„Fegurð er bara allskonar og fjölbreytileikinn er lang fallegastur“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. janúar 2022 18:16 Spegilmyndin eru nýjir lífsstílsþættir á Stöð 2. Stöð 2 „Þetta eru mannlífsþættir á léttu nótunum og snúast um heilsu - og fegrunargeirann hér á landi,“ segir Marín Manda Magnúsdóttir um nýju lífsstílsþættina sína Spegilmyndin. Fyrsti þáttur er sýndur á Stöð 2 í kvöld. „Ég fer í gegnum fegrunartrend nútímakonunnar og fræðist um allskonar mismunandi hreyfingu, mataræði, kvenheilsu, tannheilsu, svefn og andlega líðan. Svo fæ ég ýmsa fagaðila til mín í spjall og fæ að fylgjast með fólki í meðferðum og aðgerðum,“ útskýrir Marín Manda. „Í þættinum í kvöld fer ég gegnum söguna, staðalímyndirnar og líkamsbyltingarnar og skoða hver þróunin er orðin í dag. Þetta er stútfullur þáttur af skemmtilegu fólki þar ég skoða förðun, augnháralengingar, hártísku og fleira.“ Marín Manda hafði lengi látið sig dreya um að fara út í þáttagerð fyrir sjónvarp. „Í sumar fæddist síðan þessi hugmynd eitt kvöldið þegar ég horfði á breskan þátt um fegrun kvenna og mér fannst vera talað um þetta allt saman á svo opinskáan hátt. Það er margt tabú að ræða hér á landi þar sem við erum lítið samfélag og því var ég bara einstaklega forvitin um hitt og þetta. Stuttu seinna fór ég í handritsgerð og framleiðslan fór á fulla ferð og nú er þetta orðið að veruleika.“ Í þáttunum ræðir Marín Manda við ýmsa sérfræðinga, meðal annars förðunarfræðinginn Hörpu Kára.Stöð 2 Hún segir að almennt sé mikið talað um útlit og útlitsdýrkun í okkar samfélagi. „Samfélagsmiðlarnir ýta oft undir óraunhæfar kröfur og þá verða ungar stúlkur gjarnan fyrir barðinu. Hins vegar tel ég að umræðan um útlitsdýrkun hafi gert það að verkum að við konur erum orðnar betri í að beita gagnrýnni hugsun varðandi þetta efni. Öll uppbyggileg umræða er góð og umræðan um jákvæða líkamsímynd hefur einnig hjálpað. Eins furðulegt og það er þá hefur útlit alltaf skipt manneskjuna máli. Það er hluti af sjálfsmyndinni okkar og hvernig við viljum að aðrir sjái okkur. Við þurfum bara að vera duglegri að sýna okkur mildi.“ Í þáttunum ræðir Marín Manda við fjölbreyttan hóp af áhugaverðu fólki. „Ég spjalla við næringarfræðing, markþjálfa, einkaþjálfara, sjúkraþjálfara, förðunarfræðing, naglafræðing, snyrtifræðinga, hársnyrti, tannlækni, svefnráðgjafa, sálfræðinga, kennara, húð - og lýtalækna og fleiri.“ Þáttastjórnandi Spegilmyndarinnar er tískuskvísan Marín Manda.Stöð 2 Marín Manda segir að hún hafi átt nokkur „aha“ augnablik við gerð þáttanna og að ýmislegt hafi komið á óvart. „Kannski einna helst að fegurð er bara allskonar og fjölbreytileikinn er langfallegastur,“ segir Marín Manda. Fyrsti þátturinn er eins og fyrr segir á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:05. „Þessi þáttur er mikið um konur en ekki einungis. Það munu eflaust margir karlmenn hafa gaman af að horfa og fræðast örlítið með okkur konunum,“ segir Marín Manda að lokum. Tíska og hönnun Förðun Spegilmyndin Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
„Ég fer í gegnum fegrunartrend nútímakonunnar og fræðist um allskonar mismunandi hreyfingu, mataræði, kvenheilsu, tannheilsu, svefn og andlega líðan. Svo fæ ég ýmsa fagaðila til mín í spjall og fæ að fylgjast með fólki í meðferðum og aðgerðum,“ útskýrir Marín Manda. „Í þættinum í kvöld fer ég gegnum söguna, staðalímyndirnar og líkamsbyltingarnar og skoða hver þróunin er orðin í dag. Þetta er stútfullur þáttur af skemmtilegu fólki þar ég skoða förðun, augnháralengingar, hártísku og fleira.“ Marín Manda hafði lengi látið sig dreya um að fara út í þáttagerð fyrir sjónvarp. „Í sumar fæddist síðan þessi hugmynd eitt kvöldið þegar ég horfði á breskan þátt um fegrun kvenna og mér fannst vera talað um þetta allt saman á svo opinskáan hátt. Það er margt tabú að ræða hér á landi þar sem við erum lítið samfélag og því var ég bara einstaklega forvitin um hitt og þetta. Stuttu seinna fór ég í handritsgerð og framleiðslan fór á fulla ferð og nú er þetta orðið að veruleika.“ Í þáttunum ræðir Marín Manda við ýmsa sérfræðinga, meðal annars förðunarfræðinginn Hörpu Kára.Stöð 2 Hún segir að almennt sé mikið talað um útlit og útlitsdýrkun í okkar samfélagi. „Samfélagsmiðlarnir ýta oft undir óraunhæfar kröfur og þá verða ungar stúlkur gjarnan fyrir barðinu. Hins vegar tel ég að umræðan um útlitsdýrkun hafi gert það að verkum að við konur erum orðnar betri í að beita gagnrýnni hugsun varðandi þetta efni. Öll uppbyggileg umræða er góð og umræðan um jákvæða líkamsímynd hefur einnig hjálpað. Eins furðulegt og það er þá hefur útlit alltaf skipt manneskjuna máli. Það er hluti af sjálfsmyndinni okkar og hvernig við viljum að aðrir sjái okkur. Við þurfum bara að vera duglegri að sýna okkur mildi.“ Í þáttunum ræðir Marín Manda við fjölbreyttan hóp af áhugaverðu fólki. „Ég spjalla við næringarfræðing, markþjálfa, einkaþjálfara, sjúkraþjálfara, förðunarfræðing, naglafræðing, snyrtifræðinga, hársnyrti, tannlækni, svefnráðgjafa, sálfræðinga, kennara, húð - og lýtalækna og fleiri.“ Þáttastjórnandi Spegilmyndarinnar er tískuskvísan Marín Manda.Stöð 2 Marín Manda segir að hún hafi átt nokkur „aha“ augnablik við gerð þáttanna og að ýmislegt hafi komið á óvart. „Kannski einna helst að fegurð er bara allskonar og fjölbreytileikinn er langfallegastur,“ segir Marín Manda. Fyrsti þátturinn er eins og fyrr segir á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:05. „Þessi þáttur er mikið um konur en ekki einungis. Það munu eflaust margir karlmenn hafa gaman af að horfa og fræðast örlítið með okkur konunum,“ segir Marín Manda að lokum.
Tíska og hönnun Förðun Spegilmyndin Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp