Laxar, litir, lífið, labb, langþráð leyfi og lítið barn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. janúar 2022 22:12 Hvernig verður árið 2022? Samsett Við tókum nokkra karlmenn í létt spjall um það fallega og nytsamlega sem leyndist í jólapökkunum og hvaða skemmtilegu verkefni bíða þeirra árið 2022. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Eyþór Arnalds „Ég fékk alltaf bækur sem barn og mig langaði mest í þær og ég hef ekki vaxið upp úr þeirri löngun sem betur fer. Núna á jólunum fékk ég til dæmis bókina Spænsku veikina eftir Gunnar Þór Bjarnason, en uppáhaldsgjöfin mín þetta árið var frá börnunum mínum, bókin BBQ kóngurinn eftir Alfreð Fannar Björnsson. Svo gáfu þau mér líka Winter Collection frá Omnom svo nú get ég grillað almennilega með þeim og við gætt okkur á dýrindis súkkulaði á eftir. Ég hlakka einmitt mest til þess að hafa meiri tíma fyrir börnin mín og fjölskylduna á nýju ári því lífið snýst ekki um að svala eigin metnaði heldur að gefa af sér. Lífið er stutt og óendanlega verðmætt, hver dagur er gjöf og heilt ár er fjársjóður. Ég ætla að nota 2022 vel og ferðast á staði sem ég hef ekki komið til og hafa tíma til að vera til staðar fyrir sjálfan mig og aðra.“ Hjörtur Freyr Vigfússon, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Securitas Hjörtur Freyr Vigfússon „Ég er hálfgerður Skröggur varðandi jólagjafir og þykir alltaf gaman að gefa en finnst alltaf hálf óþarfi að ég fái slíkar en svo endar alltaf með því að ég fæ fullt af gjöfum sem mér þykir vænt um. Ég þarf því líklega að fara að skoða þetta hugarfar mitt. Ein gjöf sem mér þótti virkilega vænt um þetta árið var síðasta púslið í dagatali frá syni mínum sem ég fékk árið áður og það fannst mér æðislegt. Einnig er ég forfallinn golfari og mín heittelskaða fór holu í höggi með því að gefa mér golfferð, sem við förum í saman árið 2022, og ég hlakka mikið til þeirrar ferðar. Nýja árið verður að ég tel mjög skemmtilegt og margt í gangi á mörgum vígstöðvum og því leggst það ljómandi vel í mig.“ Arnar Pétursson hlaupari Arnar Pétursson „Fallegasta gjöfin sem ég fékk þetta árið var líklega handgerð spiladós frá Victori vini mínum, en hann er tónlistarmaður, ásamt því að vera læknir. Ástæða þess að hann gaf mér þá gjöf er sú að konan mín er ófrísk og við erum að fara að eignast okkar fyrsta barn árið 2022. Ég er því að verða pabbi! Mér finnst það alveg dásamlegt og hef aldrei hlakkað til neins jafnmikið á ævinni. Fyrir utan það stórfenglega verkefni leggst árið að öðru leyti líka vel í mig og ég geri ráð fyrir gleði, svefnleysi, hlaupum og bleium.“ Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Svars ehf. „Eftir tvö skrýtin ár vegna utanaðkomandi aðstæðna, sem ég nenni ekki að nefna á nafn, þar sem lítið hefur verið um ferðalög og frí ákvað ég að gefa okkur hjónaleysunum einmitt það í jólagjöf. Sameiginleg gjöf sem konan átti ekki að komast að fyrr en á aðfangadagskvöld og það var nú hægara en sagt en gert að halda þeim upplýsingum frá henni, skal ég segja ykkur. En mér tókst að koma henni á óvart og við ætlum að skella okkur saman í langþráð frí í febrúar. Það er óhætt að segja að árið framundan verður mjög spennandi. Miklar breytingar í vinnuumhverfinu og margar áskoranir og það leiðist mér ekki. Fjórða iðnbyltingin er á fleygiferð og stærsta áskorunin verður einmitt að virkja fólk með í það ferðalag. Einhverjir þurfa að endurhugsa og aðlaga sig að nýjum tækifærum sem verða vonandi til hagsbóta fyrir alla. Þannig að árið 2022 verður litað af fríi, fjölskyldu og skemmtilegri vinnu.“ Haraldur Örn Ólafsson, stofnandi Fjallafélagsins Haraldur Örn Ólafsson „Ég er mjög ánægður með frábæra Scarpa gönguskó sem ég fékk í jólagjöf. Þegar maður er mikið í fjallasportinu virðist maður aldrei eiga of mikið af góðum skóm. Ég er mjög spenntur fyrir 2022 og get ekki sagt annað en að ég hlakki til verkefnanna framundan. Samverustundir með börnunum mínum eru alltaf verðmætastar. Okkur finnst skemmtilegt að fara á skíði og í sumar stefnum við á útilegur sem er fastur punktur hjá okkur og skapar alltaf góðar minningar. Ég er svo heppinn að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt og á plani ársins eru margar ferðir á vegum Fjallafélagsins sem ég rek ásamt Örvari bróður mínum. Við bjóðum upp á fjallaferðir innanlands sem og erlendis. Árið 2022 förum við til dæmis á Kilimanjaro í febrúar, Mont Blanc í sumar, og svo er stefnan sett á grunnbúðir Everest í haust. Það er því margt spennandi framundan og ég bind miklar vonir við nýja árið.“ Gísli Freyr Valdórsson, ráðgjafi hjá KOM og ritstjóri Þjóðmála Gísli Freyr Valdórsson „Ætli fallegasta, og um leið nytsamlegasta, gjöfin hafi ekki verið utanvegar-gönguskór sem börnin mín gáfu mér – væntanlega að undirlagi móður þeirra. Það er hægt að túlka skilaboð þeirrar gjafar með tvennum hætti; annað hvort þannig að ég þurfi að hreyfa mig meira, sem er rétt, og hins vegar þannig að þau vilji öll verja meiri tíma með mér. Ég kýs að túlka það þannig enda fátt betra en að njóta íslenskrar náttúru, svo klisjukennt sem það hljómar. Hvað árið 2022 varðar þá held ég að það sé ástæða fyrir okkur að fara bjartsýn inn í árið. Hagkerfið er nokkuð traust um þessar mundir og það ætti að styrkjast enn frekar. Ég gæti haldið langa tölu um mikilvægi þess að stjórnmálamenn taki aftur völdin af sóttvarnaryfirvöldum og setji þeim stólinn fyrir dyrnar, en af því að það eru áramót þá látum við duga að horfa á björtu hliðarnar og vonum að Willum Þór sé með gott leikplan framundan.“ Ómar Gunnarsson, eigandi Sérefnis ehf. Ómar Gunnarsson „Besta jólagjöfin sem ég fékk þetta árið var frá veiðifélaga mínum, Arthur Bogasyni, en það var veiðiflugan Black Doctor. Doctorinn kom í þessu þrælfína veiðiboxi og í því mátti finna lýsingu á hvernig Arthur tók fjöldann allan af löxum með henni í drottningunni í Aðaldal. Það sem ég hlakka hvað mest til á komandi ári er einmitt að komast í veiði í sumar meðal annars með bestu jolagjöfinni. 2022 er líka bara svo déskoti flott tala eitthvað þannig að ég sé fyrir mér að það verði litríkt, hvort sem er á veggjum, í lofti, utan á húsum, og eða bara í lífinu almennt. Litir eru af hinu góða.“ Jói Jóhannsson leikari Jói Jóhannsson „Ég fékk eins og alltaf svo sjúklega flottar jólagjafir frá mínu dásamlega fólki. Núna var það til dæmis listaverk og dekur, og svo samverudagur sem endar á tónleikum með æskuidolunum um kvöldið. Árið 2022 leggst vel í mig og ég hef margs að hlakka til, eins og að dunda mér með fjölskyldunni í sveitinni, og njóta samverunnar með þeim og vinum sem hefur verið af skornum skammti. Svo hlakka ég líka til óvissunnar og þess sem kemur, því lífið er ævintýri sem ekki er hægt að skipuleggja. Verkefni 2022 verða mörg, mögnuð og mismunandi, bæði persónuleg og vinnutengd. En fyrst og fremst fer ég bjartur og tindrandi inn í nýtt ár sem verður besta ár sem ég hef lifað.“ Jól Áramót Tengdar fréttir Arnar og Sara eiga von á barni Hlauparinn Arnar Pétursson á von á sínu fyrsta barni ef marka má nýjustu samfélagsmiðlafærslu Söru Bjarkar Þorsteinsdóttur. Sara, sem er förðunarfræðingur og ljósmyndari, birti af sér fallega bumbumynd í tilkynningu á Instagram. 4. janúar 2022 11:34 Flugtímar, frændur, framtíðarheimili, fiðursængur og að fara á fjalirnar Það er nú ekkert nema eðlilegt að vera nokkuð meyr yfir hátíðirnar þegar maður gefur gjafir og tekur við gjöfum frá þeim sem eru manni kærir, lítur yfir farin veg og lætur sig hlakka til komandi stunda á nýju ári. 31. desember 2021 12:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Eyþór Arnalds „Ég fékk alltaf bækur sem barn og mig langaði mest í þær og ég hef ekki vaxið upp úr þeirri löngun sem betur fer. Núna á jólunum fékk ég til dæmis bókina Spænsku veikina eftir Gunnar Þór Bjarnason, en uppáhaldsgjöfin mín þetta árið var frá börnunum mínum, bókin BBQ kóngurinn eftir Alfreð Fannar Björnsson. Svo gáfu þau mér líka Winter Collection frá Omnom svo nú get ég grillað almennilega með þeim og við gætt okkur á dýrindis súkkulaði á eftir. Ég hlakka einmitt mest til þess að hafa meiri tíma fyrir börnin mín og fjölskylduna á nýju ári því lífið snýst ekki um að svala eigin metnaði heldur að gefa af sér. Lífið er stutt og óendanlega verðmætt, hver dagur er gjöf og heilt ár er fjársjóður. Ég ætla að nota 2022 vel og ferðast á staði sem ég hef ekki komið til og hafa tíma til að vera til staðar fyrir sjálfan mig og aðra.“ Hjörtur Freyr Vigfússon, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Securitas Hjörtur Freyr Vigfússon „Ég er hálfgerður Skröggur varðandi jólagjafir og þykir alltaf gaman að gefa en finnst alltaf hálf óþarfi að ég fái slíkar en svo endar alltaf með því að ég fæ fullt af gjöfum sem mér þykir vænt um. Ég þarf því líklega að fara að skoða þetta hugarfar mitt. Ein gjöf sem mér þótti virkilega vænt um þetta árið var síðasta púslið í dagatali frá syni mínum sem ég fékk árið áður og það fannst mér æðislegt. Einnig er ég forfallinn golfari og mín heittelskaða fór holu í höggi með því að gefa mér golfferð, sem við förum í saman árið 2022, og ég hlakka mikið til þeirrar ferðar. Nýja árið verður að ég tel mjög skemmtilegt og margt í gangi á mörgum vígstöðvum og því leggst það ljómandi vel í mig.“ Arnar Pétursson hlaupari Arnar Pétursson „Fallegasta gjöfin sem ég fékk þetta árið var líklega handgerð spiladós frá Victori vini mínum, en hann er tónlistarmaður, ásamt því að vera læknir. Ástæða þess að hann gaf mér þá gjöf er sú að konan mín er ófrísk og við erum að fara að eignast okkar fyrsta barn árið 2022. Ég er því að verða pabbi! Mér finnst það alveg dásamlegt og hef aldrei hlakkað til neins jafnmikið á ævinni. Fyrir utan það stórfenglega verkefni leggst árið að öðru leyti líka vel í mig og ég geri ráð fyrir gleði, svefnleysi, hlaupum og bleium.“ Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Svars ehf. „Eftir tvö skrýtin ár vegna utanaðkomandi aðstæðna, sem ég nenni ekki að nefna á nafn, þar sem lítið hefur verið um ferðalög og frí ákvað ég að gefa okkur hjónaleysunum einmitt það í jólagjöf. Sameiginleg gjöf sem konan átti ekki að komast að fyrr en á aðfangadagskvöld og það var nú hægara en sagt en gert að halda þeim upplýsingum frá henni, skal ég segja ykkur. En mér tókst að koma henni á óvart og við ætlum að skella okkur saman í langþráð frí í febrúar. Það er óhætt að segja að árið framundan verður mjög spennandi. Miklar breytingar í vinnuumhverfinu og margar áskoranir og það leiðist mér ekki. Fjórða iðnbyltingin er á fleygiferð og stærsta áskorunin verður einmitt að virkja fólk með í það ferðalag. Einhverjir þurfa að endurhugsa og aðlaga sig að nýjum tækifærum sem verða vonandi til hagsbóta fyrir alla. Þannig að árið 2022 verður litað af fríi, fjölskyldu og skemmtilegri vinnu.“ Haraldur Örn Ólafsson, stofnandi Fjallafélagsins Haraldur Örn Ólafsson „Ég er mjög ánægður með frábæra Scarpa gönguskó sem ég fékk í jólagjöf. Þegar maður er mikið í fjallasportinu virðist maður aldrei eiga of mikið af góðum skóm. Ég er mjög spenntur fyrir 2022 og get ekki sagt annað en að ég hlakki til verkefnanna framundan. Samverustundir með börnunum mínum eru alltaf verðmætastar. Okkur finnst skemmtilegt að fara á skíði og í sumar stefnum við á útilegur sem er fastur punktur hjá okkur og skapar alltaf góðar minningar. Ég er svo heppinn að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt og á plani ársins eru margar ferðir á vegum Fjallafélagsins sem ég rek ásamt Örvari bróður mínum. Við bjóðum upp á fjallaferðir innanlands sem og erlendis. Árið 2022 förum við til dæmis á Kilimanjaro í febrúar, Mont Blanc í sumar, og svo er stefnan sett á grunnbúðir Everest í haust. Það er því margt spennandi framundan og ég bind miklar vonir við nýja árið.“ Gísli Freyr Valdórsson, ráðgjafi hjá KOM og ritstjóri Þjóðmála Gísli Freyr Valdórsson „Ætli fallegasta, og um leið nytsamlegasta, gjöfin hafi ekki verið utanvegar-gönguskór sem börnin mín gáfu mér – væntanlega að undirlagi móður þeirra. Það er hægt að túlka skilaboð þeirrar gjafar með tvennum hætti; annað hvort þannig að ég þurfi að hreyfa mig meira, sem er rétt, og hins vegar þannig að þau vilji öll verja meiri tíma með mér. Ég kýs að túlka það þannig enda fátt betra en að njóta íslenskrar náttúru, svo klisjukennt sem það hljómar. Hvað árið 2022 varðar þá held ég að það sé ástæða fyrir okkur að fara bjartsýn inn í árið. Hagkerfið er nokkuð traust um þessar mundir og það ætti að styrkjast enn frekar. Ég gæti haldið langa tölu um mikilvægi þess að stjórnmálamenn taki aftur völdin af sóttvarnaryfirvöldum og setji þeim stólinn fyrir dyrnar, en af því að það eru áramót þá látum við duga að horfa á björtu hliðarnar og vonum að Willum Þór sé með gott leikplan framundan.“ Ómar Gunnarsson, eigandi Sérefnis ehf. Ómar Gunnarsson „Besta jólagjöfin sem ég fékk þetta árið var frá veiðifélaga mínum, Arthur Bogasyni, en það var veiðiflugan Black Doctor. Doctorinn kom í þessu þrælfína veiðiboxi og í því mátti finna lýsingu á hvernig Arthur tók fjöldann allan af löxum með henni í drottningunni í Aðaldal. Það sem ég hlakka hvað mest til á komandi ári er einmitt að komast í veiði í sumar meðal annars með bestu jolagjöfinni. 2022 er líka bara svo déskoti flott tala eitthvað þannig að ég sé fyrir mér að það verði litríkt, hvort sem er á veggjum, í lofti, utan á húsum, og eða bara í lífinu almennt. Litir eru af hinu góða.“ Jói Jóhannsson leikari Jói Jóhannsson „Ég fékk eins og alltaf svo sjúklega flottar jólagjafir frá mínu dásamlega fólki. Núna var það til dæmis listaverk og dekur, og svo samverudagur sem endar á tónleikum með æskuidolunum um kvöldið. Árið 2022 leggst vel í mig og ég hef margs að hlakka til, eins og að dunda mér með fjölskyldunni í sveitinni, og njóta samverunnar með þeim og vinum sem hefur verið af skornum skammti. Svo hlakka ég líka til óvissunnar og þess sem kemur, því lífið er ævintýri sem ekki er hægt að skipuleggja. Verkefni 2022 verða mörg, mögnuð og mismunandi, bæði persónuleg og vinnutengd. En fyrst og fremst fer ég bjartur og tindrandi inn í nýtt ár sem verður besta ár sem ég hef lifað.“
Jól Áramót Tengdar fréttir Arnar og Sara eiga von á barni Hlauparinn Arnar Pétursson á von á sínu fyrsta barni ef marka má nýjustu samfélagsmiðlafærslu Söru Bjarkar Þorsteinsdóttur. Sara, sem er förðunarfræðingur og ljósmyndari, birti af sér fallega bumbumynd í tilkynningu á Instagram. 4. janúar 2022 11:34 Flugtímar, frændur, framtíðarheimili, fiðursængur og að fara á fjalirnar Það er nú ekkert nema eðlilegt að vera nokkuð meyr yfir hátíðirnar þegar maður gefur gjafir og tekur við gjöfum frá þeim sem eru manni kærir, lítur yfir farin veg og lætur sig hlakka til komandi stunda á nýju ári. 31. desember 2021 12:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Arnar og Sara eiga von á barni Hlauparinn Arnar Pétursson á von á sínu fyrsta barni ef marka má nýjustu samfélagsmiðlafærslu Söru Bjarkar Þorsteinsdóttur. Sara, sem er förðunarfræðingur og ljósmyndari, birti af sér fallega bumbumynd í tilkynningu á Instagram. 4. janúar 2022 11:34
Flugtímar, frændur, framtíðarheimili, fiðursængur og að fara á fjalirnar Það er nú ekkert nema eðlilegt að vera nokkuð meyr yfir hátíðirnar þegar maður gefur gjafir og tekur við gjöfum frá þeim sem eru manni kærir, lítur yfir farin veg og lætur sig hlakka til komandi stunda á nýju ári. 31. desember 2021 12:00