Viðskiptafréttir ársins 2021: Fasteignafár, sniðganga Play og dauðadómur Vefjunnar Eiður Þór Árnason skrifar 20. desember 2021 08:00 Það gekk mikið á í viðskiptalífinu á árinu sem líður nú senn undir lok. Annað árið í röð setti kórónuveirufaraldurinn svip sinn á viðskiptalífið á Íslandi þrátt fyrir vonir um að víðtæk bólusetning ætti eftir að frelsa þjóðina undan oki farsóttarinnar. Óhætt er að segja að 2021 hafi verið árið sem fyrirtæki og einstaklingar reyndu að lifa með veirunni, með misgóðum árangri, og tókst sumum atvinnugreinum að færa sig nær einhverju sem gæti kallast eðlilegt horf. Endurreisn ferðaþjónustunnar hófst fyrir alvöru eftir gífurlegt áfall í fyrra en þó er enn langt í að atvinnugreinin nái fyrri styrk sínum. Flugfélagið Play hóf sig til flugs í júní eftir að hafa reynt að bíða af sér faraldurinn og fjölgaði flugferðum og áfangastöðum eftir því sem leið á árið. Ljóst er að tilkoma lággjaldaflugfélagsins hefur mikla þýðingu fyrir íslenska ferðaþjónustu og vonast margir eftir að því takist að fylla í það skarð sem WOW air skildi eftir árið 2019. Miklar hækkanir á hlutabréfamörkuðum einkenndu meðal annars árið og tölvuárásir urðu sífellt stærri ógn við rekstur fyrirtækja. Framboðsskortur á hinum ýmsu vörum og aukin verðbólga setti mark sitt á líf fólks og fyrirtækja á meðan efnahagskerfi og flóknar aðfangakeðjur glímdu við að koma framleiðslu í eðlilegt horf og bregðast við breytingum á neyslumynstri. Víða var barist um litlar og meðalstórar íbúðir sem fóru í sölu.Vísir/Vilhelm Ár fasteignasala Íslendingar voru ekki lausir við verðbólgudrauginn sem var hér ekki síst drifinn áfram af miklum hækkunum á húsnæðismarkaði. Verð og eftirspurn leitaði upp á við í kjölfar vaxtalækkana í fyrra og hélt sú þróun áfram á þessu ári. Samhliða þessu sást mikill samdráttur í framboði á eignum á Suðvesturhorninu sem ýtti undir örvæntingu líklegra kaupenda. Birtist það meðal annars í sífellt styttri meðalsölutíma íbúða sem seljast nú oftar en ekki yfir ásettu verði. Inn í þetta blönduðust svo deilur um það hvort sveitarfélög væru að gera nóg til að svara eftirspurn eftir nýbyggingum og áhyggjur af hærri greiðslubyrði húsnæðislána þegar Seðlabankinn byrjaði að hækka stýrivexti á ný. Einnig voru stór viðskipti á borð við sölu ríkisins á 35 prósenta hlut sínum í Íslandsbanka og sala Símans á Mílu áberandi í fjölmiðlaumfjöllun og þjóðfélagsumræðu á árinu sem er að líða. Í þessari stuttu yfirferð verður þó ekki reynt að taka saman stærstu eða mikilvægustu viðskiptafréttirnar frá liðnu ári heldur ræður áhugi lesenda hér för. Listanum er því ætlað að gefa góða mynd af því hvað lesendum Vísis þótti áhugaverðast og eftirtektarverðast í heimi viðskiptanna. Litlu lóðaframboði um að kenna Fasteignamarkaðurinn hefur verið á miklu flugi á árinu líkt og áður segir, eftirspurn mikil og áhugi fólk á hinum ýmsu vendingum í hæstu hæðum. Það er því engin furða að vinsælasta viðskiptafrétt ársins varði þróunina á húsnæðisverði. Í byrjun ágúst hafði verð hækkað um tíu prósent seinasta hálfa árið og um sextán prósent á síðustu tólf mánuðum. Vísir ræddi þá við Pál Pálsson fasteignasala sem sagði alla fasteignasala á Íslandi upplifa skort á framboði fasteigna og dæmi um að tuttugu til þrjátíu manns mæti á opið hús. Páll sagði lítið framboð nýbygginga og lóða frekar en lága vexti vera aðalástæðu hækkandi fasteignaverðs sem væri ekki lengur í takt við launaþróun. „Menn hafa verið að rífast um þetta, bæði Samtök iðnaðarins, seðlabankastjóri og Reykjavíkurborg. Vegna þess að seðlabankastjóri og Samtök iðnaðarins hafa verið að benda á það að sveitarfélögin séu ekki að standa sig nógu vel í framboði. Þeir eru ekki með nógu mikið af vörum á markaði. Ekki nógu mikið af eignum,“ sagði Páll. Sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg hafa frekar kennt vaxtalækkunum um og borgarstjórn sagt að síðustu ár hafi verið metár í uppbyggingu. Spöruðu lítið á því að bóka sér flug með lággjaldaflugfélaginu Jómfrúarflug Play fór í loftið í júní og sýndu ferðaglaðir Íslendingar flugfélaginu strax mikinn áhuga. Erfitt getur reynst að koma eins flóknum rekstri á koppinn án þess að lenda í hnökrum sem valda óánægju viðskiptavina. Slíkt mál kom upp í júlí þegar þjóðþekkti leikstjórinn og handritsöfundurinn Ragnar Bragason lýsti því yfir að hann ætlaði að sniðganga flugfélagið. Ástæðan var sú að ungum sonum hans hafði verið meinað að fara um borð í vél Play til Kaupmannahafnar. Að sögn Play var um mannleg mistök að ræða. Hrakfarirnar byrjuðu þegar drengirnir áttuðu sig á því að vegabréfin þeirra höfðu runnið út fyrr í vikunni. Eftir umleitan bræðranna fengust þær upplýsingar hjá lögreglu að nóg væri að vera með gild persónuskilríki í ferðum innan Schengen-svæðisins og því ætti ökuskírteini að duga til að þeim yrði hleypt um borð í vélina til Danmerkur. Þegar þeir mættu í innritun á Keflavíkurflugvelli hafnaði starfsfólk Play því alfarið að nóg væri að framvísa ökuskírteini og vísað til reglna flugfélagsins, að sögn Ragnars. Enduðu bræðurnir á því að punga út á annað hundrað þúsund krónum fyrir sæti um borð í næstu flugvél Icelandair til Danmerkur. Play baðst síðar afsökunar á mistökunum. Veðjaði á veðlán Það vakti athygli í janúar þegar fregnir bárust af því að Kristján Markús Sívarsson væri byrjaður með veðlánastarfsemi ásamt Birtu Lind Hallgrímsdóttur, kærustu sinni. Kristján á langan brotaferil að baki en sagði í samtali við Vísi að allir ættu skilið annað tækifæri. Um væri að ræða hugmynd sem hann hafi gengið með í maganum í nokkurn tíma en ekki verið í standi til að framkvæma fyrr en núna. Veðlánastarfsemi gengur út á að viðskiptavinir láti af hendi verðmæti og ýmist selji þau eða noti sem veð upp í lán. „Ég hef alltaf verið frekar úrræðagóður. Nú er búið að banna öll okurlán á Íslandi og tæknilega séð ætti þetta að vera ólöglegt. En ég er búinn að finna leið til að gera þetta löglega,“ sagði Kristján. Aðspurður hvort það væri ekki viðbúið að þjófar myndu reyna að nýta sér starfsemina til að koma þýfi í verð sagðist hann hafa hugsað fyrir því. „Þegar fólk kemur með hluti til mín tek ég niður nafn og kennitölu. Ég læt það skrifa undir hvaða hlut það kemur með. Ef það kemur í ljós að þetta er þýfi mun það þurfa að taka ábyrgð á því. Allt svoleiðis verður tilkynnt til lögreglu.“ Lítið hefur heyrst af starfsemi Pawnshop undanfarnar vikur og liggur heimasíðan niðri. Umrót á einum vinsælasta veitingastað borgarinnar Breytingar eru óhjákvæmilegar í heimi viðskiptanna og eiga stjórnenda- og eigendaskipti sér oft stað við misgóðar viðtökur starfsfólks. Stundum fer allt á versta veg og gæti atburðarásin á veitingastaðnum Snaps við Óðinstorg eflaust reynst sérfræðingum í mannauðsmálum og vinnustaðamenningu verðugt rannsóknarefni. Í október greindi Vísir frá því að nær allt starfslið staðarins hafi sagt starfi sínu lausu vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra. Í lok september sendu alls átta þjónar, vaktstjórar, barþjónar og kokkar inn uppsagnarbréf og hættu um næstu mánaðamót. Laugardaginn 9. október gengu svo þrír þjónar út á miðri vakt og sneru ekki aftur til starfa. Eftir stóðu alls þrír starfsmenn umrætt laugardagskvöld sem reyndu að þjónusta gesti af veikum mætti en þeirra á meðal var rekstrarstjórinn sjálfur Þórir Helgi Bergsson og starfsmaður sem hafði byrjað sama dag. Undirmönnunin fór ekki fram hjá gestum veitingahússins og gripu tveir vinir rekstrarstjórans sem voru mættir í mat til þess ráðs að létta undir með starfsfólkinu. Þórir sagði síðar í samtali við fréttastofu að hann hafi aldrei lent í öðru eins í öllum sínum veitingarekstri. Bað hann viðskiptavini afsökunar á þessari uppákomu en sagði að það starfsfólk sem eftir stæði hafi gert sitt besta við erfiðar aðstæður. Gulur, rauður, lakkrís og Via Babuino Getur fólk slegið eign sinni á liti? Segja má að það sé kjarninn í deilum Rutar Káradóttur og Slippfélagsins. Vísir greindi frá því í mars að innanhúshönnuðurinn hafi sakað hönnuð Slippfélagsins um að hafa tekið litakort sitt ófrjálsri hendi og gert að sínu eigin. Rut sagði þetta til marks um það að höfundarverk væru ekki metin að verðleikum á Íslandi en forsvarsmaður Slippfélagsins og hönnuður kortsins hafna ásökununum. Litakortin sem um ræðir er kortið Roma sem Rut hannaði fyrir verslunina Sérefni árið 2019 og Ilmur sem var hannað af Sæbjörgu Guðjónsdóttur og gefið út í janúar síðastliðnum. Litapallettan Roma samanstendur af sex jarðlitum og sagði Rut greinilegt að finna megi fjóra þeirra í litakortinu Ilmi og eilítið ljósari útgáfu af einum lit til viðbótar. Sæbjörg og Slippfélagið gáfu lítið fyrir þessar ásakanir og sögðu jarðliti alltaf vera svipaða. „Það er enginn af þeim eins en það eru einhverjir svipaðir og það er bara eðlilegt því þetta eru jarðlitir og þeir eru í tísku,“ sagði Baldvin Valdimarsson, framkvæmdastjóri Málningar sem rekur Slippfélagið. Þá bætti hann við að mjög svipaða liti mætti finna í litakorti Slippfélagsins frá árinu 2004. Hann ætli Rut þó ekki að hafa skoðað það áður en hún útbjó Roma um fimmtán árum síðar. Lögðu allt undir Annað árið rataði Björn Leifsson og World Class í mest lesnu viðskiptafréttir ársins en í þetta skiptið var það ekki vegna þess að hann var hundfúll með sóttvarnatakmarkanir sem hömluðu starfsemi fyrirtækisins. Í helgarviðtali Atvinnulífsins ræddu hann og Hafdís Jónsdóttir, hinn eigandi líkamsræktarveldisins og eiginkona Björns, meðal annars hvernig var að vera á milli tannanna á fólki eftir fjármálahrunið og sögu World Class sem er samtvinnuð fjölskyldusögunni. Einnig greindi dóttirin Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, frá því þegar hún óttaðist að fjölskyldan myndi flytja í fellihýsi eftir að hjónin lögðu allt undir til að reisa eina stærstu líkamsræktarstöð Evrópu í Laugardalnum. „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ sagði Björn um það þegar hann og Hafdís tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Segir Ingó Veðurguð hafa hreinsað sig út úr fyrirtækinu Fljótlega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á af öllum mætti í lok febrúar á seinasta ári var sótthreinsun og hreinlæti á allra vörum. Athafnamenn sáu sér þar leik á borði og í byrjun þessa árs var tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, kominn í kaf á innflutning á sótthreinsivörum frá X-Mist. X-Mist komst aftur í fréttir um þremur mánuðum síðar þegar Vísir greindi frá því að Jónas Eiríkur Nordquist hafi stefnt Ingó, Davíð Þór Rúnarssyni og Sævari Eyvinds Helgasyni fyrir að hafa haft af sér innflutninginn með bolabrögðum. Krafðist Jónas að þremenningarnir myndu greiða honum skaða- og miskabætur eftir að þeir færðu viðskiptasambönd frá X-mist ehf. til X-mist Scandinavia ehf. án samráðs við hann og tekið yfir heimasíðuna Xmist.is. Í stefnunni kemur fram að Jónas hafi ætlað að hefja innflutning á umræddum sótthreinsivörum frá Bretlandi árið 2020 og komið á viðskiptasambandi við skoska félagið X-Mist. Síðar kaupa Ingólfur, Davíð Þór og Sævar hlut í fyrirtæki Jónasar en eftir deilur stofnuðu þremenningarnir nýtt fyrirtæki og sömdu beint við framleiðandann án aðkomu Jónasar. Ingólfur sagði í samtali við Vísi í apríl að lýsing Jónasar væri þvættingur og langt í frá sannleikanum samkvæm. Í raun hafi Jónas ekki haft fjárhagslega burði til að vera með í rekstrinum og selt sig út úr honum. Umvafin hatri eftir stuðningsyfirlýsingu Umræða um kynferðisafbrotamál var áberandi á árinu sem er senn að líða og hafði hún ekki síður áhrif í viðskiptalífinu. Mál Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns var eitt af stærstu málum ársins og komst það í hámæli í maí þegar greint var frá því að tvær konur hafi kært Sölva fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Mikill hiti var í umræðunni um málið á samfélagsmiðlum og virkaði það líkt og olía á eld þegar Reynir Bergmann, annar eigandi veitingastaðarins Vefjunnar, tók upp hanskann fyrir Sölva og sagðist vera með honum í liði. Nokkrum dögum síðar steig Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir, barnsmóðir Reynis og eigandi Vefjunnar, fram í færslu á Instagram og sagði að fólk væri búið að dauðadæma fyrirtæki þeirra vegna ummælanna. Hún væri sár og reið út í fólk sem hafi logið upp á veitingastaðinn sem þau hafi lagt mikla vinnu í að byggja upp frá grunni. „Í þessu þjóðfélagi er gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar á heimasíðum okkar og í persónulegum skilaboðum og eigum við þetta bara alls ekki skilið!! Þetta er bara ALLTOF langt gengið og bið ég ykkur vinsamlegast um að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið farið að bulla um slíkt,“ skrifaði Sólveig meðal annars. Bónus kynnti nýjan grís Flest fólk er vanafast að eðlisfari og geta breytingar á rótgrónum vörumerkjum oft valdið nokkru fjaðrafoki meðal fastakúnna. Á því var engin undantekning þegar Bónus, stærsta verslunarkeðja landsins, uppfærði útlit hins víðfræga Bónussgríss og breytti leturgerðinni sem notuð er í vörumerki fyrirtækisins. Breytingarnar voru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma margra Bónussverslana en nýi grísinn virtist þó vekja mesta athygli landsmanna. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, sagði í samtali við Vísi í nóvember að um tímabærar breytingar væri að ræða en þær væru þó fremur hófsamar. „Það er verið að trimma hann aðeins til. Þetta er nú ekki mikil breyting. Það voru tekin tvö eða þrjú strik sem manni fannst alltaf að hafi gleymst að stroka út þegar hann var hannaður í upphafi,“ sagði Guðmundur, og vísaði þar í strik á baki gríssins og ofan á nefinu. „Þetta var sú breyting sem ég samþykkti og fannst næst hinum upprunalega. Það var ákveðið að fara í vinnu með að auðvelda framhaldið í auglýsingum. Þannig höfum verið að laga helling í auglýsingaefninu til að koma því á stafrænt form.“ Netverjar voru ekki á eitt sáttir með breytinguna og sökuðu sumir verslunarkeðjuna um að eyðileggja klassískt myndmerki sem hafði skapað sér sess í þjóðarsálinni. Er ekki í lagi með fólk eða? Skilja íslendingar gjörsamlega ekkert? Af hverju fær *ekkert* að vera í friði á þessu landi? Hver er tilgangurinn/markmiðið? Taka núansinn, söguna og húmorinn burt, svo bara tóm, generísk skel sitji eftir? pic.twitter.com/xQ87bbNWcK— Ꙭ (@siggioddss) November 11, 2021 Hvaða sick joke er þetta? Þú tekur ekki eitt mest iconic svín allra tíma og fokkar í því? Hvar er lata augað? Hvaða persónuleikalausi impostor er þetta? Þetta er milljón sinnum meira offensive en swole Klói. pic.twitter.com/ne8Uvw5qOx— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 11, 2021 Hér fyrir neðan má svo sjá fleiri viðskiptafréttir sem vöktu athygli lesenda á árinu 2021. Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Höndum í höfn í Þorlákshöfn lokað: „Velgengnin varð okkur að falli“ Veitingastaðnum Hendur í höfn við Selvogsbraut í Þorlákshöfn hefur verið lokað. Eigendur staðarins segja rekstrarumhverfið í faraldrinum hafa verið mjög erfitt og þau hafi nú ákveðið að láta staðar numið. „Nú er svo komið að ég get bara ekki meir,“ segir Dagný Magnúsdóttir, annar eigandi staðarins, í samtali við Vísi. 14. október 2021 09:01 Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Ekki enn náð sér á strik eftir að Costco notaði klósettpappírinn sem beitu Koma Costco til Íslands hefur haft veigamikil áhrif á eina framleiðanda salernispappírs á Íslandi. Nú rúmum fjórum árum eftir að tólf þúsund fermetra vöruhúsið opnaði í Kauptúni hefur pappírssala Papco ekki enn náð sér á strik og velta alls dregist saman um 45 prósent. 23. september 2021 08:00 Selur allar vörur á 100 krónur og hefur ekki þurft að sækja í reynslubanka pabba síns „Þú sérð ekki oft þetta verð, hundrað krónur fyrir allt. Og það er búið að vera mjög mikið að gera,“ segir Stefán Franz Jónsson, stofnandi verslunarinnar 100kr.is í samtali við Vísi. Verslunin ber nafn með rentu – allar vörur sem þar eru til sölu kosta 100 krónur. 4. mars 2021 12:02 Hvetur fólk til að fórna bílnum sínum í þágu ferðaþjónustunnar Örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli síðustu daga og greinilegt að aukið líf er nú að færast í ferðaþjónustuna. Nú er svo komið að bílaleigur eiga í stökustu vandræðum með að anna eftirspurn en að sögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru bílaleigubílar nánast uppseldir á Íslandi út ágústmánuð. 13. júlí 2021 06:00 Iðnaðarmenn lögðu milljónamæring í deilu um innréttingar á Fjölnisvegi Athafnamanninum Ingólfi Abrahim Shain, eiganda bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, hefur verið gert að greiða trésmíðaverkstæðinu Sérsmíði tæplega 700 þúsund krónur í kjölfar ágreinings um innréttingar á heimili hans við Fjölnisveg 11 í Reykjavík. 2. apríl 2021 08:01 Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ 26. mars 2021 08:00 „Yfirleitt gert ráð fyrir því að karlmaður standi á bak við þetta“ „Draumurinn er alltaf sá að stækka og gera meira. Pabbi minn, sem var svo mikil fyrirmynd fyrir mig í viðskiptum, sagði mér að svo lengi sem maður er að sprikla þá er maður að gera eitthvað rétt,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir í viðtali við Vísi. 27. apríl 2021 06:00 „Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. 28. mars 2021 08:00 Björn Ingi dæmdur til að greiða áttatíu milljónir króna Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem í seinni tíð hefur verið kenndur við Viljann, hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. 14. maí 2021 14:12 Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06 Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00 Nýr banki fer í beina samkeppni við stóru viðskiptabankana Nýr banki er við það að hefja starfsemi á Íslandi og ætlar sér í beina samkeppni við stóru banka landsins um viðskiptavini. Hann verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi, mun ekki halda úti einu einasta útibúi en telur sig munu breyta íslenskum bankamarkaði til framtíðar. 20. júní 2021 07:00 Birgitta Líf endurreisir B5 Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, hefur tekið við lyklunum að Bankastræti 5, þar sem hún er að opna nýjan skemmtistað þegar veiran leyfir. Um er að ræða endurreistan B5, en sá skemmtistaður lagði upp laupana á síðasta ári í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. 3. maí 2021 21:12 Breyttu staðnum „úr helvíti í paradís“ Rekstraraðilar veitingastaðarins Ali Baba hafa opnað nýjan stað í húsnæðinu við Austurstræti 12 í Reykjavík, húsnæði sem á sér nokkra forsögu. Nýi staðurinn var opnaður í gær en áður var veitingastaðurinn vinsæli til húsa við Veltusund 5 við Ingólfstorg en var því útibúi lokað í byrjun árs 2019. Leituðu eigendur þá að nýrri staðsetningu í miðborginni. 6. febrúar 2021 22:32 Jói Fel opnar nýjan stað: „Seinni helmingurinn er byrjaður í mínu lífi“ Jóhannes Felixson, bakari, hefur boðað endurkomu sína með nýjum veitingastað í Laugardal. Meira en ár er liðið síðan Jóhannes sagði skilið við veitingageirann, en greinilega ekki fyrir fullt og allt. 29. nóvember 2021 16:46 „Núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits“ Særúnu Ósk Pálmadóttur hefur verið sagt upp störfum sem samskiptastjóri Haga en staða hennar hjá verslunarfyrirtækinu hefur verið lögð niður. Særún er um leið fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga en fyrir hennar tíð hafði enginn gegnt þeirri stöðu hjá smásölurisanum. 6. janúar 2021 11:31 Lét heimsfaraldur ekki á sig fá og lætur drauminn rætast eftir grænt ljós frá konunni Síðar í mánuðinum bætist við nýr staður í veitingaflóru Reykjavíkur þegar skyndibitastaðurinn 2Guys opnar á Klapparstíg. Einn eigenda segir langþráðan draum nú loks verða að veruleika og að hann sé bjartsýnn á gengi staðarins þó sumir hafi veigrað sér við að hefja veitingarekstur í miðjum heimsfaraldri. 5. mars 2021 09:01 Meira um sýndarneyslu á Íslandi og mikið um að fólk eigi sömu hlutina Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Háskóla Íslands, segir að auglýsingar séu stöðugt að reyna að telja okkur trú um að við getum fyllt í andleg göt með kaupum á vörum og þjónustu. 12. febrúar 2021 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Óhætt er að segja að 2021 hafi verið árið sem fyrirtæki og einstaklingar reyndu að lifa með veirunni, með misgóðum árangri, og tókst sumum atvinnugreinum að færa sig nær einhverju sem gæti kallast eðlilegt horf. Endurreisn ferðaþjónustunnar hófst fyrir alvöru eftir gífurlegt áfall í fyrra en þó er enn langt í að atvinnugreinin nái fyrri styrk sínum. Flugfélagið Play hóf sig til flugs í júní eftir að hafa reynt að bíða af sér faraldurinn og fjölgaði flugferðum og áfangastöðum eftir því sem leið á árið. Ljóst er að tilkoma lággjaldaflugfélagsins hefur mikla þýðingu fyrir íslenska ferðaþjónustu og vonast margir eftir að því takist að fylla í það skarð sem WOW air skildi eftir árið 2019. Miklar hækkanir á hlutabréfamörkuðum einkenndu meðal annars árið og tölvuárásir urðu sífellt stærri ógn við rekstur fyrirtækja. Framboðsskortur á hinum ýmsu vörum og aukin verðbólga setti mark sitt á líf fólks og fyrirtækja á meðan efnahagskerfi og flóknar aðfangakeðjur glímdu við að koma framleiðslu í eðlilegt horf og bregðast við breytingum á neyslumynstri. Víða var barist um litlar og meðalstórar íbúðir sem fóru í sölu.Vísir/Vilhelm Ár fasteignasala Íslendingar voru ekki lausir við verðbólgudrauginn sem var hér ekki síst drifinn áfram af miklum hækkunum á húsnæðismarkaði. Verð og eftirspurn leitaði upp á við í kjölfar vaxtalækkana í fyrra og hélt sú þróun áfram á þessu ári. Samhliða þessu sást mikill samdráttur í framboði á eignum á Suðvesturhorninu sem ýtti undir örvæntingu líklegra kaupenda. Birtist það meðal annars í sífellt styttri meðalsölutíma íbúða sem seljast nú oftar en ekki yfir ásettu verði. Inn í þetta blönduðust svo deilur um það hvort sveitarfélög væru að gera nóg til að svara eftirspurn eftir nýbyggingum og áhyggjur af hærri greiðslubyrði húsnæðislána þegar Seðlabankinn byrjaði að hækka stýrivexti á ný. Einnig voru stór viðskipti á borð við sölu ríkisins á 35 prósenta hlut sínum í Íslandsbanka og sala Símans á Mílu áberandi í fjölmiðlaumfjöllun og þjóðfélagsumræðu á árinu sem er að líða. Í þessari stuttu yfirferð verður þó ekki reynt að taka saman stærstu eða mikilvægustu viðskiptafréttirnar frá liðnu ári heldur ræður áhugi lesenda hér för. Listanum er því ætlað að gefa góða mynd af því hvað lesendum Vísis þótti áhugaverðast og eftirtektarverðast í heimi viðskiptanna. Litlu lóðaframboði um að kenna Fasteignamarkaðurinn hefur verið á miklu flugi á árinu líkt og áður segir, eftirspurn mikil og áhugi fólk á hinum ýmsu vendingum í hæstu hæðum. Það er því engin furða að vinsælasta viðskiptafrétt ársins varði þróunina á húsnæðisverði. Í byrjun ágúst hafði verð hækkað um tíu prósent seinasta hálfa árið og um sextán prósent á síðustu tólf mánuðum. Vísir ræddi þá við Pál Pálsson fasteignasala sem sagði alla fasteignasala á Íslandi upplifa skort á framboði fasteigna og dæmi um að tuttugu til þrjátíu manns mæti á opið hús. Páll sagði lítið framboð nýbygginga og lóða frekar en lága vexti vera aðalástæðu hækkandi fasteignaverðs sem væri ekki lengur í takt við launaþróun. „Menn hafa verið að rífast um þetta, bæði Samtök iðnaðarins, seðlabankastjóri og Reykjavíkurborg. Vegna þess að seðlabankastjóri og Samtök iðnaðarins hafa verið að benda á það að sveitarfélögin séu ekki að standa sig nógu vel í framboði. Þeir eru ekki með nógu mikið af vörum á markaði. Ekki nógu mikið af eignum,“ sagði Páll. Sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg hafa frekar kennt vaxtalækkunum um og borgarstjórn sagt að síðustu ár hafi verið metár í uppbyggingu. Spöruðu lítið á því að bóka sér flug með lággjaldaflugfélaginu Jómfrúarflug Play fór í loftið í júní og sýndu ferðaglaðir Íslendingar flugfélaginu strax mikinn áhuga. Erfitt getur reynst að koma eins flóknum rekstri á koppinn án þess að lenda í hnökrum sem valda óánægju viðskiptavina. Slíkt mál kom upp í júlí þegar þjóðþekkti leikstjórinn og handritsöfundurinn Ragnar Bragason lýsti því yfir að hann ætlaði að sniðganga flugfélagið. Ástæðan var sú að ungum sonum hans hafði verið meinað að fara um borð í vél Play til Kaupmannahafnar. Að sögn Play var um mannleg mistök að ræða. Hrakfarirnar byrjuðu þegar drengirnir áttuðu sig á því að vegabréfin þeirra höfðu runnið út fyrr í vikunni. Eftir umleitan bræðranna fengust þær upplýsingar hjá lögreglu að nóg væri að vera með gild persónuskilríki í ferðum innan Schengen-svæðisins og því ætti ökuskírteini að duga til að þeim yrði hleypt um borð í vélina til Danmerkur. Þegar þeir mættu í innritun á Keflavíkurflugvelli hafnaði starfsfólk Play því alfarið að nóg væri að framvísa ökuskírteini og vísað til reglna flugfélagsins, að sögn Ragnars. Enduðu bræðurnir á því að punga út á annað hundrað þúsund krónum fyrir sæti um borð í næstu flugvél Icelandair til Danmerkur. Play baðst síðar afsökunar á mistökunum. Veðjaði á veðlán Það vakti athygli í janúar þegar fregnir bárust af því að Kristján Markús Sívarsson væri byrjaður með veðlánastarfsemi ásamt Birtu Lind Hallgrímsdóttur, kærustu sinni. Kristján á langan brotaferil að baki en sagði í samtali við Vísi að allir ættu skilið annað tækifæri. Um væri að ræða hugmynd sem hann hafi gengið með í maganum í nokkurn tíma en ekki verið í standi til að framkvæma fyrr en núna. Veðlánastarfsemi gengur út á að viðskiptavinir láti af hendi verðmæti og ýmist selji þau eða noti sem veð upp í lán. „Ég hef alltaf verið frekar úrræðagóður. Nú er búið að banna öll okurlán á Íslandi og tæknilega séð ætti þetta að vera ólöglegt. En ég er búinn að finna leið til að gera þetta löglega,“ sagði Kristján. Aðspurður hvort það væri ekki viðbúið að þjófar myndu reyna að nýta sér starfsemina til að koma þýfi í verð sagðist hann hafa hugsað fyrir því. „Þegar fólk kemur með hluti til mín tek ég niður nafn og kennitölu. Ég læt það skrifa undir hvaða hlut það kemur með. Ef það kemur í ljós að þetta er þýfi mun það þurfa að taka ábyrgð á því. Allt svoleiðis verður tilkynnt til lögreglu.“ Lítið hefur heyrst af starfsemi Pawnshop undanfarnar vikur og liggur heimasíðan niðri. Umrót á einum vinsælasta veitingastað borgarinnar Breytingar eru óhjákvæmilegar í heimi viðskiptanna og eiga stjórnenda- og eigendaskipti sér oft stað við misgóðar viðtökur starfsfólks. Stundum fer allt á versta veg og gæti atburðarásin á veitingastaðnum Snaps við Óðinstorg eflaust reynst sérfræðingum í mannauðsmálum og vinnustaðamenningu verðugt rannsóknarefni. Í október greindi Vísir frá því að nær allt starfslið staðarins hafi sagt starfi sínu lausu vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra. Í lok september sendu alls átta þjónar, vaktstjórar, barþjónar og kokkar inn uppsagnarbréf og hættu um næstu mánaðamót. Laugardaginn 9. október gengu svo þrír þjónar út á miðri vakt og sneru ekki aftur til starfa. Eftir stóðu alls þrír starfsmenn umrætt laugardagskvöld sem reyndu að þjónusta gesti af veikum mætti en þeirra á meðal var rekstrarstjórinn sjálfur Þórir Helgi Bergsson og starfsmaður sem hafði byrjað sama dag. Undirmönnunin fór ekki fram hjá gestum veitingahússins og gripu tveir vinir rekstrarstjórans sem voru mættir í mat til þess ráðs að létta undir með starfsfólkinu. Þórir sagði síðar í samtali við fréttastofu að hann hafi aldrei lent í öðru eins í öllum sínum veitingarekstri. Bað hann viðskiptavini afsökunar á þessari uppákomu en sagði að það starfsfólk sem eftir stæði hafi gert sitt besta við erfiðar aðstæður. Gulur, rauður, lakkrís og Via Babuino Getur fólk slegið eign sinni á liti? Segja má að það sé kjarninn í deilum Rutar Káradóttur og Slippfélagsins. Vísir greindi frá því í mars að innanhúshönnuðurinn hafi sakað hönnuð Slippfélagsins um að hafa tekið litakort sitt ófrjálsri hendi og gert að sínu eigin. Rut sagði þetta til marks um það að höfundarverk væru ekki metin að verðleikum á Íslandi en forsvarsmaður Slippfélagsins og hönnuður kortsins hafna ásökununum. Litakortin sem um ræðir er kortið Roma sem Rut hannaði fyrir verslunina Sérefni árið 2019 og Ilmur sem var hannað af Sæbjörgu Guðjónsdóttur og gefið út í janúar síðastliðnum. Litapallettan Roma samanstendur af sex jarðlitum og sagði Rut greinilegt að finna megi fjóra þeirra í litakortinu Ilmi og eilítið ljósari útgáfu af einum lit til viðbótar. Sæbjörg og Slippfélagið gáfu lítið fyrir þessar ásakanir og sögðu jarðliti alltaf vera svipaða. „Það er enginn af þeim eins en það eru einhverjir svipaðir og það er bara eðlilegt því þetta eru jarðlitir og þeir eru í tísku,“ sagði Baldvin Valdimarsson, framkvæmdastjóri Málningar sem rekur Slippfélagið. Þá bætti hann við að mjög svipaða liti mætti finna í litakorti Slippfélagsins frá árinu 2004. Hann ætli Rut þó ekki að hafa skoðað það áður en hún útbjó Roma um fimmtán árum síðar. Lögðu allt undir Annað árið rataði Björn Leifsson og World Class í mest lesnu viðskiptafréttir ársins en í þetta skiptið var það ekki vegna þess að hann var hundfúll með sóttvarnatakmarkanir sem hömluðu starfsemi fyrirtækisins. Í helgarviðtali Atvinnulífsins ræddu hann og Hafdís Jónsdóttir, hinn eigandi líkamsræktarveldisins og eiginkona Björns, meðal annars hvernig var að vera á milli tannanna á fólki eftir fjármálahrunið og sögu World Class sem er samtvinnuð fjölskyldusögunni. Einnig greindi dóttirin Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, frá því þegar hún óttaðist að fjölskyldan myndi flytja í fellihýsi eftir að hjónin lögðu allt undir til að reisa eina stærstu líkamsræktarstöð Evrópu í Laugardalnum. „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ sagði Björn um það þegar hann og Hafdís tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Segir Ingó Veðurguð hafa hreinsað sig út úr fyrirtækinu Fljótlega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á af öllum mætti í lok febrúar á seinasta ári var sótthreinsun og hreinlæti á allra vörum. Athafnamenn sáu sér þar leik á borði og í byrjun þessa árs var tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, kominn í kaf á innflutning á sótthreinsivörum frá X-Mist. X-Mist komst aftur í fréttir um þremur mánuðum síðar þegar Vísir greindi frá því að Jónas Eiríkur Nordquist hafi stefnt Ingó, Davíð Þór Rúnarssyni og Sævari Eyvinds Helgasyni fyrir að hafa haft af sér innflutninginn með bolabrögðum. Krafðist Jónas að þremenningarnir myndu greiða honum skaða- og miskabætur eftir að þeir færðu viðskiptasambönd frá X-mist ehf. til X-mist Scandinavia ehf. án samráðs við hann og tekið yfir heimasíðuna Xmist.is. Í stefnunni kemur fram að Jónas hafi ætlað að hefja innflutning á umræddum sótthreinsivörum frá Bretlandi árið 2020 og komið á viðskiptasambandi við skoska félagið X-Mist. Síðar kaupa Ingólfur, Davíð Þór og Sævar hlut í fyrirtæki Jónasar en eftir deilur stofnuðu þremenningarnir nýtt fyrirtæki og sömdu beint við framleiðandann án aðkomu Jónasar. Ingólfur sagði í samtali við Vísi í apríl að lýsing Jónasar væri þvættingur og langt í frá sannleikanum samkvæm. Í raun hafi Jónas ekki haft fjárhagslega burði til að vera með í rekstrinum og selt sig út úr honum. Umvafin hatri eftir stuðningsyfirlýsingu Umræða um kynferðisafbrotamál var áberandi á árinu sem er senn að líða og hafði hún ekki síður áhrif í viðskiptalífinu. Mál Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns var eitt af stærstu málum ársins og komst það í hámæli í maí þegar greint var frá því að tvær konur hafi kært Sölva fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Mikill hiti var í umræðunni um málið á samfélagsmiðlum og virkaði það líkt og olía á eld þegar Reynir Bergmann, annar eigandi veitingastaðarins Vefjunnar, tók upp hanskann fyrir Sölva og sagðist vera með honum í liði. Nokkrum dögum síðar steig Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir, barnsmóðir Reynis og eigandi Vefjunnar, fram í færslu á Instagram og sagði að fólk væri búið að dauðadæma fyrirtæki þeirra vegna ummælanna. Hún væri sár og reið út í fólk sem hafi logið upp á veitingastaðinn sem þau hafi lagt mikla vinnu í að byggja upp frá grunni. „Í þessu þjóðfélagi er gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar á heimasíðum okkar og í persónulegum skilaboðum og eigum við þetta bara alls ekki skilið!! Þetta er bara ALLTOF langt gengið og bið ég ykkur vinsamlegast um að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið farið að bulla um slíkt,“ skrifaði Sólveig meðal annars. Bónus kynnti nýjan grís Flest fólk er vanafast að eðlisfari og geta breytingar á rótgrónum vörumerkjum oft valdið nokkru fjaðrafoki meðal fastakúnna. Á því var engin undantekning þegar Bónus, stærsta verslunarkeðja landsins, uppfærði útlit hins víðfræga Bónussgríss og breytti leturgerðinni sem notuð er í vörumerki fyrirtækisins. Breytingarnar voru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma margra Bónussverslana en nýi grísinn virtist þó vekja mesta athygli landsmanna. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, sagði í samtali við Vísi í nóvember að um tímabærar breytingar væri að ræða en þær væru þó fremur hófsamar. „Það er verið að trimma hann aðeins til. Þetta er nú ekki mikil breyting. Það voru tekin tvö eða þrjú strik sem manni fannst alltaf að hafi gleymst að stroka út þegar hann var hannaður í upphafi,“ sagði Guðmundur, og vísaði þar í strik á baki gríssins og ofan á nefinu. „Þetta var sú breyting sem ég samþykkti og fannst næst hinum upprunalega. Það var ákveðið að fara í vinnu með að auðvelda framhaldið í auglýsingum. Þannig höfum verið að laga helling í auglýsingaefninu til að koma því á stafrænt form.“ Netverjar voru ekki á eitt sáttir með breytinguna og sökuðu sumir verslunarkeðjuna um að eyðileggja klassískt myndmerki sem hafði skapað sér sess í þjóðarsálinni. Er ekki í lagi með fólk eða? Skilja íslendingar gjörsamlega ekkert? Af hverju fær *ekkert* að vera í friði á þessu landi? Hver er tilgangurinn/markmiðið? Taka núansinn, söguna og húmorinn burt, svo bara tóm, generísk skel sitji eftir? pic.twitter.com/xQ87bbNWcK— Ꙭ (@siggioddss) November 11, 2021 Hvaða sick joke er þetta? Þú tekur ekki eitt mest iconic svín allra tíma og fokkar í því? Hvar er lata augað? Hvaða persónuleikalausi impostor er þetta? Þetta er milljón sinnum meira offensive en swole Klói. pic.twitter.com/ne8Uvw5qOx— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 11, 2021 Hér fyrir neðan má svo sjá fleiri viðskiptafréttir sem vöktu athygli lesenda á árinu 2021.
Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Höndum í höfn í Þorlákshöfn lokað: „Velgengnin varð okkur að falli“ Veitingastaðnum Hendur í höfn við Selvogsbraut í Þorlákshöfn hefur verið lokað. Eigendur staðarins segja rekstrarumhverfið í faraldrinum hafa verið mjög erfitt og þau hafi nú ákveðið að láta staðar numið. „Nú er svo komið að ég get bara ekki meir,“ segir Dagný Magnúsdóttir, annar eigandi staðarins, í samtali við Vísi. 14. október 2021 09:01 Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Ekki enn náð sér á strik eftir að Costco notaði klósettpappírinn sem beitu Koma Costco til Íslands hefur haft veigamikil áhrif á eina framleiðanda salernispappírs á Íslandi. Nú rúmum fjórum árum eftir að tólf þúsund fermetra vöruhúsið opnaði í Kauptúni hefur pappírssala Papco ekki enn náð sér á strik og velta alls dregist saman um 45 prósent. 23. september 2021 08:00 Selur allar vörur á 100 krónur og hefur ekki þurft að sækja í reynslubanka pabba síns „Þú sérð ekki oft þetta verð, hundrað krónur fyrir allt. Og það er búið að vera mjög mikið að gera,“ segir Stefán Franz Jónsson, stofnandi verslunarinnar 100kr.is í samtali við Vísi. Verslunin ber nafn með rentu – allar vörur sem þar eru til sölu kosta 100 krónur. 4. mars 2021 12:02 Hvetur fólk til að fórna bílnum sínum í þágu ferðaþjónustunnar Örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli síðustu daga og greinilegt að aukið líf er nú að færast í ferðaþjónustuna. Nú er svo komið að bílaleigur eiga í stökustu vandræðum með að anna eftirspurn en að sögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru bílaleigubílar nánast uppseldir á Íslandi út ágústmánuð. 13. júlí 2021 06:00 Iðnaðarmenn lögðu milljónamæring í deilu um innréttingar á Fjölnisvegi Athafnamanninum Ingólfi Abrahim Shain, eiganda bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, hefur verið gert að greiða trésmíðaverkstæðinu Sérsmíði tæplega 700 þúsund krónur í kjölfar ágreinings um innréttingar á heimili hans við Fjölnisveg 11 í Reykjavík. 2. apríl 2021 08:01 Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ 26. mars 2021 08:00 „Yfirleitt gert ráð fyrir því að karlmaður standi á bak við þetta“ „Draumurinn er alltaf sá að stækka og gera meira. Pabbi minn, sem var svo mikil fyrirmynd fyrir mig í viðskiptum, sagði mér að svo lengi sem maður er að sprikla þá er maður að gera eitthvað rétt,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir í viðtali við Vísi. 27. apríl 2021 06:00 „Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. 28. mars 2021 08:00 Björn Ingi dæmdur til að greiða áttatíu milljónir króna Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem í seinni tíð hefur verið kenndur við Viljann, hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. 14. maí 2021 14:12 Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06 Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00 Nýr banki fer í beina samkeppni við stóru viðskiptabankana Nýr banki er við það að hefja starfsemi á Íslandi og ætlar sér í beina samkeppni við stóru banka landsins um viðskiptavini. Hann verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi, mun ekki halda úti einu einasta útibúi en telur sig munu breyta íslenskum bankamarkaði til framtíðar. 20. júní 2021 07:00 Birgitta Líf endurreisir B5 Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, hefur tekið við lyklunum að Bankastræti 5, þar sem hún er að opna nýjan skemmtistað þegar veiran leyfir. Um er að ræða endurreistan B5, en sá skemmtistaður lagði upp laupana á síðasta ári í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. 3. maí 2021 21:12 Breyttu staðnum „úr helvíti í paradís“ Rekstraraðilar veitingastaðarins Ali Baba hafa opnað nýjan stað í húsnæðinu við Austurstræti 12 í Reykjavík, húsnæði sem á sér nokkra forsögu. Nýi staðurinn var opnaður í gær en áður var veitingastaðurinn vinsæli til húsa við Veltusund 5 við Ingólfstorg en var því útibúi lokað í byrjun árs 2019. Leituðu eigendur þá að nýrri staðsetningu í miðborginni. 6. febrúar 2021 22:32 Jói Fel opnar nýjan stað: „Seinni helmingurinn er byrjaður í mínu lífi“ Jóhannes Felixson, bakari, hefur boðað endurkomu sína með nýjum veitingastað í Laugardal. Meira en ár er liðið síðan Jóhannes sagði skilið við veitingageirann, en greinilega ekki fyrir fullt og allt. 29. nóvember 2021 16:46 „Núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits“ Særúnu Ósk Pálmadóttur hefur verið sagt upp störfum sem samskiptastjóri Haga en staða hennar hjá verslunarfyrirtækinu hefur verið lögð niður. Særún er um leið fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga en fyrir hennar tíð hafði enginn gegnt þeirri stöðu hjá smásölurisanum. 6. janúar 2021 11:31 Lét heimsfaraldur ekki á sig fá og lætur drauminn rætast eftir grænt ljós frá konunni Síðar í mánuðinum bætist við nýr staður í veitingaflóru Reykjavíkur þegar skyndibitastaðurinn 2Guys opnar á Klapparstíg. Einn eigenda segir langþráðan draum nú loks verða að veruleika og að hann sé bjartsýnn á gengi staðarins þó sumir hafi veigrað sér við að hefja veitingarekstur í miðjum heimsfaraldri. 5. mars 2021 09:01 Meira um sýndarneyslu á Íslandi og mikið um að fólk eigi sömu hlutina Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Háskóla Íslands, segir að auglýsingar séu stöðugt að reyna að telja okkur trú um að við getum fyllt í andleg göt með kaupum á vörum og þjónustu. 12. febrúar 2021 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Höndum í höfn í Þorlákshöfn lokað: „Velgengnin varð okkur að falli“ Veitingastaðnum Hendur í höfn við Selvogsbraut í Þorlákshöfn hefur verið lokað. Eigendur staðarins segja rekstrarumhverfið í faraldrinum hafa verið mjög erfitt og þau hafi nú ákveðið að láta staðar numið. „Nú er svo komið að ég get bara ekki meir,“ segir Dagný Magnúsdóttir, annar eigandi staðarins, í samtali við Vísi. 14. október 2021 09:01
Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48
Ekki enn náð sér á strik eftir að Costco notaði klósettpappírinn sem beitu Koma Costco til Íslands hefur haft veigamikil áhrif á eina framleiðanda salernispappírs á Íslandi. Nú rúmum fjórum árum eftir að tólf þúsund fermetra vöruhúsið opnaði í Kauptúni hefur pappírssala Papco ekki enn náð sér á strik og velta alls dregist saman um 45 prósent. 23. september 2021 08:00
Selur allar vörur á 100 krónur og hefur ekki þurft að sækja í reynslubanka pabba síns „Þú sérð ekki oft þetta verð, hundrað krónur fyrir allt. Og það er búið að vera mjög mikið að gera,“ segir Stefán Franz Jónsson, stofnandi verslunarinnar 100kr.is í samtali við Vísi. Verslunin ber nafn með rentu – allar vörur sem þar eru til sölu kosta 100 krónur. 4. mars 2021 12:02
Hvetur fólk til að fórna bílnum sínum í þágu ferðaþjónustunnar Örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli síðustu daga og greinilegt að aukið líf er nú að færast í ferðaþjónustuna. Nú er svo komið að bílaleigur eiga í stökustu vandræðum með að anna eftirspurn en að sögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru bílaleigubílar nánast uppseldir á Íslandi út ágústmánuð. 13. júlí 2021 06:00
Iðnaðarmenn lögðu milljónamæring í deilu um innréttingar á Fjölnisvegi Athafnamanninum Ingólfi Abrahim Shain, eiganda bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, hefur verið gert að greiða trésmíðaverkstæðinu Sérsmíði tæplega 700 þúsund krónur í kjölfar ágreinings um innréttingar á heimili hans við Fjölnisveg 11 í Reykjavík. 2. apríl 2021 08:01
Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00
Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ 26. mars 2021 08:00
„Yfirleitt gert ráð fyrir því að karlmaður standi á bak við þetta“ „Draumurinn er alltaf sá að stækka og gera meira. Pabbi minn, sem var svo mikil fyrirmynd fyrir mig í viðskiptum, sagði mér að svo lengi sem maður er að sprikla þá er maður að gera eitthvað rétt,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir í viðtali við Vísi. 27. apríl 2021 06:00
„Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. 28. mars 2021 08:00
Björn Ingi dæmdur til að greiða áttatíu milljónir króna Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem í seinni tíð hefur verið kenndur við Viljann, hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. 14. maí 2021 14:12
Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. 7. júní 2021 15:06
Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01
Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00
Nýr banki fer í beina samkeppni við stóru viðskiptabankana Nýr banki er við það að hefja starfsemi á Íslandi og ætlar sér í beina samkeppni við stóru banka landsins um viðskiptavini. Hann verður að öllu leyti rekinn á rafrænu formi, mun ekki halda úti einu einasta útibúi en telur sig munu breyta íslenskum bankamarkaði til framtíðar. 20. júní 2021 07:00
Birgitta Líf endurreisir B5 Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, hefur tekið við lyklunum að Bankastræti 5, þar sem hún er að opna nýjan skemmtistað þegar veiran leyfir. Um er að ræða endurreistan B5, en sá skemmtistaður lagði upp laupana á síðasta ári í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. 3. maí 2021 21:12
Breyttu staðnum „úr helvíti í paradís“ Rekstraraðilar veitingastaðarins Ali Baba hafa opnað nýjan stað í húsnæðinu við Austurstræti 12 í Reykjavík, húsnæði sem á sér nokkra forsögu. Nýi staðurinn var opnaður í gær en áður var veitingastaðurinn vinsæli til húsa við Veltusund 5 við Ingólfstorg en var því útibúi lokað í byrjun árs 2019. Leituðu eigendur þá að nýrri staðsetningu í miðborginni. 6. febrúar 2021 22:32
Jói Fel opnar nýjan stað: „Seinni helmingurinn er byrjaður í mínu lífi“ Jóhannes Felixson, bakari, hefur boðað endurkomu sína með nýjum veitingastað í Laugardal. Meira en ár er liðið síðan Jóhannes sagði skilið við veitingageirann, en greinilega ekki fyrir fullt og allt. 29. nóvember 2021 16:46
„Núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits“ Særúnu Ósk Pálmadóttur hefur verið sagt upp störfum sem samskiptastjóri Haga en staða hennar hjá verslunarfyrirtækinu hefur verið lögð niður. Særún er um leið fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga en fyrir hennar tíð hafði enginn gegnt þeirri stöðu hjá smásölurisanum. 6. janúar 2021 11:31
Lét heimsfaraldur ekki á sig fá og lætur drauminn rætast eftir grænt ljós frá konunni Síðar í mánuðinum bætist við nýr staður í veitingaflóru Reykjavíkur þegar skyndibitastaðurinn 2Guys opnar á Klapparstíg. Einn eigenda segir langþráðan draum nú loks verða að veruleika og að hann sé bjartsýnn á gengi staðarins þó sumir hafi veigrað sér við að hefja veitingarekstur í miðjum heimsfaraldri. 5. mars 2021 09:01
Meira um sýndarneyslu á Íslandi og mikið um að fólk eigi sömu hlutina Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Háskóla Íslands, segir að auglýsingar séu stöðugt að reyna að telja okkur trú um að við getum fyllt í andleg göt með kaupum á vörum og þjónustu. 12. febrúar 2021 07:01