Lífið

Þjófar fengu yfir sig prumpu­glimmer-sprengju fjórða árið í röð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þjófarnir lentu illa í því.
Þjófarnir lentu illa í því.

Fyrir rúmlega þremur árum varð verkfræðingurinn Mark Rober mjög reiður þegar þjófar stálu pakka sem stóð fyrir utan heimili hans.

Lögreglan sagðist ekkert geta gert þó hann væri með upptöku af parinu sem stal af honum.

Því ákvað hann að leggja gildru fyrir þjófana en fyrst þurfti hann að hanna og búa slíka gildru til. Þar kom ferill Rober sér vel. Hann vann hjá NASA og hannaði búnað sem er um borð í Curiosity, vélmenni NASA á Mars.

Rober hefur sömuleiðis hannað ýmislegt annað og hefur getið sér gott orð á Youtube, þar sem hann deildi myndbandi af þróun gildrunnar á sínum tíma og því þegar þjófar féll í gildruna.

Hann útbjó kassa með hreyfiskynjara, símum til að taka upp myndbönd, glimmersprengju og prumpuspreyi.

Rober hefur nú gefið út myndband á YouTube þar sem hann sýnir frá þjófum í vandræðum með þýfið fjórða árið í röð.

Enn fullkomnari sprengja þar sem þjófarnir fá yfir sig töluvert meira glimmer og tuttugu prósent meiri prumpulykt.

Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið frá Rober sem er gríðarlega vinsæl YouTube-stjarna. Jólahefðin hans eru umræddar glimmer prumpusprengjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.