Í þættinum, þar sem Gísli Freyr Valdórsson heldur um stjórnartaumana, var farið yfir sigurvegara, tilnefningar og rökstuðning dómnefndar fyrir vali á vinningshöfum.
Innherji og Þjóðmál kynntu nýlega fyrirætlanir sínar um samstarf, en Þjóðmál verður framvegis hægt að nálgast á nýrri hlaðvarpsveitu Sýnar sem ber nafnið Tal. Auk þess er hlaðvarpið aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum og öllum aðgengilegt án endurgjalds.
Viðskiptaverðlaun Innherja voru veitt í fimm flokkum, auk aðalverðlauna fyrir viðskipti ársins.
Þá var viðskiptamaður ársins útnefndur og sérstök heiðursverðlaun íslensks atvinnulífs afhent.
Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.