Lancashire-rósin stefnir á fyrsta sigurinn sinn á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2021 14:30 Lisa Ashton tekur í spaðann á Adam Hunt eftir viðureign þeirra í 1. umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti í fyrra. getty/KIERAN CLEEVES Önnur tveggja kvenna sem keppa á heimsmeistaramótinu í pílukasti, Lisa Ashton, mætir til leiks í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem Ashton keppir á HM en hún bíður enn eftir sínum fyrsta sigri á stóra sviðinu. Hún tapaði fyrir Jan Dekker, 3-1, á HM 2019 og 3-2 fyrir Adam Hunt á HM í fyrra. Hin 51 árs Ashton mætir Ron Meulenkamp frá Hollandi í næstsíðustu viðureign dagsins og er klár í slaginn. „Þetta verður meira spennandi í ár því áhorfendur eru komnir aftur. Ég hlakka mikið til,“ sagði Ashton í samtali við Sky Sports. „Ég undirbý mig fyrir leikinn gegn Ron eins og hvern annan leik. Ég hef spilað við hann áður og veit hvernig hann spilar. Hann er frekar hægur. En það skiptir ekki máli, ég spila bara minn leik og geri það sem ég geri alltaf.“ Very pleased to have qualified for the 2021/22 @WilliamHill World Darts Championships. Really looking forward to it pic.twitter.com/Cxzhv35q14— Lisa Ashton (@LisaAshton180) October 24, 2021 Ashton, eða Lancashire-rósin eins og hún er kölluð, stefnir á að vinna sinn fyrsta leik á HM í kvöld. Og ef það gerist mætir hún Michael Smith í næstu umferð. „Ég kem inn í leikinn með það að markmiði að koma á óvart. En ég er líka reyndari því ég veit hvernig þetta er og hvernig spilamennska mín er. Mér líður nokkuð vel og vonast til að komast yfir hjallann að þessu sinni,“ sagði Ashton. Hin konan á HM, Fallon Sherrock, mætir til leiks á sunnudagskvöldið þegar hún mætir goðsögninni Steve Beaton sem er á sínu 31. heimsmeistaramóti. Sherrock sló eftirminnilega í gegn á HM 2020 þegar hún vann tvær viðureignir. Viðureign Ashtons og Meulenkamps hefst klukkan 21:00 í kvöld. Sýnt verður beint frá öllum átta viðureignum dagsins á Stöð 2 Sport 3. Pílukast Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn sem Ashton keppir á HM en hún bíður enn eftir sínum fyrsta sigri á stóra sviðinu. Hún tapaði fyrir Jan Dekker, 3-1, á HM 2019 og 3-2 fyrir Adam Hunt á HM í fyrra. Hin 51 árs Ashton mætir Ron Meulenkamp frá Hollandi í næstsíðustu viðureign dagsins og er klár í slaginn. „Þetta verður meira spennandi í ár því áhorfendur eru komnir aftur. Ég hlakka mikið til,“ sagði Ashton í samtali við Sky Sports. „Ég undirbý mig fyrir leikinn gegn Ron eins og hvern annan leik. Ég hef spilað við hann áður og veit hvernig hann spilar. Hann er frekar hægur. En það skiptir ekki máli, ég spila bara minn leik og geri það sem ég geri alltaf.“ Very pleased to have qualified for the 2021/22 @WilliamHill World Darts Championships. Really looking forward to it pic.twitter.com/Cxzhv35q14— Lisa Ashton (@LisaAshton180) October 24, 2021 Ashton, eða Lancashire-rósin eins og hún er kölluð, stefnir á að vinna sinn fyrsta leik á HM í kvöld. Og ef það gerist mætir hún Michael Smith í næstu umferð. „Ég kem inn í leikinn með það að markmiði að koma á óvart. En ég er líka reyndari því ég veit hvernig þetta er og hvernig spilamennska mín er. Mér líður nokkuð vel og vonast til að komast yfir hjallann að þessu sinni,“ sagði Ashton. Hin konan á HM, Fallon Sherrock, mætir til leiks á sunnudagskvöldið þegar hún mætir goðsögninni Steve Beaton sem er á sínu 31. heimsmeistaramóti. Sherrock sló eftirminnilega í gegn á HM 2020 þegar hún vann tvær viðureignir. Viðureign Ashtons og Meulenkamps hefst klukkan 21:00 í kvöld. Sýnt verður beint frá öllum átta viðureignum dagsins á Stöð 2 Sport 3.
Pílukast Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira