Lífið

Óttar verðlaunaður fyrir afburðaárangur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óttar með viðurkenningu sína sem Vigdís Finnbogadóttir afhenti honum.
Óttar með viðurkenningu sína sem Vigdís Finnbogadóttir afhenti honum. Háskóli Íslands

Óttar Snær Yngvason, BS-nemi á þriðja ári í rafmagns- og tölvuverkfræði við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Frú Vigdís Finnbogadóttir, systir Þorvalds, afhenti styrkinn sem nemur 400 þúsund krónum.

Sjóðurinn styrkir árlega efnilega nema í verkfræði við Háskóla Íslands til framhaldsnáms. Sá nemandi sem er með hæstu meðaleinkunn eftir annað ár í grunnnámi hlýtur styrkinn hverju sinni. 

Óttar Snær lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2019 og hóf nám við Háskóla Íslands sama ár. Þess má geta að Óttar Snær sat í stjórn nemendafélagsins VIR, félags rafmagns- og tölvuverkfræðinema, skólárið 2020–2021 sem gjaldkeri.

Minningarsjóður Þorvalds Finnbogasonar stúdents var stofnaður af foreldrum hans, Sigríði Eiríksdóttur og Finnboga Rúti Þorvaldssyni, fyrrverandi forseta verkfræðideildar Háskóla Íslands. 

Árlega er veitt viðurkenning úr sjóðnum til afburðanemanda í verkfræði við Háskóla Íslands en sjóðurinn var stofnaður á 21 árs afmæli Þorvalds, þann 21. desember 1952.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.