Lífið

Hildur gekk í það heilaga um jólin

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hildur boðar partý í sumar.
Hildur boðar partý í sumar. vísir/vilhelm

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, giftist Jóni Skaftasyni nú um jólin. Frá þessu greinir Hildur á Facebook.

„Um jólin giftist ég loks honum Jóni mínum í lítilli athöfn í stofunni heima, umkringd nánustu fjölskyldu. Herlegheitin voru ákveðin með nokkurra daga fyrirvara og komu viðstöddum að óvörum. Það var auðvitað löngu tímabært að þinglýsa ráðahagnum enda fyrningarfrestur á trúlofuninni að renna út,“ skrifar Hildur í færslu á Facebook, þar sem hún lætur fylgja með mynd af þeim hjónum ásamt börnum.

Þá biður hún vini sína og bandamenn um að örvænta ekki, þar sem stefnt sé á að halda partý í sumar.

Hildur greindi frá því í desember að hún sæktist eftir því að verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Hún stefnir á að vera borgarstjóri og ætlar sér að setja samgöngumál og leikskólamál á oddinn.

Eyþór Arnalds, núverandi oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, tilkynnti um tveimur vikum síðar að hann væri hættur við að sækjast eftir oddvitasætinu í borginni, af persónulegum ástæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.