Heimsmeistarinn sagði að búið væri að gengisfella HM og lagði til að því yrði frestað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 07:31 Gerwyn Price vann öruggan sigur á Dirk van Duijvenbode í sextán manna úrslit á HM í pílukasti í gær. getty/Luke Walker Heimsmeistarinn Gerwyn Price lagði það til að HM í pílukasti yrði frestað vegna fjölda keppenda sem hafa þurft að draga sig úr keppni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Þrír sterkir keppendur hafa þurft að hætta keppni eftir að hafa smitast af veirunni: Vincent van Voort, Dave Chisnall og þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen. Sá síðastnefndi sendi mótshöldurum tóninn eftir að hann þurfti að draga sig úr keppni og sagði að ekki væri hugað nógu vel að sóttvörnum í Alexandra höllinni þar sem HM fer fram. Eftir að Chisnall þurfti að draga sig úr keppni í gær setti Price inn færslu á Instagram þar sem hann sagði það þyrfti að fresta mótinu. „Nú er búið að gengisfella mótið. Ég vil frekar spila við þá bestu til að verða bestur. Mér finnst ömurlegt að þessir leikmenn þurfi að hætta vegna veirunnar,“ skrifaði Price. Gerwyn Price has called for the tournament to be postponed. Do you agree? #WHDarts pic.twitter.com/gVqpTHUSid— Live Darts (@livedarts) December 29, 2021 Price skýrði svo mál sitt frekar í annarri færslu og dró þá aðeins í land. „Ég hef verið í þeirra sporum svo ég finn til með leikmönnunum sem hafa þurft að hætta. Það fer mikil vinna í að skipuleggja viðburð eins og HM svo kannski er ekki besta hugmyndin að fresta mótinu en ég yrði ekki ósammála ef það yrði gert. Ég ætla núna að fara varlega og í hæfilegri fjarlægð frá öðrum. Farið öll varlega,“ skrifaði Price. Í gærkvöldi tryggði hann sér sæti í átta manna úrslitum á HM með sigri á Dirk van Duijvenbode. Hollendingurinn vann fyrsta settið en þá hrökk Price heldur betur í gang og vann alla leggi og sett sem eftir voru. Í átta manna úrslitum mætir Price Michael Smith sem sigraði Jonny Clayton í frábærum leik í gær, 4-3. Pílukast Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sjá meira
Þrír sterkir keppendur hafa þurft að hætta keppni eftir að hafa smitast af veirunni: Vincent van Voort, Dave Chisnall og þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen. Sá síðastnefndi sendi mótshöldurum tóninn eftir að hann þurfti að draga sig úr keppni og sagði að ekki væri hugað nógu vel að sóttvörnum í Alexandra höllinni þar sem HM fer fram. Eftir að Chisnall þurfti að draga sig úr keppni í gær setti Price inn færslu á Instagram þar sem hann sagði það þyrfti að fresta mótinu. „Nú er búið að gengisfella mótið. Ég vil frekar spila við þá bestu til að verða bestur. Mér finnst ömurlegt að þessir leikmenn þurfi að hætta vegna veirunnar,“ skrifaði Price. Gerwyn Price has called for the tournament to be postponed. Do you agree? #WHDarts pic.twitter.com/gVqpTHUSid— Live Darts (@livedarts) December 29, 2021 Price skýrði svo mál sitt frekar í annarri færslu og dró þá aðeins í land. „Ég hef verið í þeirra sporum svo ég finn til með leikmönnunum sem hafa þurft að hætta. Það fer mikil vinna í að skipuleggja viðburð eins og HM svo kannski er ekki besta hugmyndin að fresta mótinu en ég yrði ekki ósammála ef það yrði gert. Ég ætla núna að fara varlega og í hæfilegri fjarlægð frá öðrum. Farið öll varlega,“ skrifaði Price. Í gærkvöldi tryggði hann sér sæti í átta manna úrslitum á HM með sigri á Dirk van Duijvenbode. Hollendingurinn vann fyrsta settið en þá hrökk Price heldur betur í gang og vann alla leggi og sett sem eftir voru. Í átta manna úrslitum mætir Price Michael Smith sem sigraði Jonny Clayton í frábærum leik í gær, 4-3.
Pílukast Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sjá meira