita sér að íbúð í 101 eða 107 og þar hófst mikið flakk sem stóð lengi yfir,“ skrifar Páll Óskar. Í kjölfarið hafi Gutti meðal annars verið handsamaður á Prikinu, Sólon, Rammagerðinni, Íslandsbanka á Eiðistorgi, Tóbaksbúðinni Björk og Happdrætti DAS. „Hann var oft gómaður í miðasölu Háskólabíós og einu sinni var hann böstaður í Sal 1 þar sem hann var að horfa á kvikmynd Mel Gibsons The Passion of Christ.“ Lifað kóngalífi fram á seinasta dag Páll segir að leiðir þeirra hafi legið saman í mars árið 2004 þegar Gutti mætti óboðinn í afmælið hans. Poppstjarnan hafi ekki verið lengi að taka Gutta upp á sína arma sem lifði síðan kóngalífi í Vesturbænum fram á sinn seinasta dag. „Fyrstu þrjú árin þakkaði hann mér lífgjöfina með því að veiða allt sem hafði púls. Stundum leit heimilið út eins og hjá keðjusagarmorðingjanum í Texas. Einu sinni var keyrt á önd í götunni fyrir framan húsið. Gutti var eina vitnið. Hann dró líkið af öndinni af götunni, gegnum innkeyrsluna, inn í garð og tróð henni svo gegnum stofugluggan. Hann móðgaðist þegar ég varð brjálaður og fannst ég vera vanþakklátt pakk.“ Einstaklega gáfað dýr Söngvarinn heldur áfram og segir að Gutti hafi verið einstaklega gáfaður og óttalaus köttur. Eftir sem áður hafi hann verið orðinn nítján ára háaldraður köttur undir lokin með mikla gigtveiki. „Ævikvöldið var töfrum líkast. Ég vakti yfir honum alla nóttina, það var kyrrt og fallegt veður, logn og stjörnubjart og við horfðum á uppáhalds kvikmyndina hans, Terminator 2: Judgment Day. Aðeins 15 mínútum áður en Dagfinnur Dýralæknir kom heim til að hjálpa Gutta að sofna svefninum langa, fór Gutti í sinn loka labbitúr út í garð, þótt hann gæti varla stigið í lappirnar né haldið haus, bara til að tékka á yfirráðasvæðinu. Jafnvel við dauðans dyr, þá var hann ennþá á vakt,“ skrifar Páll Óskar sem segist aldrei eiga eftir að kynnast öðrum eins ketti. Tónlistarmaðurinn er þakklátur fyrir að hafa fengið að deila síðustu átján árum undir sama þaki og þessi vinur sinn. „Blessuð sé minning Gutta, sem náði að lifa í 19 ár (alls 92 mennsk ár) og var hvíldinni feginn þegar nýrun hans luku keppni í síðustu viku. Ég er alveg í klessu hérna. Búið að vera mjög erfitt að skrifa þessa minningargrein og skoða allar þessar gömlu myndir. Maður grenjar og tekur svo hlátursköst inn á milli,“ segir Páll Óskar. „Mikið var gott að deila lífinu með þér, Gutti. Takk fyrir að velja mig sem lífsförunaut. Ég hefði ekki getað valið betri kött. “
Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira