Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram í Alexandra Palace í London. Líkt og áður hefst fyrri útsending dagsins klukkan 12:30 á Stöð 2 Sport 3, og sú síðari klukkan 19:00. Fyrsta umferð mótsins klárast einmitt í dag og því fara leikar að æsast.
Klukkan 19:40 hefst bein útsending frá leik Arsenal og Sunderland í enska deildarbikarnum, á Stöð 2 Sport 2.
Klukkan 21:00 eru það svo vinkonurnar í Queens sem að leiða okkur inn í nóttina á Stöð 2 eSport, en það eru þær Diamondmynxx og Vallapjalla sem skipa dúóið Queens.