Van Gerwen afar ósáttur við mótshaldara: „Þetta er bara ein stór kórónuveirubomba núna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2021 09:00 Michael van Gerwen er afar vonsvikinn eftir að hafa þurft að hætta keppni á HM í pílukasti. getty/Andrew Redington Michael van Gerwen sendi skipuleggjendum heimsmeistaramótsins í pílukasti tóninn eftir að hann þurfti að draga sig úr keppni eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Van Gerwen átti að mæta Chris Dobey í síðasta leik gærdagsins en ekkert varð af honum eftir að Hollendingurinn greindist með veiruna. Hann fær því ekki tækifæri til að vinna sinn fjórða heimsmeistaratitil. Landi Van Gerwens, Vincent Van Der Voort, þurfti einnig að draga sig úr keppni eftir að hafa smitast af veirunni. Þá greindist þriðji Hollendingurinn, Raymond Van Barneweld, með veiruna eftir að hann féll úr keppni eftir tap fyrir Rob Cross. Van Gerwen lýsti vonbrigðum sínum yfir stöðu mála í samtali við hollenska miðilinn AD Sportwereld. „Auðvitað er heilsan það mikilvægasta en þú ert hérna til að vinna mótið. Ég átti ekki von á þessu. Við Vincent höfum varla farið neitt. Við fórum ekki einu sinni í morgunmat á hótelinu því okkur fannst of margir þar,“ sagði Van Gerwen. „Ég sá þetta öðruvísi fyrir mér. Þetta er versta martröðin. Ég prófa mig á hverjum degi. Ég veit ekki hvar ég fékk þetta en við sitjum í súpunni.“ Van Gerwen finnst sem mótshaldarar geti gert meira til að hefta útbreiðslu veirunnar og lýsir Alexandra höllinni, þar sem HM fer fram, sem hálfgerðri gróðrastíu fyrir veiruna. „Þeir eiga að prófa alla við innganginn á hverjum einasta degi en gera það ekki. Samkvæmt fyrirmælum bresku ríkisstjórnarinnar er það ekki nauðsynlegt en til að verja samtökin okkar og mótið hefði það verið hjálplegt,“ sagði Van Gerwen. „PDC samtökin munu alltaf segja að þau hafi fylgt öllum reglum en þau hefðu getað gert þetta betur. Það hefur ekki verið nógu styrk stjórn. Þetta er bara ein stór kórónuveirubomba núna og ég varð fyrir barðinu á því. Ég gerði ekkert sem gerir þetta enn meira svekkjandi.“ Dobey, sem átti að mæta Van Gerwen í gær, mætir annað hvort Dave Chisnall eða Luke Humphries í sextán manna úrslitum. Pílukast Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Van Gerwen átti að mæta Chris Dobey í síðasta leik gærdagsins en ekkert varð af honum eftir að Hollendingurinn greindist með veiruna. Hann fær því ekki tækifæri til að vinna sinn fjórða heimsmeistaratitil. Landi Van Gerwens, Vincent Van Der Voort, þurfti einnig að draga sig úr keppni eftir að hafa smitast af veirunni. Þá greindist þriðji Hollendingurinn, Raymond Van Barneweld, með veiruna eftir að hann féll úr keppni eftir tap fyrir Rob Cross. Van Gerwen lýsti vonbrigðum sínum yfir stöðu mála í samtali við hollenska miðilinn AD Sportwereld. „Auðvitað er heilsan það mikilvægasta en þú ert hérna til að vinna mótið. Ég átti ekki von á þessu. Við Vincent höfum varla farið neitt. Við fórum ekki einu sinni í morgunmat á hótelinu því okkur fannst of margir þar,“ sagði Van Gerwen. „Ég sá þetta öðruvísi fyrir mér. Þetta er versta martröðin. Ég prófa mig á hverjum degi. Ég veit ekki hvar ég fékk þetta en við sitjum í súpunni.“ Van Gerwen finnst sem mótshaldarar geti gert meira til að hefta útbreiðslu veirunnar og lýsir Alexandra höllinni, þar sem HM fer fram, sem hálfgerðri gróðrastíu fyrir veiruna. „Þeir eiga að prófa alla við innganginn á hverjum einasta degi en gera það ekki. Samkvæmt fyrirmælum bresku ríkisstjórnarinnar er það ekki nauðsynlegt en til að verja samtökin okkar og mótið hefði það verið hjálplegt,“ sagði Van Gerwen. „PDC samtökin munu alltaf segja að þau hafi fylgt öllum reglum en þau hefðu getað gert þetta betur. Það hefur ekki verið nógu styrk stjórn. Þetta er bara ein stór kórónuveirubomba núna og ég varð fyrir barðinu á því. Ég gerði ekkert sem gerir þetta enn meira svekkjandi.“ Dobey, sem átti að mæta Van Gerwen í gær, mætir annað hvort Dave Chisnall eða Luke Humphries í sextán manna úrslitum.
Pílukast Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira