Searle skaut Borland niður á jörðina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2021 16:17 Þrátt fyrir að sjá varla á píluspjaldið er Ryan Searle afar flinkur spilari. getty/John Walton Ryan Searle, William O'Connor og Luke Humphries komust örugglega í 3. umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Joe Cullen þurfti hins vegar að hafa mikið fyrir sínum sigri. Í fyrsta leik dagsins mætti Searle Skotanum William Borland sem sló í gegn í 1. umferð þegar hann tryggði sér sigur á Bradley Brooks með ótrúlegum níu pílna leik. Borland átti þó ekki mikla möguleika í Searle sem hefur leikið einkar vel á þessu ári og er í 15. sæti heimslistans. Searle vann fyrsta settið 3-0 og Borland virtist ekki eiga möguleika. Skotinn náði sér aðeins betur á strik í næstu tveimur settum en það dugði ekki til. Searle vann þau bæði, 3-2, og leikinn, 3-0. Í öðrum leik dagsins vann Írinn William O'Connor mjög svo öruggan sigur á reynsluboltanum Glen Durrant. O'Connor vann leikinn 3-0 og tapaði aðeins einum legg. Austurríkismaðurinn Rowby-John Rodriguez sýndi góða takta í 1. umferðinni en átti litla möguleika gegn Luke Humphries sem vann viðureignina, 3-0. Eftir þrjár frekar ójafnar viðureignir var mikil spenna í leik Cullens og Jims Williams. Sá síðarnefndi komst í 0-1 og 1-2 en Cullen gafst ekki upp. Hann jafnaði með því að vinna fjórða settið, 3-0, og tryggði sér svo sigurinn með 3-1 sigri í oddasetti. Fjórir leikir fara fram á HM í kvöld. Bein útsending Stöðvar 2 Sports 3 hefst klukkan 19:00. Leikir kvöldsins Nathan Aspinall - Joe Murnan Dirk van Duijvenbode - Boris Koltsov Kim Huybrechts - Steve Beaton Simon Whitlock - Martiijn Kleermaker Pílukast Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Í fyrsta leik dagsins mætti Searle Skotanum William Borland sem sló í gegn í 1. umferð þegar hann tryggði sér sigur á Bradley Brooks með ótrúlegum níu pílna leik. Borland átti þó ekki mikla möguleika í Searle sem hefur leikið einkar vel á þessu ári og er í 15. sæti heimslistans. Searle vann fyrsta settið 3-0 og Borland virtist ekki eiga möguleika. Skotinn náði sér aðeins betur á strik í næstu tveimur settum en það dugði ekki til. Searle vann þau bæði, 3-2, og leikinn, 3-0. Í öðrum leik dagsins vann Írinn William O'Connor mjög svo öruggan sigur á reynsluboltanum Glen Durrant. O'Connor vann leikinn 3-0 og tapaði aðeins einum legg. Austurríkismaðurinn Rowby-John Rodriguez sýndi góða takta í 1. umferðinni en átti litla möguleika gegn Luke Humphries sem vann viðureignina, 3-0. Eftir þrjár frekar ójafnar viðureignir var mikil spenna í leik Cullens og Jims Williams. Sá síðarnefndi komst í 0-1 og 1-2 en Cullen gafst ekki upp. Hann jafnaði með því að vinna fjórða settið, 3-0, og tryggði sér svo sigurinn með 3-1 sigri í oddasetti. Fjórir leikir fara fram á HM í kvöld. Bein útsending Stöðvar 2 Sports 3 hefst klukkan 19:00. Leikir kvöldsins Nathan Aspinall - Joe Murnan Dirk van Duijvenbode - Boris Koltsov Kim Huybrechts - Steve Beaton Simon Whitlock - Martiijn Kleermaker
Nathan Aspinall - Joe Murnan Dirk van Duijvenbode - Boris Koltsov Kim Huybrechts - Steve Beaton Simon Whitlock - Martiijn Kleermaker
Pílukast Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira