90 prósent farandverkakvenna nauðgað á leið sinni Heimsljós 20. desember 2021 12:08 UN Women UN Women staðhæfir að níu af hverjum tíu konum sem ferðast frá Norður-Afríku til Ítalíu segi að þeim hafi verið nauðgað á leiðinni. Alþjóðadagur farandverkafólks var síðastliðinn laugardag, 18. desember. Deginum er ætlað að vekja athygli á þeim hættum og mannréttindabrotum sem farandverkafólk býr við. Í tilefni dagsins lýsti UN Women á Íslandi í frétt stöðu farandverkakvenna en stofnunin berst fyrir bættum hag þeirra. UN Women staðhæfir að níu af hverjum tíu konum sem ferðast frá Norður-Afríku til Ítalíu segi að þeim hafi verið nauðgað á einhverjum tímapunkti á leiðinni. Farandverkafólk (e. migrants) er fólk sem yfirgefur heimili sín ýmist af frjálsum vilja; í leit að atvinnu, bættum efnahag, menntun, eða af neyð; flýr hamfarir, stríð, efnahagskreppur, mismunun. UN Women segir að erfitt sé að áætla fjölda farandverkafólks í heiminum, því hluti þeirra ferðist ólöglega á milli landa og er því hvergi á skrá. Árið 2020 var áætlað að um 218 milljón einstaklingar, eða um 3,6 prósent jarðarbúa, hafi verið farandverkafólk. „Margt farandverkafólk yfirgefur heimili sín af sömu ástæðu og flóttafólk, en munurinn er sá að það sækir ekki um alþjóðalega vernd við komuna til gistilandsins. Líkt og konur á flótta, eru farandverkakonur útsettar fyrir hverskyns kynbundnu ofbeldi á leið sinni til gistilands. Ofbeldið er ekki einangrað tilfelli í lífi þeirra, heldur gerist ítrekað. 90% þeirra kvenna sem ferðast frá Norður Afríku til Ítalíu segja að þeim hafði verið nauðgað á einhverjum tímapunkti á leið sinni. Konur sem ferðast ólöglega á milli landa verða gjarnan fórnarlömb mansals sökum veikrar stöðu sinnar,“ segir UN Women. Hætturnar sem farandverkakonur búa við hafa margfaldast síðan COVID-19 heimsfaraldurinn skall á. Meðal annars vegna: Ferðatakmarkana – sem urðu til þess að konurnar leituðu annara leiða til að komast milli landa, oft með aðstoð smyglara. Aukinnar fátæktar – sem ýtti undir að konur þáðu vafasöm atvinnutilboð, mörg hver hættuleg og ólögleg. Einangrunar – konur sem unnu sem launalausar húshjálpir voru lokaðar inni á heimilunum og sættu gjarnan ofbeldi og illri meðferð. „UN Women berst fyrir réttindum farandverkakvenna með ýmsum hætti. Mikil áhersla er lögð á að tryggja öfluga alþjóðlega vinnulöggjöf til að standa vörð um réttindi farandverkafólks. Þá er mikilvægt að efla þjónustu við þolendur ofbeldis sem UN Women gerir með stuðningi til kvenrekinna grasrótarsamtaka. UN Women vinnur einnig að því að afla gagna um farandverkakonur, því án þeirra er ekki hægt að móta öfluga löggjöf sem verndar þær. Hægt er að leggja málefninu lið með því að gerast ljósberi UN Women á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent
Alþjóðadagur farandverkafólks var síðastliðinn laugardag, 18. desember. Deginum er ætlað að vekja athygli á þeim hættum og mannréttindabrotum sem farandverkafólk býr við. Í tilefni dagsins lýsti UN Women á Íslandi í frétt stöðu farandverkakvenna en stofnunin berst fyrir bættum hag þeirra. UN Women staðhæfir að níu af hverjum tíu konum sem ferðast frá Norður-Afríku til Ítalíu segi að þeim hafi verið nauðgað á einhverjum tímapunkti á leiðinni. Farandverkafólk (e. migrants) er fólk sem yfirgefur heimili sín ýmist af frjálsum vilja; í leit að atvinnu, bættum efnahag, menntun, eða af neyð; flýr hamfarir, stríð, efnahagskreppur, mismunun. UN Women segir að erfitt sé að áætla fjölda farandverkafólks í heiminum, því hluti þeirra ferðist ólöglega á milli landa og er því hvergi á skrá. Árið 2020 var áætlað að um 218 milljón einstaklingar, eða um 3,6 prósent jarðarbúa, hafi verið farandverkafólk. „Margt farandverkafólk yfirgefur heimili sín af sömu ástæðu og flóttafólk, en munurinn er sá að það sækir ekki um alþjóðalega vernd við komuna til gistilandsins. Líkt og konur á flótta, eru farandverkakonur útsettar fyrir hverskyns kynbundnu ofbeldi á leið sinni til gistilands. Ofbeldið er ekki einangrað tilfelli í lífi þeirra, heldur gerist ítrekað. 90% þeirra kvenna sem ferðast frá Norður Afríku til Ítalíu segja að þeim hafði verið nauðgað á einhverjum tímapunkti á leið sinni. Konur sem ferðast ólöglega á milli landa verða gjarnan fórnarlömb mansals sökum veikrar stöðu sinnar,“ segir UN Women. Hætturnar sem farandverkakonur búa við hafa margfaldast síðan COVID-19 heimsfaraldurinn skall á. Meðal annars vegna: Ferðatakmarkana – sem urðu til þess að konurnar leituðu annara leiða til að komast milli landa, oft með aðstoð smyglara. Aukinnar fátæktar – sem ýtti undir að konur þáðu vafasöm atvinnutilboð, mörg hver hættuleg og ólögleg. Einangrunar – konur sem unnu sem launalausar húshjálpir voru lokaðar inni á heimilunum og sættu gjarnan ofbeldi og illri meðferð. „UN Women berst fyrir réttindum farandverkakvenna með ýmsum hætti. Mikil áhersla er lögð á að tryggja öfluga alþjóðlega vinnulöggjöf til að standa vörð um réttindi farandverkafólks. Þá er mikilvægt að efla þjónustu við þolendur ofbeldis sem UN Women gerir með stuðningi til kvenrekinna grasrótarsamtaka. UN Women vinnur einnig að því að afla gagna um farandverkakonur, því án þeirra er ekki hægt að móta öfluga löggjöf sem verndar þær. Hægt er að leggja málefninu lið með því að gerast ljósberi UN Women á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent