Sara setti nýtt persónulegt met í æfingunni sem krossbandið fór í á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2021 09:32 Sara Sigmundsdóttir tók vel á því og var líka mjög glöð þegar 107,5 kílóin fóru upp. Instagram/@crossfitgames Sara Sigmundsdóttir er mætt aftur á keppnisgólfið en hún endaði í sjöunda sæti á Dubai CrossFit Championship mótinu um síðustu helgi. Það var sérstaklega ein æfing sem þótti merki þess að hún væri mætt á ný. Eins og flestir vita þá sleit Sara krossband í mars í fyrra og þurfti að fara í aðgerð í apríl. Hún keppti á sínu fyrsta móti átta mánuðum eftir aðgerð. Það hefðu kannski ekki margir ráðlagt henni að snúa aftur svona snemma en Sara var staðráðin í að sýna sig og sanna. Það var náttúrulega allur CrossFit heimurinn áhugasamur um hvernig gengi hjá Söru í endurkomunni og hún stimplaði sig vel inn þótt hún hafi ekki verið nálægt verðlaunapallinum. CrossFit samtökin sögðu sérstaklega frá einu afreki Söru á þessu móti um síðustu helgi. Það var einmitt æfingin sem hún var að gera þegar hún sleit krossbandið í mars. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Sara mætti óhrædd í þá æfingu og setti nýtt persónulegt met í jafnhendingunni (clean and jerk) með því að lyfta 107,5 kílóum. Þetta er það mesta sem hún hefur lyft í jafnhendinguna síðan hún fór að lyfta aftur eftir aðgerð. Lyftan skilaði henni fjórða sætinu í greininni. Það var ekki bara þyngdin sem Sara var að sigrast á heldur einnig andlegi þátturinn að hafa slitið krossbandið í æfingunni í fyrra. Það var því full ástæða til að brosa út að eyrum þegar hún kláraði lyftuna sína með glans. „Velkomin til baka Sara,“ sagði í færslu CrossFit samtakanna sem má sjá hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira
Eins og flestir vita þá sleit Sara krossband í mars í fyrra og þurfti að fara í aðgerð í apríl. Hún keppti á sínu fyrsta móti átta mánuðum eftir aðgerð. Það hefðu kannski ekki margir ráðlagt henni að snúa aftur svona snemma en Sara var staðráðin í að sýna sig og sanna. Það var náttúrulega allur CrossFit heimurinn áhugasamur um hvernig gengi hjá Söru í endurkomunni og hún stimplaði sig vel inn þótt hún hafi ekki verið nálægt verðlaunapallinum. CrossFit samtökin sögðu sérstaklega frá einu afreki Söru á þessu móti um síðustu helgi. Það var einmitt æfingin sem hún var að gera þegar hún sleit krossbandið í mars. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Sara mætti óhrædd í þá æfingu og setti nýtt persónulegt met í jafnhendingunni (clean and jerk) með því að lyfta 107,5 kílóum. Þetta er það mesta sem hún hefur lyft í jafnhendinguna síðan hún fór að lyfta aftur eftir aðgerð. Lyftan skilaði henni fjórða sætinu í greininni. Það var ekki bara þyngdin sem Sara var að sigrast á heldur einnig andlegi þátturinn að hafa slitið krossbandið í æfingunni í fyrra. Það var því full ástæða til að brosa út að eyrum þegar hún kláraði lyftuna sína með glans. „Velkomin til baka Sara,“ sagði í færslu CrossFit samtakanna sem má sjá hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira