Lífið

Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vind­myllu“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að ná vindmyllunni niður.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að ná vindmyllunni niður. Vísir/Arnar

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi.

Ef skoðaðar eru lestrartölur Vísis fyrir beinu útsendinguna er ljóst að áhugi lesenda á vindmyllunni er mikill, og eykst raunar með hverri tilraun sem gerð er til þess að ná henni niður. Þegar þetta er skrifað hafa verið gerðar fimm tilraunir til þess að sprengja vindmylluna niður, og sú sjötta er í bígerð.

Netverjar hafa ekki látið sitt eftir liggja, og hafa íslenskir Twitter-notendur margir hverjir lýst ánægju sinni með festu myllunnar, sem lætur tilræði sprengjusveitarinnar ekkert á sig fá. Á sama tíma tala aðrir um mest spennandi sjónvarpsefni í heimi.

Hér að neðan má finna fréttavakt og beina útsendingu frá aðgerðum á vettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×