66°Norður og UN Women fá styrk til atvinnusköpunar fyrir flóttakonur Heimsljós 22. desember 2021 09:47 Menal Suleyman, ein þeirra flóttakvenna sem dvelur í SADA miðstöðinni í Tyrklandi. UN Women Verkefnið snýr að því að vinna að atvinnusköpun fyrir konur á flótta frá Sýrlandi, Afganistan og Írak. 66°Norður og UN Women á Íslandi hafa fengið styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins um þróunarsamvinnu til að vinna að verkefni til atvinnusköpunar fyrir flóttakonur frá þróunarríkjum í Tyrklandi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Bjarney Harðardóttir hjá 66°Norður skrifuðu undir samning í gær um tæplega 30 milljóna króna styrk ráðuneytisins gegn sambærilegu mótframlagi fyrirtækisins. Verkefnið snýr að því að vinna að atvinnusköpun fyrir konur á flótta frá Sýrlandi, Afganistan og Írak, en þær fá þjálfun í fataframleiðslu með fjárhagslegt sjálfstæði að leiðarljósi. Þær læra að endurnýta efni og styrkja með því hringrásarhagkerfi innan SADA miðstöðvarinnar sem hýsir þær. Samvinnuverkefnið er hið fyrsta sinnar tegundar í Tyrklandi og er starfrækt í samstarfi við UN Women, en UN Women á Íslandi mun vinna að framgangi verkefnisins og hafa eftirlit með því. Þórdís Kolbrún segir að framlag 66°Norður og UN Women á Íslandi sýni vel hvers fyrirtæki og félagasamtök á Íslandi séu megnug þegar kemur að þróunarsamvinnu. „Flóttakonurnar hafa flestar misst maka sinn og eru fyrirvinnur heimila sinna. Staða þeirra er bág og réttindi takmörkuð. Þetta verkefni skapar tekjur fyrir áframhaldandi starfsemi SADA miðstöðvarinnar, sem er þeirra eina tekjulind, stuðningsnet og athvarf,“ sagði Þórdís Kolbrún við undirritun samningsins. „Það er virkilega ánægjulegt að sjá þetta samstarfsverkefni með UN Women og SADA miðstöðinni verða að veruleika sem hefði ekki verið mögulegt nema með stuðningi frá Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins,“ segir Bjarney Harðardóttir hjá 66°Norður. „Fyrirtækið hefur ávallt haft jafnrétti og sjálfbærni í öndvegi og hringrásarkerfið er leiðarljós starfseminnar þar sem við endurnýtum og gefum afgangsefnum framhaldslíf. Í þessu verkefni erum við að styðja við valdeflingu kvenna á flótta og á sama tíma að efla sjálfbærni,“ segir Bjarney. „Samvinnuverkefni sem þetta, þar sem stjórnvöld, einkafyrirtæki, frjáls félagasamtök og alþjóðastofnun vinna saman, er nýtt af nálinni og ótrúlega spennandi tækifæri fyrir UN Women á Íslandi,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Verkefnið hefur bein áhrif á atvinnutækifæri flóttakvenna, stuðlar að fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og þróun hringrásarhagkerfis. Vonandi verður verkefnið hvatning fyrir önnur fyrirtæki til að taka þátt í þróunarsamvinnu- og mannúðarverkefnum og efla um leið sjálfbærni og fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og stúlkna um allan heim. Við hjá UN Women á Íslandi erum mjög þakklát fyrir stuðning utanríkisráðuneytisins og 66°Norður og hlökkum mikið til samstarfsins næstu þrjú árin,“ segir Stella. Verkefnið fellur vel að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, meðal annars markmiðum um jafnrétti kynjanna (markmið 5), góða atvinnu og hagvöxt (markmið 8), nýsköpun og uppbyggingu (markmið 9) og samvinnu um markmiðin (markmið 17). Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður fyrirtæki sem áhuga hafa á að leggja sitt af mörkum við framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og ráðast í samstarfsverkefni í þróunarríkjum. Með því að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þessum löndum gefst um leið tækifæri til að efla samkeppnishæfni á framtíðarmörkuðum. Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til og með 3. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á vef utanríkisráðuneytisins www.utn.is/atvinnulifssjodur. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sýrland Afganistan Írak Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent
66°Norður og UN Women á Íslandi hafa fengið styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins um þróunarsamvinnu til að vinna að verkefni til atvinnusköpunar fyrir flóttakonur frá þróunarríkjum í Tyrklandi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Bjarney Harðardóttir hjá 66°Norður skrifuðu undir samning í gær um tæplega 30 milljóna króna styrk ráðuneytisins gegn sambærilegu mótframlagi fyrirtækisins. Verkefnið snýr að því að vinna að atvinnusköpun fyrir konur á flótta frá Sýrlandi, Afganistan og Írak, en þær fá þjálfun í fataframleiðslu með fjárhagslegt sjálfstæði að leiðarljósi. Þær læra að endurnýta efni og styrkja með því hringrásarhagkerfi innan SADA miðstöðvarinnar sem hýsir þær. Samvinnuverkefnið er hið fyrsta sinnar tegundar í Tyrklandi og er starfrækt í samstarfi við UN Women, en UN Women á Íslandi mun vinna að framgangi verkefnisins og hafa eftirlit með því. Þórdís Kolbrún segir að framlag 66°Norður og UN Women á Íslandi sýni vel hvers fyrirtæki og félagasamtök á Íslandi séu megnug þegar kemur að þróunarsamvinnu. „Flóttakonurnar hafa flestar misst maka sinn og eru fyrirvinnur heimila sinna. Staða þeirra er bág og réttindi takmörkuð. Þetta verkefni skapar tekjur fyrir áframhaldandi starfsemi SADA miðstöðvarinnar, sem er þeirra eina tekjulind, stuðningsnet og athvarf,“ sagði Þórdís Kolbrún við undirritun samningsins. „Það er virkilega ánægjulegt að sjá þetta samstarfsverkefni með UN Women og SADA miðstöðinni verða að veruleika sem hefði ekki verið mögulegt nema með stuðningi frá Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins,“ segir Bjarney Harðardóttir hjá 66°Norður. „Fyrirtækið hefur ávallt haft jafnrétti og sjálfbærni í öndvegi og hringrásarkerfið er leiðarljós starfseminnar þar sem við endurnýtum og gefum afgangsefnum framhaldslíf. Í þessu verkefni erum við að styðja við valdeflingu kvenna á flótta og á sama tíma að efla sjálfbærni,“ segir Bjarney. „Samvinnuverkefni sem þetta, þar sem stjórnvöld, einkafyrirtæki, frjáls félagasamtök og alþjóðastofnun vinna saman, er nýtt af nálinni og ótrúlega spennandi tækifæri fyrir UN Women á Íslandi,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Verkefnið hefur bein áhrif á atvinnutækifæri flóttakvenna, stuðlar að fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og þróun hringrásarhagkerfis. Vonandi verður verkefnið hvatning fyrir önnur fyrirtæki til að taka þátt í þróunarsamvinnu- og mannúðarverkefnum og efla um leið sjálfbærni og fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og stúlkna um allan heim. Við hjá UN Women á Íslandi erum mjög þakklát fyrir stuðning utanríkisráðuneytisins og 66°Norður og hlökkum mikið til samstarfsins næstu þrjú árin,“ segir Stella. Verkefnið fellur vel að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, meðal annars markmiðum um jafnrétti kynjanna (markmið 5), góða atvinnu og hagvöxt (markmið 8), nýsköpun og uppbyggingu (markmið 9) og samvinnu um markmiðin (markmið 17). Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður fyrirtæki sem áhuga hafa á að leggja sitt af mörkum við framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og ráðast í samstarfsverkefni í þróunarríkjum. Með því að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þessum löndum gefst um leið tækifæri til að efla samkeppnishæfni á framtíðarmörkuðum. Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til og með 3. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á vef utanríkisráðuneytisins www.utn.is/atvinnulifssjodur. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sýrland Afganistan Írak Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent