Þríhálsbrotnaði lífshættulega en lætur nú drauminn rætast Snorri Másson skrifar 4. janúar 2022 20:01 Henning Jónasson er þaulreyndur líkamsræktarþjálfari en lenti í slysi fyrir þremur árum sem hefði getað endað mjög illa. Nú er hann að láta drauminn rætast og opna stöð með bestu vinum sínum. Henning Jónasson hefur verið viðriðinn íþróttir og líkamsrækt frá æskuárum. Fyrir rúmum þremur árum lenti hann í lífshættulegu slysi þegar hann þríhálsbrotnaði við að stinga sér niður af kletti í Suður-Frakklandi. Hann hlaut þar slíka áverka að læknar töldu ljóst að einstaklega gott líkamlegt form hans hafi orðið honum til lífs. Í dag er hann að láta draum sinn rætast og opna líkamsræktarstöð ásamt bestu vinum sínum, Afrek. Það er eins konar samfélagsleg líkamsræktarstöð, sem hefur verið komið á laggirnar á mettíma í gömlu pústverkstæði í Skógarhlíðinni. Henning rifjaði upp slysið í Íslandi í dag, þar sem einnig má sjá myndband af sjálfu slysinu. Það myndband hefur Henning sjálfur aldrei getað horft á: Slysið bar þannig að Henning var staddur ásamt kærustu sinni í fríi rétt utan við Nice í Suður-Frakklandi sumarið 2018. „Við vorum þarna bara í algerri paradís að hoppa fram af klettum og taka hjólabátinn upp gljúfrið. Svo er það þannig að þegar við erum komin töluvert inn gljúfrið að ég þóttist hafa séð ákjósanlegan pall til að stökkva af. Það er ótrúleg tilviljun að þarna, eina skiptið af þessum palli sem ég finn, að ég ákveð að stinga mér með höfuðið á undan. Og ég lendi á kollinum. Svo tekur sársaukinn við. Ég man frekar skýrt eftir þessu. Sársaukinn var óbærilegur og ég vissi um leið að það hefði eitthvað mikið gerst.” Í hönd fór sjúkrahúsvist, endurnýjun en svo tók lífið bara við. Henning var farinn að standa á höndum nokkrum mánuðum eftir slysið. Tilviljunin í málinu er sú að nokkrum árum áður en hann stakk sér með þessum afdrifaríku afleiðingum hafði hann fengið hálfgerða áráttu fyrir því að standa á höndum og þar með styrkja hálsinn til muna. Það varð honum sannarlega til happs. View this post on Instagram A post shared by Afrek Functional Fitness (@afrek.fitness) Í Afreki á að bjóða upp á hóptíma, hvort sem er í þreki eða lyftingum. Afrek er svo sem ekki fyrst inn á hóptímamarkaðinn á Íslandi. Á undanförnum árum hefur orðið að heita má sprenging í svona þjónustu, sem hefst kannski einkum með Crossfit en sést svo í Mjölni, World Fit og Granda 101, svo eitthvað sé nefnt. Henning segir aðspurður að vissulega sé fyrirtækið á leið inn á harðan markað: „En það verður bara skemmtilegra hjá okkur.“ Líkamsræktarstöðvar Áramót Slysavarnir Heilsa Ísland í dag Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira
Í dag er hann að láta draum sinn rætast og opna líkamsræktarstöð ásamt bestu vinum sínum, Afrek. Það er eins konar samfélagsleg líkamsræktarstöð, sem hefur verið komið á laggirnar á mettíma í gömlu pústverkstæði í Skógarhlíðinni. Henning rifjaði upp slysið í Íslandi í dag, þar sem einnig má sjá myndband af sjálfu slysinu. Það myndband hefur Henning sjálfur aldrei getað horft á: Slysið bar þannig að Henning var staddur ásamt kærustu sinni í fríi rétt utan við Nice í Suður-Frakklandi sumarið 2018. „Við vorum þarna bara í algerri paradís að hoppa fram af klettum og taka hjólabátinn upp gljúfrið. Svo er það þannig að þegar við erum komin töluvert inn gljúfrið að ég þóttist hafa séð ákjósanlegan pall til að stökkva af. Það er ótrúleg tilviljun að þarna, eina skiptið af þessum palli sem ég finn, að ég ákveð að stinga mér með höfuðið á undan. Og ég lendi á kollinum. Svo tekur sársaukinn við. Ég man frekar skýrt eftir þessu. Sársaukinn var óbærilegur og ég vissi um leið að það hefði eitthvað mikið gerst.” Í hönd fór sjúkrahúsvist, endurnýjun en svo tók lífið bara við. Henning var farinn að standa á höndum nokkrum mánuðum eftir slysið. Tilviljunin í málinu er sú að nokkrum árum áður en hann stakk sér með þessum afdrifaríku afleiðingum hafði hann fengið hálfgerða áráttu fyrir því að standa á höndum og þar með styrkja hálsinn til muna. Það varð honum sannarlega til happs. View this post on Instagram A post shared by Afrek Functional Fitness (@afrek.fitness) Í Afreki á að bjóða upp á hóptíma, hvort sem er í þreki eða lyftingum. Afrek er svo sem ekki fyrst inn á hóptímamarkaðinn á Íslandi. Á undanförnum árum hefur orðið að heita má sprenging í svona þjónustu, sem hefst kannski einkum með Crossfit en sést svo í Mjölni, World Fit og Granda 101, svo eitthvað sé nefnt. Henning segir aðspurður að vissulega sé fyrirtækið á leið inn á harðan markað: „En það verður bara skemmtilegra hjá okkur.“
Líkamsræktarstöðvar Áramót Slysavarnir Heilsa Ísland í dag Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira
Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15