Lífið

Fluttu nýtt jólalag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birgitta Haukdal og Vignir fóru mikinn í þættinum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Birgitta Haukdal og Vignir fóru mikinn í þættinum á Stöð 2 í gærkvöldi.

Sóli Hólm og Eva Laufey stigu á stokk í sérstökum jólaskemmtiþætti á Stöð 2 í gær sem gekk undir nafninu Vertu með okkur um jólin.

Um var að ræða tónlistarveislu þar sem kertaljós og kósý stemming var í fyrirrúmi. Einvalalið tónlistarfólks fluttu klassísk og vinsæl jólalög í bland við ný. Davíð Sigurgeirsson stýrði hljómsveit og 30 manna gospelkór Jóns Vídalíns var á svæðinu listamönnunum til halds og trausts.

Birgitta Haukdal flutti lagið Ég man svo vel um jólin í gærkvöldi en hún samdi það ásamt Vigni Snæ Vigfússyni en lagið er nýtt. Birgitta og Vignir voru eftirminnilega saman í sveitinni Írafár sem kemur reglulega enn fram.

Hér að neðan má sjá flutningin.

Klippa: Birgitta Haukdal og Vignir Snær - Ég man svo vel um jólin





Fleiri fréttir

Sjá meira


×