Jólamolar: Jólasveinunum afhent snuðin og þar með var grátið öll jólin Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa 19. desember 2021 09:00 Katrín Halldóra Sigurðardóttir segir að versta jólagjöfin hafi verið klósettbursti. Söngkonan Katrín Halldóra elskar jólin og gaf á dögunum út lagið Gleðileg jól. Þann 23. janúar verður hún með útgáfutónleika í Eldborgarsal Hörpu fyrir plötuna sína Katrín Halldora syngur lög Jóns Múla. „Tilvalin jólagjöf fyrir tónlistarunnandann og þá sem vilja koma og njóta þessarar yndislegu tónlistar með okkur þetta kvöld sem mun lýsa upp skammdegið í janúar! Fólk getur hlakkað mikið til, þetta verður yndislegt,“ segir söngkonan um tónleikana sína. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? Ég myndi skilgreina mig sem Elf. Ég elska jólin! Hver er þín uppáhalds jólaminning? Þegar foreldrar mínir fengu nokkra jólasveina til að banka uppá á aðfangadag, ég fimm ára kem til dyra og svakalega spennt að sjá jólaveinana. Þá rétta þau jólasveinunum skyndilega og fyrirvaralaust allar hundrað og eitthvað snuddurnar mínar í glærum plastpoka, segja svo: „Takk fyrir komuna jólasveinar,“ loka hurðinni, „bless bless!“ Og þar með var grátið öll jólin. Vil hlægjum mikið af þessu enn í dag í fjölskyldunni… Allskonar leiðir sem hægt er að fara í því að hætta með snuð… mæli samt ekkert sérstaklega með þessari! Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Apabangsi sem mig hafði langað svo lengi í sem maður gat sett hendina inn í og látið tala, hanga utan á sér og allskonar skemmtilegt. Ég hafði tekið svakalegt frekjukast í búðinni nokkrum vikum áður og ég man hvað ég skammaðist mín svo djúpt og innilega þegar ég opnaði pakkann og sá apann. Það er til frábær mynd frá þessu mómenti einhversstaðar í albúmi. En mikið var ég glöð að eignast þennan apa. Saga Sig Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? Vinafólk mitt gaf einu sinni klósettbursta í pakkaleik. Sem heldur reyndar áfram að gefa hlátursköstin þar sem við erum í „leynilegu“ stríði við þau í dag út af þessu, við komum honum alltaf einhvern vegin til baka til þeirra. Hann er að sendast aftur til baka á milli húsa allt árið um kring en það þarf að vera á mjög óvæntan hátt, ég hef fengið hann í pakkasendingu með póstinum, hann hefur verið afmælisgjöf á veitingastað og einu sinni faldi ég hann í blómaskreytingu og færði þeim blóm. Þau eiga leik… ég bíð bara spennt! Hver er uppáhalds jólahefðin þín? Að fara í kirkjugarðinn að leiðinu hjá ömmu Kötu og afa Þóri á aðfangadagsmorgun og hitta fjölskylduna. Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? Auðvitað nýja jólalagið mitt Gleðileg Jól, sem ég var að gefa út! En annars The Christmas Song Hver er þín uppáhalds jólamynd? Love Actually. Ég elska þessa mynd og horfi á hana fyrir hver jól! Hvað borðar þú á aðfangadag? Kalkún, sætar kartöflur, fyllingu, sósu og möndlugraut í eftirrétt. Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? Mig langar í mynd eftir Siggu Björgu Sigurðardóttur sem er algjörlega frábær. Ég elska nýjustu myndirnar hennar. Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? Hér áður fyrr var það að fara í messu hjá pabba sem var sóknarprestur í Norðfjarðarsókn en núna er það messan í útvarpinu sem við höfum á. Það er svo hátíðlegt og heilagt að heyra bjöllurnar hringja jólin inn og alla fallegu jolasálmana. Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? Ég var að gefa út lagið Gleðileg jól sem er búið að fá alveg frábærar viðtökur og það má hlusta á það á Spotify. Lagið er eftir Hjört Ingva Jóhannsson og textann gerði ég sjálf sem er mjög gaman að hafa spreytt mig á. Ég er mjög stollt af þessu lagi. Jól Jólamolar 2021 Jólasveinar Tengdar fréttir Jólalag dagsins: Magni og Heimir flytja Þegar jólin koma Í næstu viku eru jólin. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 18. desember 2021 19:00 Jólamolar: Man alltaf eftir því þegar hann fékk trönur í jólagjöf Bakarinn Jóhannes Felixson eða Jói Fel, hefur alltaf haft nóg að gera í desember. Árið í ár er engin undantekning þrátt fyrir að verkefnið sé af öðrum toga. En hann er á fullu að undirbúa opnun á nýjum veitingastað sínum, Felino, í listhúsinu í Laugardalnum. 18. desember 2021 09:01 Jólalag dagsins: Sigga Beinteins flytur Senn koma jólin Nú er aðeins vika til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 17. desember 2021 19:01 Mest lesið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Umstangið á aðfangadag í lágmarki Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Jól Jólaöndin hans Eyþórs Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
„Tilvalin jólagjöf fyrir tónlistarunnandann og þá sem vilja koma og njóta þessarar yndislegu tónlistar með okkur þetta kvöld sem mun lýsa upp skammdegið í janúar! Fólk getur hlakkað mikið til, þetta verður yndislegt,“ segir söngkonan um tónleikana sína. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? Ég myndi skilgreina mig sem Elf. Ég elska jólin! Hver er þín uppáhalds jólaminning? Þegar foreldrar mínir fengu nokkra jólasveina til að banka uppá á aðfangadag, ég fimm ára kem til dyra og svakalega spennt að sjá jólaveinana. Þá rétta þau jólasveinunum skyndilega og fyrirvaralaust allar hundrað og eitthvað snuddurnar mínar í glærum plastpoka, segja svo: „Takk fyrir komuna jólasveinar,“ loka hurðinni, „bless bless!“ Og þar með var grátið öll jólin. Vil hlægjum mikið af þessu enn í dag í fjölskyldunni… Allskonar leiðir sem hægt er að fara í því að hætta með snuð… mæli samt ekkert sérstaklega með þessari! Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Apabangsi sem mig hafði langað svo lengi í sem maður gat sett hendina inn í og látið tala, hanga utan á sér og allskonar skemmtilegt. Ég hafði tekið svakalegt frekjukast í búðinni nokkrum vikum áður og ég man hvað ég skammaðist mín svo djúpt og innilega þegar ég opnaði pakkann og sá apann. Það er til frábær mynd frá þessu mómenti einhversstaðar í albúmi. En mikið var ég glöð að eignast þennan apa. Saga Sig Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? Vinafólk mitt gaf einu sinni klósettbursta í pakkaleik. Sem heldur reyndar áfram að gefa hlátursköstin þar sem við erum í „leynilegu“ stríði við þau í dag út af þessu, við komum honum alltaf einhvern vegin til baka til þeirra. Hann er að sendast aftur til baka á milli húsa allt árið um kring en það þarf að vera á mjög óvæntan hátt, ég hef fengið hann í pakkasendingu með póstinum, hann hefur verið afmælisgjöf á veitingastað og einu sinni faldi ég hann í blómaskreytingu og færði þeim blóm. Þau eiga leik… ég bíð bara spennt! Hver er uppáhalds jólahefðin þín? Að fara í kirkjugarðinn að leiðinu hjá ömmu Kötu og afa Þóri á aðfangadagsmorgun og hitta fjölskylduna. Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? Auðvitað nýja jólalagið mitt Gleðileg Jól, sem ég var að gefa út! En annars The Christmas Song Hver er þín uppáhalds jólamynd? Love Actually. Ég elska þessa mynd og horfi á hana fyrir hver jól! Hvað borðar þú á aðfangadag? Kalkún, sætar kartöflur, fyllingu, sósu og möndlugraut í eftirrétt. Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? Mig langar í mynd eftir Siggu Björgu Sigurðardóttur sem er algjörlega frábær. Ég elska nýjustu myndirnar hennar. Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? Hér áður fyrr var það að fara í messu hjá pabba sem var sóknarprestur í Norðfjarðarsókn en núna er það messan í útvarpinu sem við höfum á. Það er svo hátíðlegt og heilagt að heyra bjöllurnar hringja jólin inn og alla fallegu jolasálmana. Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? Ég var að gefa út lagið Gleðileg jól sem er búið að fá alveg frábærar viðtökur og það má hlusta á það á Spotify. Lagið er eftir Hjört Ingva Jóhannsson og textann gerði ég sjálf sem er mjög gaman að hafa spreytt mig á. Ég er mjög stollt af þessu lagi.
Jól Jólamolar 2021 Jólasveinar Tengdar fréttir Jólalag dagsins: Magni og Heimir flytja Þegar jólin koma Í næstu viku eru jólin. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 18. desember 2021 19:00 Jólamolar: Man alltaf eftir því þegar hann fékk trönur í jólagjöf Bakarinn Jóhannes Felixson eða Jói Fel, hefur alltaf haft nóg að gera í desember. Árið í ár er engin undantekning þrátt fyrir að verkefnið sé af öðrum toga. En hann er á fullu að undirbúa opnun á nýjum veitingastað sínum, Felino, í listhúsinu í Laugardalnum. 18. desember 2021 09:01 Jólalag dagsins: Sigga Beinteins flytur Senn koma jólin Nú er aðeins vika til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 17. desember 2021 19:01 Mest lesið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Umstangið á aðfangadag í lágmarki Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Jól Jólaöndin hans Eyþórs Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólalag dagsins: Magni og Heimir flytja Þegar jólin koma Í næstu viku eru jólin. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 18. desember 2021 19:00
Jólamolar: Man alltaf eftir því þegar hann fékk trönur í jólagjöf Bakarinn Jóhannes Felixson eða Jói Fel, hefur alltaf haft nóg að gera í desember. Árið í ár er engin undantekning þrátt fyrir að verkefnið sé af öðrum toga. En hann er á fullu að undirbúa opnun á nýjum veitingastað sínum, Felino, í listhúsinu í Laugardalnum. 18. desember 2021 09:01
Jólalag dagsins: Sigga Beinteins flytur Senn koma jólin Nú er aðeins vika til jóla. Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 17. desember 2021 19:01