Lífið

Salka Sól og Arnar Freyr eignuðust dreng: „Það er svo hellað að fæða barn“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Nýbakaðir og stoltir foreldrar.
Nýbakaðir og stoltir foreldrar. Instagram/SalkaEyfeld

Tónlistarfólkið Arnar Freyr Frostason og Salka Sól Eyfeld eignuðust sitt annað barn í vikunni.

Salka Sól birti tvær myndir af barninu og foreldrunum á Instagram fyrr í dag, en fyrir eiga þau hjónin eitt barn, dótturina Unu Lóu, fædda árið 2019.

Salka Sól birtir tvær myndir og skrifar einfaldlega: „Það er svo hellað að fæða barn. En það er svo þess virði. Velkominn í heiminn gutti litli. Allir flottir hér.“

Salka Sól hefur áður tjáð sig á opinskáan hátt um ófrjósemisvandamál sem hún og Arnar Freyr glímdu við, í hlaðvarpinu Kviknar. Í viðtalinu, sem tekið var eftir að Una Lóa, dóttir þeirra, fæddist segir hún á einlægan hátt frá barneignaferlinu.

„Við hljótum að hafa átt hana inni í karmanu sko af því að það var svo ótrúlega erfitt að fá hana inn, að verða ólétt og svo var svo ógeðslega erfitt að fæða hana líka og koma henni út. Þannig að við áttum eiginlega skilið að eignast svona draumadís,“ sagði Salka Sól þá um dóttur sína.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×