Nær útilokað að Vetrarólympíuleikunum verði frestað úr þessu Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 15:30 Vetrarólympíuleikarnir eiga að standa yfir frá 4.-20. febrúar. Getty Nú þegar akkúrat mánuður er í að Vetrarólympíuleikarnir eigi að hefjast í Peking hafa ýmsir lýst yfir efasemdum um að rétt sé að halda leikana í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita. Ekki stendur þó til að fresta leikunum. Dick Pound, sem situr í stjórn alþjóða ólympíunefndarinnar, segir afar ólíklegt að Vetrarólympíuleikunum verði frestað úr þessu. Öllum sé ljós mikil útbreiðsla smita en að það verði einfaldlega að hafa það þó að keppendur, jafnvel sumar af stórstjörnum vetraríþróttanna, missi af leikunum. Sem dæmi má nefna að bandaríska skíðastjarnan Mikaela Shiffrin greindist með Covid í síðustu viku, líkt og tíu meðlimir kanadíska bobsleðaliðsins, og NHL-deildin ákvað í síðasta mánuði að leikmenn deildarinnar færu ekki í keppni í íshokkí á leikunum. „Áhyggjurnar snúast að öllu fólkinu sem er ekki enn komið til Kína. Hvort að það detti út eitt af öðru og að við missum út keppanda á sleða hér eða skautum þar. Ef að þetta yrði þannig að það væru bara kínverskir íþróttamenn á svæðinu þá yrði ekki hægt að líta á þetta sem Ólympíuleika,“ sagði Pound. Sumarólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna faraldursins og þeir haldnir síðasta sumar. Aðspurður hverjar líkurnar væru á að Vetrarólympíuleikunum yrði frestað svaraði Pound því að líkurnar væru mjög litlar. „Það væri vitleysa að reyna að giska á líkurnar. Þetta er möguleiki sem er ekki alveg hægt að afskrifa en staðan er ekki þannig að heilu þjóðirnar segist ekki ætla að fara á leikana. Það er synd ef að „íþróttamaður X“ getur ekki verið með en við erum þá samt með nokkur hundruð keppendur sem geta það. Maður hættir ekki við leikana, jafnvel þó að um sé að ræða einhverjar af stjörnunum,“ sagði Pound. Allir séu þó meðvitaðir um að staðan sé alvarleg. „Ég held að það sé ekki hægt að fresta úr þessu. Það er nánast að öllu leyti þannig að örin er farin úr boganum. Leikarnir hefjast 4. febrúar og það þyrfti rosalegt áfall til að eitthvað breyttist úr þessu,“ sagði Pound og nefndi sem dæmi að heilbrigðisyfirvöld færu að láta loka landamærum vegna veirunnar. „Allir með greindarvísitölu yfir stofuhita hafa auðvitað áhyggjur og vita að sá möguleiki er til staðar að það verði frestað, þó að við teljum að það gerist ekki. Íþróttafólkið er að keppa og það munu koma upp tilvik. Spurningin er hve mörg og hvort um verði að ræða slíkt hamfaraflóð að það borgi sig ekki lengur að halda leikana,“ sagði Pound. Skipuleggjendur leikanna í Peking hafa ítrekað útilokað þann möguleika að leikunum verði frestað og bent á að vandlega verði gætt að smitvörnum, allir þátttakendur teknir í smitpróf daglega og þeim haldið aðskildum frá heimamönnum sem ekki starfi við leikana. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Sjá meira
Dick Pound, sem situr í stjórn alþjóða ólympíunefndarinnar, segir afar ólíklegt að Vetrarólympíuleikunum verði frestað úr þessu. Öllum sé ljós mikil útbreiðsla smita en að það verði einfaldlega að hafa það þó að keppendur, jafnvel sumar af stórstjörnum vetraríþróttanna, missi af leikunum. Sem dæmi má nefna að bandaríska skíðastjarnan Mikaela Shiffrin greindist með Covid í síðustu viku, líkt og tíu meðlimir kanadíska bobsleðaliðsins, og NHL-deildin ákvað í síðasta mánuði að leikmenn deildarinnar færu ekki í keppni í íshokkí á leikunum. „Áhyggjurnar snúast að öllu fólkinu sem er ekki enn komið til Kína. Hvort að það detti út eitt af öðru og að við missum út keppanda á sleða hér eða skautum þar. Ef að þetta yrði þannig að það væru bara kínverskir íþróttamenn á svæðinu þá yrði ekki hægt að líta á þetta sem Ólympíuleika,“ sagði Pound. Sumarólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna faraldursins og þeir haldnir síðasta sumar. Aðspurður hverjar líkurnar væru á að Vetrarólympíuleikunum yrði frestað svaraði Pound því að líkurnar væru mjög litlar. „Það væri vitleysa að reyna að giska á líkurnar. Þetta er möguleiki sem er ekki alveg hægt að afskrifa en staðan er ekki þannig að heilu þjóðirnar segist ekki ætla að fara á leikana. Það er synd ef að „íþróttamaður X“ getur ekki verið með en við erum þá samt með nokkur hundruð keppendur sem geta það. Maður hættir ekki við leikana, jafnvel þó að um sé að ræða einhverjar af stjörnunum,“ sagði Pound. Allir séu þó meðvitaðir um að staðan sé alvarleg. „Ég held að það sé ekki hægt að fresta úr þessu. Það er nánast að öllu leyti þannig að örin er farin úr boganum. Leikarnir hefjast 4. febrúar og það þyrfti rosalegt áfall til að eitthvað breyttist úr þessu,“ sagði Pound og nefndi sem dæmi að heilbrigðisyfirvöld færu að láta loka landamærum vegna veirunnar. „Allir með greindarvísitölu yfir stofuhita hafa auðvitað áhyggjur og vita að sá möguleiki er til staðar að það verði frestað, þó að við teljum að það gerist ekki. Íþróttafólkið er að keppa og það munu koma upp tilvik. Spurningin er hve mörg og hvort um verði að ræða slíkt hamfaraflóð að það borgi sig ekki lengur að halda leikana,“ sagði Pound. Skipuleggjendur leikanna í Peking hafa ítrekað útilokað þann möguleika að leikunum verði frestað og bent á að vandlega verði gætt að smitvörnum, allir þátttakendur teknir í smitpróf daglega og þeim haldið aðskildum frá heimamönnum sem ekki starfi við leikana.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Sjá meira