Bestu leikir ársins: Undarlegt leikjaár á enda komið Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2021 07:01 Þó árið hafi verið undarlegt þá litu nokkrir gullmolar dagsins ljós. Árið sem er nú að ljúka var svo sem ekkert að springa úr tölvuleikjum, ef svo má að orði komast og má færa rök fyrir því að skortur hafi verið á stórum leikjum þetta árið. 2020 sökkaði en þá fengum við þó fjölmarga frábæra leiki. Það var minna um það á þessu ári, sem sökkaði einnig en þó minna. Það hefur allavega sjaldan verið minna um að vera í leikjadómum á Leikjavísi en í ár. Sjá einnig: Leikirnir sem hjálpuðu manni að komast í gegnum 2020 Það er þó óhætt að segja að það voru allavega nokkrir gullmolar gefnir út á árinu. Hér að neðan verða teknir fyrir fimm af þeim leikjum sem vöktu hvað mesta lukku á Leikjavísi árið 2021 og þar fyrir neðan verða fleiri leikir sem gerðu gott mót í ár tíundaðir í engri sérstakri röð og er stiklað á stóru. Listinn er ekki tæmandi. Deathloop Deathloop valdi mikla lukku þegar hann kom út. Í honum þarf Colt Vahn að stráfella óvini sína á hinni undarlegu eyju Blackreef í einhverjum besta leik ársins. Sem Colt upplifa spilarar sama daginn aftur og aftur og þurfa að finna leið til að ráða alla leiðtoga eyjunnar bana á einum degi. Sjá einnig: Sjaldan skemmtilegra að stráfella óvini Til þess þarf maður að læra það sem maður getur um skotmörkin. Einnig þarf að vinna að því að koma sem flestum skotmörkum sínum saman á sömu tímabil dagsins svo það sé hægt en það þarfnast mikils undirbúnings. Age of Empires 4 Það er langt frá því að vera sjálfgefið að vel gangi í að gera nýja leiki í gömlum og mjög vinsælum seríum. Það tókst hins vegar mjög vel í tilfelli Age of Empires 4. Framleiðendum hans tókst að skapa AOE2 stemningu með því að betrumbæta þann gamla leik. Sjá einnig: Ef það er ekki bilað, ekki breyta því Einspilun AoE4 er frábær. Maður byrjar á því að leika frægar orrustur úr sögunni og í gegnum þau borð kennir AoE4 manni það sem maður þarf að kunna til að sigra erfiðari borð leiksins og tölvuna í opnum leikjum. Í gegnum einspilunina spilar maður sem helstu fylkingar AoE4 eins og Bretar, Frakkar, Mongólar, Kínverjar, Rús, Heilaga rómverska keisaraveldið, Indverjar og Abbasid-veldið. Spilarar leika raunverulegar orrustur eftir og fræðast um þær og menningarheimana sem um ræðir. Skyrim Það er mjög undarlegt að vera með tíu ára leik á þessum lista en ég spilaði afmælisútgáfu leiksins töluvert á undanförnum vikum. Skyrim er enn þrususkemmtilegur leikur og mér finnst hann eiga heima á þessum lista. Sjá einnig: Féll aftur í gildru Bethesda Þessi útgáfa inniheldur upprunalega leikinn og þrjá aukapakka hans. Einnig má þar finna allt efni sem framleitt var í Creation Club, nýjar breytingar (Vopn, brynjur og annað) og þar að auki er nú hægt að veiða fisk í Skyrim. Call of duty: Warzone og Vanguard-ish Call of Duty: Warzone er enn einn vinsælasti leikur heims. Spilarar börðust um yfirráð í Verdansk allt árið en nú í desember var opnað nýtt kort á grunni Call of Duty: Vanguard. Sjá einnig: Sama gamla uppskriftin en kakan góð Nýja korti, eyjan Caldera, hefur vakið mismikla lukku meðal spilara en Warzone er þrátt fyrir það enn gífurlega vinsæll leikur og skemmtilegur, þegar vel gengur. Ratchet & Clank: Rift Apart Þeir Ratchet & Clank hafa ítrekað þurft að bjarga alheimi þeirra. Að þessu sinni þurftu þeir að bjarga mörgum alheimum. Sjá einnig: Skemmtilegt ævintýri sýnir hvað hægt er að gera með PS5 Þessi leikur er fyrsti nýi leikurinn í seríunni frá dögum PS3 en árið 2016 var þó gefin út endurgerð af upprunalega leiknum frá 2002 og svo í framhaldinu af því, kvikmynd. Leikurinn sýnir vel burði PlayStation 5 leikjatölvunnar. Þar að auki er hann skemmtilegur, sem hjálpar til. Leikir sem hafa gert gott mót Það voru þó auðvitað fleiri leikir sem nutu mikillar hylli á árinu hvort sem þeir voru teknir fyrir á Leikjavísi eða ekki. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir hluta af bestu og vinsælustu leikjum ársins. Leikirnir eru ekki í neinni sérstakri röð. Halo Infinite Master Chief mætti aftur undir lok árs og á nýjum Hring. Það er óhætt að segja að 343 Industries hafi skilað af sér hinum fínasta leik. Halo Infinite er nýr skotleikur af gamla skólanum, ef svo má að orði komast og inniheldur þrususkemmtilega sögu og fjölspilun sem minnir að mörgu leyti á gamla fjölspilunarleiki eins og Quake Arena. Halo Infinite hefur vakið mikla lukku og Microsoft ætlar augljóslega ekki að hætta að gera leiki um Master Chief í bráð. Returnal Sony gaf á árinu út leikinn Returnal á PS5. Þar er um að ræða leik sem tilheyrir fjölskyldu sem kallast á ensku „rogue-like“ þar sem spilurum er refsað mjög fyrir mistök. Í leiknum eru spilarar settir í spor geimfarans Selene og þurfa þeir að svipta hulunni af hættulegri plánetu, sem breytist sífellt og berjast til að halda lífi. Returnal þykir einstaklega flottur leikur en einnig gífurlega erfiður. Einungis tíu prósent þeirra sem spiluðu leikinn á árinu, spiluðu hann til enda. It Takes Two It Take Two er fjölspilunarleikur þar sem tveir spilarar taka höndum saman sem hjón sem eiga í hjónabandsvandræðum og dóttir þeirra breytir þeim í dúkkur. Þau þurfa að hjálpa hvort öðru til að leysa flókin og erfið verkefni og takast á við erfiðar aðstæður. Leikurinn sló í gegn og var til að mynda valinn leikur ársins á Game Awards verðlaunahátíðinni. Hann vakti sérstaka athygli fyrir skemmtilega spilun. Það versta við It Takes Two er þó það að ómögulegt virðist vera að lesa nafn leiksins án þess að bæta við: „too make a thing go right“. Forza Horizon 5 Kappakstursleikurinn Forz Horizon 5 var mjög vinsæll á árinu. Leikurinn gerist í opnum heimi sem á að vera tilbúin útgáfa af Mexíkó og inniheldur hundruði af bestu bílum heimsins. Gagnrýnendur lofuðu leikinn og það gerðu spilarar einnig. FH5 fékk til að mynda flest verðlaun á Game Awards. Mass Effect Legendary Edition Hér er annar gamall leikur/ir sem á heima á þessum lista vegna endurútgáfu. Mass Effect serían er gífurlega vinsæl en fyrsti leikurinn kom út árið 2007. EA tók sig þó til að uppfærði leikina og gaf þá út í nýrri útgáfu á þessu ári. Í Mass Effect koma spilarar sér fyrir í brynju Commander Shepard og taka á stóra sínum til að bjarga viti bornum lífverjum vetrarbrautarinnar frá útrýmingu. Nýlega bárust fréttir af því að EA og Amazon Studios væru nærri samkomulagi um að gera sjónvarpsþætti um sögu Shepard. Hitman 3 Launmorðinginn 47 hefur lengi verið vinsæll meðal tölvuleikjaspilara enda kom fyrsti leikurinn um hann út árið 2000 og hann lifir enn góðu lífi í dag. IO Interactive byrjaði fyrir nokkrum árum á þríleik en honum var lokið á þessu ári með útgáfu Hitman 3. Í þessum leikjum þarf 47 að takast á við fortíð sína og berjast fyrir lífi sínu. Far Cry 6 Það logaði allt í ímyndaða Ameríkuríkinu Yara á árinu. Söguhetjan Dani og uppreisnarmennirnir í Libertad eru orðnir þreyttir á einræðisherranum Antón Castillo og ætla sér að koma honum frá völdum í leiknum Far Cry 6. Sjá einnig: Byltingar er þörf FC6 er hinn skemmtilegasti leikur og Yara gott sögusvið. Það er þó nokkuð mikið um svokallað „grænd“ og manni finnst oft eins og maður sé að gera sama hlutinn aftur og aftur. Valheim Víkingaleikurinn Valheim kom eins og þruma úr heiðskýru lofti á árinu. Á skömmum tíma og þrátt fyrir að hafa ekki verið gefinn út að fullu naut hann mikilla vinsælda. Á fyrstu vikunni eftir útgáfu leiksins seldust rúmlega milljón eintök. Sjá einnig: Lítill sænskur leikur slær í gegn Í leiknum, sem er frá fyrirtækinu Iron Gate setja spilarar sig í spor víkings sem féll nýverið í orrustu og fluttur til Valheim, þar sem Óðinn velur öflugustu hetjur heimisins til að verjast óvinum sínum. Með ekkert í höndunum þurfa spilarar að safna birgðum til að lifa af, byggja sér bækistöðvar og vopnbúast. Allt að tíu spilarar geta spilað leikinn saman og byggt heilu víkingaþorpin. Valheim er enn í svokallaðri „early access“ útgáfu og er ekki fullkláraður. Guardians of the Galaxy Marvel's Guardians of the Galaxy kom skemmtilega á óvart á árinu. Saga leiksins og skemmtilegar persónur halda leiknum uppi en bardagakerfið getur verið svolítið einsleitt og þreytandi. Sjá einnig: Hinir elskulegustu drullusokkar Starlord, Rocket, Drax, Gamora og Groot eru hið frábærasta föruneyti og saga þeirra og samskipti gera gríðarlega mikið fyrir leikinn. Resident Evil Village Ethan Winters, söguhetja Resident Evil 7, sneri aftur á árinu í Resident Evil Village, eða Illur ábúandi: Þorp. Winters var enn jafn vitlaus og hann var á árum áður, jafnvel þó þetta væri ekki í fyrsta sinn sem hann upplifði hrylling sem þennan. Sjá einnig: Fíflið Ethan Winters er mættur aftur REV var mjög vinsæll en í honum þarf Winters að finna dóttur sína og berjast við fjölmörg skrímsli og kvikyndi í yfirgefnu þorpi. Leikjavísir Leikjadómar Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Fyrir tölvuleikjaspilara er það endalaus barátta að bíða eftir næsta „geggjaða“ leik. Um leið og sá kemur út, hefst biðin eftir þeim næsta. Árið 2021 virðist ekki ætla að vera öðruvísi og er nokkuð um stórar útgáfur á árinu. 6. janúar 2021 08:31 Bestu leikir ársins: Leikirnir sem hjálpuðu manni að komast í gegnum 2020 Við getum öll verið sammála um að árið 2020 hafi sökkað. Það gerði það. Það sökkaði mjög mikið og heimsfaraldur Covid-19 gerði framleiðendum tölvuleikja erfitt fyrir, eins og öllum öðrum. Þrátt fyrir þetta ömurlega ár litu þó nokkrir góðir leikis dagsins ljós og þeir hjálpuðu manni jafnvel við að hanga heima í leiðindunum. 22. desember 2020 09:02 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Það var minna um það á þessu ári, sem sökkaði einnig en þó minna. Það hefur allavega sjaldan verið minna um að vera í leikjadómum á Leikjavísi en í ár. Sjá einnig: Leikirnir sem hjálpuðu manni að komast í gegnum 2020 Það er þó óhætt að segja að það voru allavega nokkrir gullmolar gefnir út á árinu. Hér að neðan verða teknir fyrir fimm af þeim leikjum sem vöktu hvað mesta lukku á Leikjavísi árið 2021 og þar fyrir neðan verða fleiri leikir sem gerðu gott mót í ár tíundaðir í engri sérstakri röð og er stiklað á stóru. Listinn er ekki tæmandi. Deathloop Deathloop valdi mikla lukku þegar hann kom út. Í honum þarf Colt Vahn að stráfella óvini sína á hinni undarlegu eyju Blackreef í einhverjum besta leik ársins. Sem Colt upplifa spilarar sama daginn aftur og aftur og þurfa að finna leið til að ráða alla leiðtoga eyjunnar bana á einum degi. Sjá einnig: Sjaldan skemmtilegra að stráfella óvini Til þess þarf maður að læra það sem maður getur um skotmörkin. Einnig þarf að vinna að því að koma sem flestum skotmörkum sínum saman á sömu tímabil dagsins svo það sé hægt en það þarfnast mikils undirbúnings. Age of Empires 4 Það er langt frá því að vera sjálfgefið að vel gangi í að gera nýja leiki í gömlum og mjög vinsælum seríum. Það tókst hins vegar mjög vel í tilfelli Age of Empires 4. Framleiðendum hans tókst að skapa AOE2 stemningu með því að betrumbæta þann gamla leik. Sjá einnig: Ef það er ekki bilað, ekki breyta því Einspilun AoE4 er frábær. Maður byrjar á því að leika frægar orrustur úr sögunni og í gegnum þau borð kennir AoE4 manni það sem maður þarf að kunna til að sigra erfiðari borð leiksins og tölvuna í opnum leikjum. Í gegnum einspilunina spilar maður sem helstu fylkingar AoE4 eins og Bretar, Frakkar, Mongólar, Kínverjar, Rús, Heilaga rómverska keisaraveldið, Indverjar og Abbasid-veldið. Spilarar leika raunverulegar orrustur eftir og fræðast um þær og menningarheimana sem um ræðir. Skyrim Það er mjög undarlegt að vera með tíu ára leik á þessum lista en ég spilaði afmælisútgáfu leiksins töluvert á undanförnum vikum. Skyrim er enn þrususkemmtilegur leikur og mér finnst hann eiga heima á þessum lista. Sjá einnig: Féll aftur í gildru Bethesda Þessi útgáfa inniheldur upprunalega leikinn og þrjá aukapakka hans. Einnig má þar finna allt efni sem framleitt var í Creation Club, nýjar breytingar (Vopn, brynjur og annað) og þar að auki er nú hægt að veiða fisk í Skyrim. Call of duty: Warzone og Vanguard-ish Call of Duty: Warzone er enn einn vinsælasti leikur heims. Spilarar börðust um yfirráð í Verdansk allt árið en nú í desember var opnað nýtt kort á grunni Call of Duty: Vanguard. Sjá einnig: Sama gamla uppskriftin en kakan góð Nýja korti, eyjan Caldera, hefur vakið mismikla lukku meðal spilara en Warzone er þrátt fyrir það enn gífurlega vinsæll leikur og skemmtilegur, þegar vel gengur. Ratchet & Clank: Rift Apart Þeir Ratchet & Clank hafa ítrekað þurft að bjarga alheimi þeirra. Að þessu sinni þurftu þeir að bjarga mörgum alheimum. Sjá einnig: Skemmtilegt ævintýri sýnir hvað hægt er að gera með PS5 Þessi leikur er fyrsti nýi leikurinn í seríunni frá dögum PS3 en árið 2016 var þó gefin út endurgerð af upprunalega leiknum frá 2002 og svo í framhaldinu af því, kvikmynd. Leikurinn sýnir vel burði PlayStation 5 leikjatölvunnar. Þar að auki er hann skemmtilegur, sem hjálpar til. Leikir sem hafa gert gott mót Það voru þó auðvitað fleiri leikir sem nutu mikillar hylli á árinu hvort sem þeir voru teknir fyrir á Leikjavísi eða ekki. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir hluta af bestu og vinsælustu leikjum ársins. Leikirnir eru ekki í neinni sérstakri röð. Halo Infinite Master Chief mætti aftur undir lok árs og á nýjum Hring. Það er óhætt að segja að 343 Industries hafi skilað af sér hinum fínasta leik. Halo Infinite er nýr skotleikur af gamla skólanum, ef svo má að orði komast og inniheldur þrususkemmtilega sögu og fjölspilun sem minnir að mörgu leyti á gamla fjölspilunarleiki eins og Quake Arena. Halo Infinite hefur vakið mikla lukku og Microsoft ætlar augljóslega ekki að hætta að gera leiki um Master Chief í bráð. Returnal Sony gaf á árinu út leikinn Returnal á PS5. Þar er um að ræða leik sem tilheyrir fjölskyldu sem kallast á ensku „rogue-like“ þar sem spilurum er refsað mjög fyrir mistök. Í leiknum eru spilarar settir í spor geimfarans Selene og þurfa þeir að svipta hulunni af hættulegri plánetu, sem breytist sífellt og berjast til að halda lífi. Returnal þykir einstaklega flottur leikur en einnig gífurlega erfiður. Einungis tíu prósent þeirra sem spiluðu leikinn á árinu, spiluðu hann til enda. It Takes Two It Take Two er fjölspilunarleikur þar sem tveir spilarar taka höndum saman sem hjón sem eiga í hjónabandsvandræðum og dóttir þeirra breytir þeim í dúkkur. Þau þurfa að hjálpa hvort öðru til að leysa flókin og erfið verkefni og takast á við erfiðar aðstæður. Leikurinn sló í gegn og var til að mynda valinn leikur ársins á Game Awards verðlaunahátíðinni. Hann vakti sérstaka athygli fyrir skemmtilega spilun. Það versta við It Takes Two er þó það að ómögulegt virðist vera að lesa nafn leiksins án þess að bæta við: „too make a thing go right“. Forza Horizon 5 Kappakstursleikurinn Forz Horizon 5 var mjög vinsæll á árinu. Leikurinn gerist í opnum heimi sem á að vera tilbúin útgáfa af Mexíkó og inniheldur hundruði af bestu bílum heimsins. Gagnrýnendur lofuðu leikinn og það gerðu spilarar einnig. FH5 fékk til að mynda flest verðlaun á Game Awards. Mass Effect Legendary Edition Hér er annar gamall leikur/ir sem á heima á þessum lista vegna endurútgáfu. Mass Effect serían er gífurlega vinsæl en fyrsti leikurinn kom út árið 2007. EA tók sig þó til að uppfærði leikina og gaf þá út í nýrri útgáfu á þessu ári. Í Mass Effect koma spilarar sér fyrir í brynju Commander Shepard og taka á stóra sínum til að bjarga viti bornum lífverjum vetrarbrautarinnar frá útrýmingu. Nýlega bárust fréttir af því að EA og Amazon Studios væru nærri samkomulagi um að gera sjónvarpsþætti um sögu Shepard. Hitman 3 Launmorðinginn 47 hefur lengi verið vinsæll meðal tölvuleikjaspilara enda kom fyrsti leikurinn um hann út árið 2000 og hann lifir enn góðu lífi í dag. IO Interactive byrjaði fyrir nokkrum árum á þríleik en honum var lokið á þessu ári með útgáfu Hitman 3. Í þessum leikjum þarf 47 að takast á við fortíð sína og berjast fyrir lífi sínu. Far Cry 6 Það logaði allt í ímyndaða Ameríkuríkinu Yara á árinu. Söguhetjan Dani og uppreisnarmennirnir í Libertad eru orðnir þreyttir á einræðisherranum Antón Castillo og ætla sér að koma honum frá völdum í leiknum Far Cry 6. Sjá einnig: Byltingar er þörf FC6 er hinn skemmtilegasti leikur og Yara gott sögusvið. Það er þó nokkuð mikið um svokallað „grænd“ og manni finnst oft eins og maður sé að gera sama hlutinn aftur og aftur. Valheim Víkingaleikurinn Valheim kom eins og þruma úr heiðskýru lofti á árinu. Á skömmum tíma og þrátt fyrir að hafa ekki verið gefinn út að fullu naut hann mikilla vinsælda. Á fyrstu vikunni eftir útgáfu leiksins seldust rúmlega milljón eintök. Sjá einnig: Lítill sænskur leikur slær í gegn Í leiknum, sem er frá fyrirtækinu Iron Gate setja spilarar sig í spor víkings sem féll nýverið í orrustu og fluttur til Valheim, þar sem Óðinn velur öflugustu hetjur heimisins til að verjast óvinum sínum. Með ekkert í höndunum þurfa spilarar að safna birgðum til að lifa af, byggja sér bækistöðvar og vopnbúast. Allt að tíu spilarar geta spilað leikinn saman og byggt heilu víkingaþorpin. Valheim er enn í svokallaðri „early access“ útgáfu og er ekki fullkláraður. Guardians of the Galaxy Marvel's Guardians of the Galaxy kom skemmtilega á óvart á árinu. Saga leiksins og skemmtilegar persónur halda leiknum uppi en bardagakerfið getur verið svolítið einsleitt og þreytandi. Sjá einnig: Hinir elskulegustu drullusokkar Starlord, Rocket, Drax, Gamora og Groot eru hið frábærasta föruneyti og saga þeirra og samskipti gera gríðarlega mikið fyrir leikinn. Resident Evil Village Ethan Winters, söguhetja Resident Evil 7, sneri aftur á árinu í Resident Evil Village, eða Illur ábúandi: Þorp. Winters var enn jafn vitlaus og hann var á árum áður, jafnvel þó þetta væri ekki í fyrsta sinn sem hann upplifði hrylling sem þennan. Sjá einnig: Fíflið Ethan Winters er mættur aftur REV var mjög vinsæll en í honum þarf Winters að finna dóttur sína og berjast við fjölmörg skrímsli og kvikyndi í yfirgefnu þorpi.
Leikjavísir Leikjadómar Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Fyrir tölvuleikjaspilara er það endalaus barátta að bíða eftir næsta „geggjaða“ leik. Um leið og sá kemur út, hefst biðin eftir þeim næsta. Árið 2021 virðist ekki ætla að vera öðruvísi og er nokkuð um stórar útgáfur á árinu. 6. janúar 2021 08:31 Bestu leikir ársins: Leikirnir sem hjálpuðu manni að komast í gegnum 2020 Við getum öll verið sammála um að árið 2020 hafi sökkað. Það gerði það. Það sökkaði mjög mikið og heimsfaraldur Covid-19 gerði framleiðendum tölvuleikja erfitt fyrir, eins og öllum öðrum. Þrátt fyrir þetta ömurlega ár litu þó nokkrir góðir leikis dagsins ljós og þeir hjálpuðu manni jafnvel við að hanga heima í leiðindunum. 22. desember 2020 09:02 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Leikirnir sem beðið er eftir Fyrir tölvuleikjaspilara er það endalaus barátta að bíða eftir næsta „geggjaða“ leik. Um leið og sá kemur út, hefst biðin eftir þeim næsta. Árið 2021 virðist ekki ætla að vera öðruvísi og er nokkuð um stórar útgáfur á árinu. 6. janúar 2021 08:31
Bestu leikir ársins: Leikirnir sem hjálpuðu manni að komast í gegnum 2020 Við getum öll verið sammála um að árið 2020 hafi sökkað. Það gerði það. Það sökkaði mjög mikið og heimsfaraldur Covid-19 gerði framleiðendum tölvuleikja erfitt fyrir, eins og öllum öðrum. Þrátt fyrir þetta ömurlega ár litu þó nokkrir góðir leikis dagsins ljós og þeir hjálpuðu manni jafnvel við að hanga heima í leiðindunum. 22. desember 2020 09:02