Sautján ára Úsbeki felldi Carlsen af stallinum Atli Ísleifsson skrifar 29. desember 2021 11:36 Nodirbek Abdusattorov er nýr heimsmeistari í atskák. Getty Nodirbek Abdusattorov, sautján ára Úsbeki, varð í gær heimsmeistari í atskák í pólsku höfuðborginni Varsjá og batt þar með enda á sigurgöngu Norðmannsins Magnus Carlsen sem var fyrir mótið handhafi þriggja stærstu heimsmeistaratitlanna í skákíþróttinni. Carlsen var þó allt annað en sáttur og gagnrýndi fyrirkomulag og reglur mótsins harðlega, en fjórir skákmenn, Carlsen þeirra á meðal, höfðu verið jafnir að stigum að loknu mótinu. Grípa þurfti til einvígis til að skera úr um sigurvegara þar sem Abdusattorov hafði loks betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi. Reglur mótsins gerðu ráð fyrir að í þeim aðstæðum að fleiri en tveir skákmenn væru jafnir að stigum skyldu þeir tveir mætast í einvígi sem væru með flest stig samkvæmt Sonneborn-Berger-reiknireglunni. Reiknireglan reiknar stig leikmanna með tilliti til styrkleika þeirra leikmanna sem viðkomandi hefur unnið eða gert jafntefli við. Þar mældust þeir Abdusattorov og Nepomniachtchi efstir, Carlsen þriðji og Fabiano Caruana fjórði, en allir voru þeir með 9,5 vinning að móti loknu. Squabbles about the rules aside, what an absolutely incredible acheviement! https://t.co/OGTtJMF4Xl— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) December 28, 2021 „Heimskuleg regla“ „Þetta er heimskuleg regla,“ sagði Carlsen í samtali við NRK eftir að ljóst var að hann myndi missa af einvíginu. „Annað hvort eiga allir þeir sem eru efstir með jafnmarga vinninga í umspil, eða þá enginn.“ Í atskák eru leikmenn með fimmtán mínútur á klukkunni, auk tíu sekúndna fyrir hvern leik. Heimsmeistaramótið í hraðskák hefst svo í Varsjá í dag, en þar eru leikmenn með þrjár mínútur á klukkunni. Þar mun Carlsen einnig reyna að verja heimsmeistaratitil sinn. Carlsen varð heimsmeistari í skák í fimmta sinn þann 10. desember síðastliðinn þegar hann hafði betur gegn Rússanum Nepomniachtchi. Það mót fór fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Skák Úsbekistan Pólland Noregur Tengdar fréttir Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52 Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil. 14. desember 2021 13:17 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Carlsen var þó allt annað en sáttur og gagnrýndi fyrirkomulag og reglur mótsins harðlega, en fjórir skákmenn, Carlsen þeirra á meðal, höfðu verið jafnir að stigum að loknu mótinu. Grípa þurfti til einvígis til að skera úr um sigurvegara þar sem Abdusattorov hafði loks betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi. Reglur mótsins gerðu ráð fyrir að í þeim aðstæðum að fleiri en tveir skákmenn væru jafnir að stigum skyldu þeir tveir mætast í einvígi sem væru með flest stig samkvæmt Sonneborn-Berger-reiknireglunni. Reiknireglan reiknar stig leikmanna með tilliti til styrkleika þeirra leikmanna sem viðkomandi hefur unnið eða gert jafntefli við. Þar mældust þeir Abdusattorov og Nepomniachtchi efstir, Carlsen þriðji og Fabiano Caruana fjórði, en allir voru þeir með 9,5 vinning að móti loknu. Squabbles about the rules aside, what an absolutely incredible acheviement! https://t.co/OGTtJMF4Xl— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) December 28, 2021 „Heimskuleg regla“ „Þetta er heimskuleg regla,“ sagði Carlsen í samtali við NRK eftir að ljóst var að hann myndi missa af einvíginu. „Annað hvort eiga allir þeir sem eru efstir með jafnmarga vinninga í umspil, eða þá enginn.“ Í atskák eru leikmenn með fimmtán mínútur á klukkunni, auk tíu sekúndna fyrir hvern leik. Heimsmeistaramótið í hraðskák hefst svo í Varsjá í dag, en þar eru leikmenn með þrjár mínútur á klukkunni. Þar mun Carlsen einnig reyna að verja heimsmeistaratitil sinn. Carlsen varð heimsmeistari í skák í fimmta sinn þann 10. desember síðastliðinn þegar hann hafði betur gegn Rússanum Nepomniachtchi. Það mót fór fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Skák Úsbekistan Pólland Noregur Tengdar fréttir Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52 Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil. 14. desember 2021 13:17 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52
Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil. 14. desember 2021 13:17