Í adrenalínsjokki þegar Dýrið komst á lista Óskarsakademíunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2021 15:00 Sara Nassim, einn framleiðandi kvikmyndarinnar Dýrsins, segir mikla gleði ríkja í hópi þeirra sem komu að framleiðslu myndarinnar. Vísir Framleiðandi kvikmyndarinnar Dýrsins segist í skýjunum með að kvikmyndin sé ein fimmtán mynda sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu í flokki erlendra mynda. Það sé alltaf ánægjulegt þegar Íslendingar njóti velgengni erlendis. Óskarsakademían tilkynnti í gær þær fimmtán myndir sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu í flokknum. 92 kvikmyndir í fullri lengd komu til greina frá jafn mörgum ríkjum og því stór sigur: Dýrið ein af fimmtán bestu af 92. „Þetta eru alveg frábærar fréttir. Við vissum að þetta yrði tilkynnt í gær. Þetta var metár í framlögum frá löndum [utan Bandaríkjanna]. Þetta er mikið af stórum og flottum myndum þannig að við hugsuðum að við þyrftum að vera róleg, verandi frá Íslandi og ekki endilega víst að það geriðst,“ segir Sara Nassim, annar framleiðandi Dýrsins. „Þegar kom á daginn að við hefðum verið valin var það alveg æðislegt. Það var smá adrenalínsjokk hjá öllum klukkan hálf tíu í gærkvöldi.“ Við bestu eftirgrennslan fréttamanns er ekki annað að sjá en að síðast hafi kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið, verið á þessum lista árið 2013. Hún var hins vegar ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna en naut mikilla vinsælda víða um heim. Dýrið, sem ber nafnið Lamb á erlendri grundu, hefur hlotið lof gagnrýnenda erlendis og fékk til að mynda verðlaun fyrir frumlegustu kvikmyndina á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin hefur sömuleiðis verið tilnefnd til European Discovery verðlauna og fengið mikið lof gagnrýnenda vestanhafs þar sem hún var sýnd til að mynda á Fantastic Fest hátíðinni í Austin, Texas, þar sem hún sló í gegn. „Það eru auðvitað margar íslenskar myndir sem hefur vegnað vel úti en það er rétt að það hefur verið mjög mikill meðbyr með myndinni og henni gengið vel í Bandaríkjunum, sem við erum virkilega ánægð með,“ segir Sara. Tilnefningar kynntar í febrúar Það sé stór sigur að myndin komi til greina til að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna. „Það er virkilega stór sigur og mjög ánægulegt fyrir alla sem tóku þátt í verkefninu og voru með okkur. Og kannski sérstaklega Valda, sem er að gera sína fyrstu mynd í fullri lengd. Það er auðvitað alveg frábært. Ég tala nú ekki um alla aðstandendur myndarinnar, sem eiga þátt í þessari velgengni.“ Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða kynntar 8. febrúar en hátíðin sjálf fer fram 27. mars. Þar til 8. febrúar geta meðlimir Óskarsakademíunnar kosið um hvaða myndir verði tilnefndar og svo verður það aftur í höndum akademíunnar að velja hvaða kvikmyndir, leikarar og svo framvegis hljóti heiðurinn sjálfan. Nú tekur við markaðsherferð úti í Bandaríkjunum sem sölufyrirtæki og dreifingaraðili myndarinnar mun sjá um. Þá er Dýrið komið inn á streymisveitur bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi og nokkrar sýningar á myndinni eru enn eftir í Bíó Paradís. „Hún náði víða til almennra áhorfenda í Bandaríkjunum en fram að 8. febrúar er meginmarkmiðið að koma myndinni fyrir framan sem flesta akademíumeðlimi, því þeir kjósa um hvaða mynd fer áfram. Þannig að þetta snýst núna um herferð og að ná til sín atkvæðum,“ segir Sara. Þjóðin standi þétt við bakið á kvikmyndafólki hér á landi Hún segir viðbrögðin hér heima hafa verið mjög góð og fólk samgleðjast hópnum vegna árangursins. „Mér sýnist viðbrögðin við þessu almennt vera mjög góð og ég held að það sé oftast þannig og eiginlega alltaf þannig að það er mikil samstaða fyrir velgengni,“ segir Sara. „Við erum lítið land og ekkert endilega með mjög stóran kvikmyndabransa og ég held að þegar myndum gengur vel og kvikmyndagerðarfóki gengur vel fyrir utan landssteinana að fólk styðji almennt við það. Þannig hugsa ég og flestir sem ég þekki þannig að ég held að fólk sé almennt ánægt.“ Sama gildi líklega um þennan árangur og árangur Hildar Guðnadóttur tónskálds, sem vann Óskarsverðlaun í fyrra fyrir bestu kvikmyndatónlistina, og tilnefningu teiknistuttmyndarinnar Já-fólksins, eftir Gísla Darra Halldórsson. „Það er samstaða. Ég held að almennt finni maður fyrir því, því bransinn er lítill og maður þekkir fólk, að samstaðan er mikil og maður kætist yfir velgengninni og tekur þátt í henni.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Óskarinn Tengdar fréttir Dýrið komið skrefi nær tilnefningu til Óskarsins Kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar er meðal fimmtán kvikmynda sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu á næsta ári í flokki erlendra mynda. 21. desember 2021 21:59 Langar að leika meira erlendis Kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er komin í bíó og fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverk í kvikmyndinni. Sindri Sindrason ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 25. október 2021 10:30 Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 18. október 2021 12:34 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Óskarsakademían tilkynnti í gær þær fimmtán myndir sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu í flokknum. 92 kvikmyndir í fullri lengd komu til greina frá jafn mörgum ríkjum og því stór sigur: Dýrið ein af fimmtán bestu af 92. „Þetta eru alveg frábærar fréttir. Við vissum að þetta yrði tilkynnt í gær. Þetta var metár í framlögum frá löndum [utan Bandaríkjanna]. Þetta er mikið af stórum og flottum myndum þannig að við hugsuðum að við þyrftum að vera róleg, verandi frá Íslandi og ekki endilega víst að það geriðst,“ segir Sara Nassim, annar framleiðandi Dýrsins. „Þegar kom á daginn að við hefðum verið valin var það alveg æðislegt. Það var smá adrenalínsjokk hjá öllum klukkan hálf tíu í gærkvöldi.“ Við bestu eftirgrennslan fréttamanns er ekki annað að sjá en að síðast hafi kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið, verið á þessum lista árið 2013. Hún var hins vegar ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna en naut mikilla vinsælda víða um heim. Dýrið, sem ber nafnið Lamb á erlendri grundu, hefur hlotið lof gagnrýnenda erlendis og fékk til að mynda verðlaun fyrir frumlegustu kvikmyndina á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin hefur sömuleiðis verið tilnefnd til European Discovery verðlauna og fengið mikið lof gagnrýnenda vestanhafs þar sem hún var sýnd til að mynda á Fantastic Fest hátíðinni í Austin, Texas, þar sem hún sló í gegn. „Það eru auðvitað margar íslenskar myndir sem hefur vegnað vel úti en það er rétt að það hefur verið mjög mikill meðbyr með myndinni og henni gengið vel í Bandaríkjunum, sem við erum virkilega ánægð með,“ segir Sara. Tilnefningar kynntar í febrúar Það sé stór sigur að myndin komi til greina til að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna. „Það er virkilega stór sigur og mjög ánægulegt fyrir alla sem tóku þátt í verkefninu og voru með okkur. Og kannski sérstaklega Valda, sem er að gera sína fyrstu mynd í fullri lengd. Það er auðvitað alveg frábært. Ég tala nú ekki um alla aðstandendur myndarinnar, sem eiga þátt í þessari velgengni.“ Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða kynntar 8. febrúar en hátíðin sjálf fer fram 27. mars. Þar til 8. febrúar geta meðlimir Óskarsakademíunnar kosið um hvaða myndir verði tilnefndar og svo verður það aftur í höndum akademíunnar að velja hvaða kvikmyndir, leikarar og svo framvegis hljóti heiðurinn sjálfan. Nú tekur við markaðsherferð úti í Bandaríkjunum sem sölufyrirtæki og dreifingaraðili myndarinnar mun sjá um. Þá er Dýrið komið inn á streymisveitur bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi og nokkrar sýningar á myndinni eru enn eftir í Bíó Paradís. „Hún náði víða til almennra áhorfenda í Bandaríkjunum en fram að 8. febrúar er meginmarkmiðið að koma myndinni fyrir framan sem flesta akademíumeðlimi, því þeir kjósa um hvaða mynd fer áfram. Þannig að þetta snýst núna um herferð og að ná til sín atkvæðum,“ segir Sara. Þjóðin standi þétt við bakið á kvikmyndafólki hér á landi Hún segir viðbrögðin hér heima hafa verið mjög góð og fólk samgleðjast hópnum vegna árangursins. „Mér sýnist viðbrögðin við þessu almennt vera mjög góð og ég held að það sé oftast þannig og eiginlega alltaf þannig að það er mikil samstaða fyrir velgengni,“ segir Sara. „Við erum lítið land og ekkert endilega með mjög stóran kvikmyndabransa og ég held að þegar myndum gengur vel og kvikmyndagerðarfóki gengur vel fyrir utan landssteinana að fólk styðji almennt við það. Þannig hugsa ég og flestir sem ég þekki þannig að ég held að fólk sé almennt ánægt.“ Sama gildi líklega um þennan árangur og árangur Hildar Guðnadóttur tónskálds, sem vann Óskarsverðlaun í fyrra fyrir bestu kvikmyndatónlistina, og tilnefningu teiknistuttmyndarinnar Já-fólksins, eftir Gísla Darra Halldórsson. „Það er samstaða. Ég held að almennt finni maður fyrir því, því bransinn er lítill og maður þekkir fólk, að samstaðan er mikil og maður kætist yfir velgengninni og tekur þátt í henni.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Óskarinn Tengdar fréttir Dýrið komið skrefi nær tilnefningu til Óskarsins Kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar er meðal fimmtán kvikmynda sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu á næsta ári í flokki erlendra mynda. 21. desember 2021 21:59 Langar að leika meira erlendis Kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er komin í bíó og fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverk í kvikmyndinni. Sindri Sindrason ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 25. október 2021 10:30 Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 18. október 2021 12:34 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Dýrið komið skrefi nær tilnefningu til Óskarsins Kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar er meðal fimmtán kvikmynda sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu á næsta ári í flokki erlendra mynda. 21. desember 2021 21:59
Langar að leika meira erlendis Kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er komin í bíó og fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverk í kvikmyndinni. Sindri Sindrason ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 25. október 2021 10:30
Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 18. október 2021 12:34