Spáir því að Smith snúi á söguna og verði heimsmeistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2022 13:30 Hvor þeirra lyftir Sid Waddell bikarnum í kvöld, Michael Smith eða Peter Wright? epa/SEAN DEMPSEY/getty/LUKE WALKER Heimsmeistaramótinu í pílukasti lýkur í kvöld með úrslitaleik Michaels Smith og Peters Wright. Einn helsti pílusérfræðingur landsins spáir því að úrslitin ráðist í oddasetti. Níutíuogsex keppendur hófu leik á HM í pílukasti en nú standa aðeins tveir eftir; Smith og Wright sem hafa báðir leikið stórvel á mótinu. Smith komst í úrslit á HM 2019 en tapaði fyrir Michael van Gerwen. Wright tapaði einnig í úrslitum fyrir Van Gerwen 2014 en náði fram hefndum með því að sigra Hollendinginn í úrslitaleiknum á HM 2020. Og hann getur lyft Sid Wadell bikarnum í annað sinn í kvöld vinni hann Smith. „Við eigum von á mörgum 180, háu skori og jöfnum leik. Ég held að hann fari alla leið og endi 7-6,“ sagði pílusérfræðingurinn Guðni Þ. Guðjónsson í samtali við Vísi. Hann hallast frekar að sigri Smiths, ekki síst þar sem hann fór í gegnum sannkallaðar eldraunir gegn Jonny Clayton og heimsmeistaranum Gerwyn Price. Guðni Þ. Guðjónsson hefur fylgst grannt með gangi mála á HM í pílukasti.úr einkasafni „Smith er búinn að klára Clayton og Price í miklum spennuleikjum. Hann er líka með tæplega fimmtíu prósent árangur í útskotum á móti fjörutíu prósentum hjá Wright. Ég held að þetta sé árið hans Smiths og hann klári þetta. En þetta verður veisla í kvöld,“ sagði Guðni. Í undanúrslitunum í gær sigraði Smith James Wade, 6-3, á meðan Wright bar sigurorð af Gary Anderson, 6-4. Báðir voru með frábært meðaltal, Wright 104,38 og Smith 100,98, og Wright setti met á HM með því að ná 24 sinnum fullkomnu skori, eða 180. „Metið yfir flest 180 hjá leikmanni á HM er 71 sem Anderson á. Ég held að bæði Wright og Smith bæti það í kvöld. Við fáum svona 40-42 180 skor,“ sagði Guðni en metið yfir flest 180 í úrslitaleik er 34 hjá Anderson og Adrian Lewis 2016. Wright varð heimsmeistari fyrir tveimur árum.epa/SEAN DEMPSEY Sem fyrr sagði komst Smith í úrslit á HM 2019. Honum tókst ekki að fylgja því eftir og datt út í 1. umferð á HM 2020 og 2021. En í ár hefur annað verið uppi á teningnum, Smith hefur spilað einstaklega vel og er með hæsta meðalskorið á HM, 100,66. Wright er sjónarmun á eftir með 100,65. Jafnara verður það varla. Guðni segir að framganga Smiths á HM hafi komið á óvart þótt vissulega hafi hæfileikar hans alltaf legið fyrir. „Já, ég myndi segja það. Hann hefur oft verið í umræðunni en alltaf tekist að klúðra þessu á stóra sviðinu,“ sagði Guðni. Smith og Wright mættust síðast á Grand Slam þar sem Wright vann 16-12. Þeir hafa mæst ellefu sinnum í útsláttarleikjum á sjónvarpsmótum og Wright hefur unnið alla leikina. Peter Wright v Michael Smith TV KO games2013 PC - Wright 6-22014 WC - Wright 4-32014 UK - Wright 9-82017 MM - Wright 10-92018 MM - Wright 11-82019 M - Wright 10-62019 CL - Wright 11-52020 M - Wright 11-102020 PC - Wright 10-62021 WM - Wright 16-72021 GS - Wright 16-12— Weekly Dartscast (@WeeklyDartscast) January 2, 2022 „Sagan er ekki með Smith í kvöld ef við tökum þessa leiki en ég held hann klári þetta,“ sagði Guðni að lokum. Bein útsending frá úrslitaleiknum á HM í pílukasti hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Níutíuogsex keppendur hófu leik á HM í pílukasti en nú standa aðeins tveir eftir; Smith og Wright sem hafa báðir leikið stórvel á mótinu. Smith komst í úrslit á HM 2019 en tapaði fyrir Michael van Gerwen. Wright tapaði einnig í úrslitum fyrir Van Gerwen 2014 en náði fram hefndum með því að sigra Hollendinginn í úrslitaleiknum á HM 2020. Og hann getur lyft Sid Wadell bikarnum í annað sinn í kvöld vinni hann Smith. „Við eigum von á mörgum 180, háu skori og jöfnum leik. Ég held að hann fari alla leið og endi 7-6,“ sagði pílusérfræðingurinn Guðni Þ. Guðjónsson í samtali við Vísi. Hann hallast frekar að sigri Smiths, ekki síst þar sem hann fór í gegnum sannkallaðar eldraunir gegn Jonny Clayton og heimsmeistaranum Gerwyn Price. Guðni Þ. Guðjónsson hefur fylgst grannt með gangi mála á HM í pílukasti.úr einkasafni „Smith er búinn að klára Clayton og Price í miklum spennuleikjum. Hann er líka með tæplega fimmtíu prósent árangur í útskotum á móti fjörutíu prósentum hjá Wright. Ég held að þetta sé árið hans Smiths og hann klári þetta. En þetta verður veisla í kvöld,“ sagði Guðni. Í undanúrslitunum í gær sigraði Smith James Wade, 6-3, á meðan Wright bar sigurorð af Gary Anderson, 6-4. Báðir voru með frábært meðaltal, Wright 104,38 og Smith 100,98, og Wright setti met á HM með því að ná 24 sinnum fullkomnu skori, eða 180. „Metið yfir flest 180 hjá leikmanni á HM er 71 sem Anderson á. Ég held að bæði Wright og Smith bæti það í kvöld. Við fáum svona 40-42 180 skor,“ sagði Guðni en metið yfir flest 180 í úrslitaleik er 34 hjá Anderson og Adrian Lewis 2016. Wright varð heimsmeistari fyrir tveimur árum.epa/SEAN DEMPSEY Sem fyrr sagði komst Smith í úrslit á HM 2019. Honum tókst ekki að fylgja því eftir og datt út í 1. umferð á HM 2020 og 2021. En í ár hefur annað verið uppi á teningnum, Smith hefur spilað einstaklega vel og er með hæsta meðalskorið á HM, 100,66. Wright er sjónarmun á eftir með 100,65. Jafnara verður það varla. Guðni segir að framganga Smiths á HM hafi komið á óvart þótt vissulega hafi hæfileikar hans alltaf legið fyrir. „Já, ég myndi segja það. Hann hefur oft verið í umræðunni en alltaf tekist að klúðra þessu á stóra sviðinu,“ sagði Guðni. Smith og Wright mættust síðast á Grand Slam þar sem Wright vann 16-12. Þeir hafa mæst ellefu sinnum í útsláttarleikjum á sjónvarpsmótum og Wright hefur unnið alla leikina. Peter Wright v Michael Smith TV KO games2013 PC - Wright 6-22014 WC - Wright 4-32014 UK - Wright 9-82017 MM - Wright 10-92018 MM - Wright 11-82019 M - Wright 10-62019 CL - Wright 11-52020 M - Wright 11-102020 PC - Wright 10-62021 WM - Wright 16-72021 GS - Wright 16-12— Weekly Dartscast (@WeeklyDartscast) January 2, 2022 „Sagan er ekki með Smith í kvöld ef við tökum þessa leiki en ég held hann klári þetta,“ sagði Guðni að lokum. Bein útsending frá úrslitaleiknum á HM í pílukasti hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti