Toyota ætlar að kynna 30 rafbíla fyrir árið 2030 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. desember 2021 07:00 Akio Toyoda með nýju rafbílunum. Toyota kynnti í gær áform sín um framleiðslu rafbíla til næstu ára. Toyota og Lexus ætla að kynna 30 nýja rafbíla á næstu átta árum. Stefnt er að því að árið 2030 verði sala á rafbílum komin í 3,5 milljónir rafbíla á ári. Toyota kynnti einnig vörulínu sem heitir Toyota bZ eða lengra en núll (e. beyond ZERO). Sem merkir að bílar í þeirri línu eru ekki einungis kolefnishlutlausir heldur hafa raunverulega jákvæð áhrif á umhverfið. Toyota bZ4X. „Fyrsta módelið í þessari línu er bZ4X sem við kynntum nýlega. Hann var þróaður í samstarfi við Subaru sem gerði okkur kleift að elta mýktina og hreyfanleikann, auk þess sem hann býr yfir akstursgetu hefðbundins jepplings,“ sagði forseti Toyota Akio Toyoda á blaðamannafundi í gærmorgun. Hér má sjá kynninguna í heild sinni. Kynningin sjálf hefst á fimmtándu mínútu. Áætlanir um 30 nýja bíla á næstu átta árum voru sem áður segir kynntar í gær. Af þeim var helmingurinn sýndur í gær. Það er afar óvenjulegt að kynna 15 nýja rafbíla alla í einu. Pallbíllinn sem gæti verið rafdrifinn Tacoma sem og Compact Cruiser EV sem sést í bakgrunninum. Auk bZ4X, sem þegar hafði verið kynntur, mátti sjá á kynningunni pallbíl, sem leit út eins og rafdrifin Tacoma og reffilegan jeppling sem heitir Compact Cruiser EV og minnir helst á FJ Cruiser, tveir litlir rafjepplingar og tveggja sæta sportbíll með þaki sem taka má af. Þá voru einnig kynntir borgarbíll og sendibíll sem gengur undir nafninu MID BOX. Tveggja sæta rafsportbíllinn frá Lexus. Hönnuðir hans sóttu að sögn Akio Toyoda innblástur til Lexus LFA sportbílsins. Lexus kynnti meðal annars í gær tveggja sæta sport bíl sem hugsanlega mun vera búinn rafhlöðu sem ekki notar fljótandi rafskaut heldur í föstu formi. Sá bíll gæti samkvæmt Lexus náð 100 km/klst. úr kyrrstöðu á rétt rúmum tveimur sekúndum, ásamt því að státa af um 700 km drægni. Vistvænir bílar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent
Toyota kynnti einnig vörulínu sem heitir Toyota bZ eða lengra en núll (e. beyond ZERO). Sem merkir að bílar í þeirri línu eru ekki einungis kolefnishlutlausir heldur hafa raunverulega jákvæð áhrif á umhverfið. Toyota bZ4X. „Fyrsta módelið í þessari línu er bZ4X sem við kynntum nýlega. Hann var þróaður í samstarfi við Subaru sem gerði okkur kleift að elta mýktina og hreyfanleikann, auk þess sem hann býr yfir akstursgetu hefðbundins jepplings,“ sagði forseti Toyota Akio Toyoda á blaðamannafundi í gærmorgun. Hér má sjá kynninguna í heild sinni. Kynningin sjálf hefst á fimmtándu mínútu. Áætlanir um 30 nýja bíla á næstu átta árum voru sem áður segir kynntar í gær. Af þeim var helmingurinn sýndur í gær. Það er afar óvenjulegt að kynna 15 nýja rafbíla alla í einu. Pallbíllinn sem gæti verið rafdrifinn Tacoma sem og Compact Cruiser EV sem sést í bakgrunninum. Auk bZ4X, sem þegar hafði verið kynntur, mátti sjá á kynningunni pallbíl, sem leit út eins og rafdrifin Tacoma og reffilegan jeppling sem heitir Compact Cruiser EV og minnir helst á FJ Cruiser, tveir litlir rafjepplingar og tveggja sæta sportbíll með þaki sem taka má af. Þá voru einnig kynntir borgarbíll og sendibíll sem gengur undir nafninu MID BOX. Tveggja sæta rafsportbíllinn frá Lexus. Hönnuðir hans sóttu að sögn Akio Toyoda innblástur til Lexus LFA sportbílsins. Lexus kynnti meðal annars í gær tveggja sæta sport bíl sem hugsanlega mun vera búinn rafhlöðu sem ekki notar fljótandi rafskaut heldur í föstu formi. Sá bíll gæti samkvæmt Lexus náð 100 km/klst. úr kyrrstöðu á rétt rúmum tveimur sekúndum, ásamt því að státa af um 700 km drægni.
Vistvænir bílar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent