Stríðsátök og þurrkar ógna lífi milljóna í Eþíópíu Heimsljós 6. janúar 2022 14:00 IRC Grafalvarlegt ástand er í Eþíópíu þar sem átök í norðri og þurrkar í suðri ógna lífi milljóna íbúa. Eþíópía er það land í heiminum þar sem þörf fyrir mannúðaraðstoð verður hvað mest í heiminum á þessu ári, að Afganistan undanskildu. Alþjóðlega björgunarnefndin – International Rescue Committe – birti í gær umfjöllun um grafalvarlegt ástand í landinu þar sem átök í norðri og þurrkar í suðri ógna lífi milljóna íbúa. Rúmt ár er liðið frá því blóðug stríðsátök hófust í nyrsta héraði landsins, Tigray héraði, milli stjórnarhersins og frelsishreyfingar Tigray með tilheyrandi mannfalli og flótta rúmlega tveggja milljóna manna. Að mati Sameinuðu þjóðanna hangir líf 5,5 milljóna íbúa á bláþræði vegna matarskorts. Tugþúsundir íbúa hafa flúið yfir til Súdan og átökin hafa breiðst út til héraðanna Amhara og Afar þar sem 450 þúsund íbúar eru á hrakhólum. Áhrif loftslagsbreytinga hafa sett líf fólks úr skorðum í suðurhluta landsins. „Við ferðumst langan veg til að sækja vatn sem er erfitt þegar hungrið sverfur að,“ segir Fatima, átta barna móðir sem missti lífsviðurværi sitt í þurrkum í Somali héraði. Í suðurhluta Eþíópíu eru að sögn OCHA – samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum – að minnsta átta milljónir íbúa sem þurfa á lífsbjargandi aðstoð að halda á árinu. Þurrkarnir í sunnan og austanverðu landinu, í landbúnaðarhéruðunum Somali, Austur- og Suður-Oromia, hafa þegar haft hræðileg áhrif á líf bænda sem horfa fram á uppskerubrest vegna þurrka þriðja regntímabilið í röð. OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum og stofnunin er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Eþíópía Þróunarsamvinna Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Eþíópía er það land í heiminum þar sem þörf fyrir mannúðaraðstoð verður hvað mest í heiminum á þessu ári, að Afganistan undanskildu. Alþjóðlega björgunarnefndin – International Rescue Committe – birti í gær umfjöllun um grafalvarlegt ástand í landinu þar sem átök í norðri og þurrkar í suðri ógna lífi milljóna íbúa. Rúmt ár er liðið frá því blóðug stríðsátök hófust í nyrsta héraði landsins, Tigray héraði, milli stjórnarhersins og frelsishreyfingar Tigray með tilheyrandi mannfalli og flótta rúmlega tveggja milljóna manna. Að mati Sameinuðu þjóðanna hangir líf 5,5 milljóna íbúa á bláþræði vegna matarskorts. Tugþúsundir íbúa hafa flúið yfir til Súdan og átökin hafa breiðst út til héraðanna Amhara og Afar þar sem 450 þúsund íbúar eru á hrakhólum. Áhrif loftslagsbreytinga hafa sett líf fólks úr skorðum í suðurhluta landsins. „Við ferðumst langan veg til að sækja vatn sem er erfitt þegar hungrið sverfur að,“ segir Fatima, átta barna móðir sem missti lífsviðurværi sitt í þurrkum í Somali héraði. Í suðurhluta Eþíópíu eru að sögn OCHA – samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum – að minnsta átta milljónir íbúa sem þurfa á lífsbjargandi aðstoð að halda á árinu. Þurrkarnir í sunnan og austanverðu landinu, í landbúnaðarhéruðunum Somali, Austur- og Suður-Oromia, hafa þegar haft hræðileg áhrif á líf bænda sem horfa fram á uppskerubrest vegna þurrka þriðja regntímabilið í röð. OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum og stofnunin er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Eþíópía Þróunarsamvinna Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent