Vodafone-deildin í kvöld: Úrvalsdeildarshowmatch og nýr samstarfsaðili afhjúpaður Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. janúar 2022 14:01 Útsending kvöldsins frá Vodafone-deildinni í CS:GO verður með breyttu sniði í kvöld. Vodafone-deildin í Counter Strike: Global Offensive, eða CS:GO, heldur áfram á Stöð 2 eSport í kvöld með tveimur leikjum. Útsendingin í kvöld verður þó með öðru sniði en vanalega, en boðið verður upp á svokallað „Showmatch“ þar sem Draumaliðið og Pressuliðið etja kappi. Áhorfendur og aðdáendur Vodafone-deildarinnar kusu í lið í gegnum Facebook-síðu Rafíþróttasambands Íslands. Draumaliðið skipa þeir Jolli, Pat, j0n, Vargur og b0ndi, en í meðlimir Pressuliðsins eru þeir Bjarni, Brnr, snky, Narfi og Allee. Tæplega þúsund atkvæði bárust í daglegu kosningunum á Facebook. Viðureign Draumaliðsins og Pressuliðsins er ekki það eina óvanalega við útsendingu kvöldsins, en einnig verður nýr samstarfsaðili deildarinnar afhjúpaður áður en venjuleg dagskrá Vodafone-deildarinnar hefst. Að þessu loknu mætast svo SAGA esports og Ármann annars vegar, og Þór og XY Esports hins vegar. Ármann og SAGA sitja í fimmta og sjötta sæti deildarinnar og með sigri getur SAGA jafnað Ármann að stigum. Þór og XY eru í harðri baráttu sín á milli um annað sætið, en tapi XY í kvöld eiga þeir í hættu á að missa Þórsara of langt fram úr sér. Opið var fyrir leikmannaskipti í jólafríinu sem gert var á deildinni og miklar mannabreytingar eru á liðunum. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig nýir leikmenn finna sig í nýjum liðum í kvöld. „Skiptir miklu máli fyrir framtíð rafíþrótta á Íslandi“ Kristján Einar Kristjánsson segir kvöldið í kvöld vera stórt skref fyrir rafíþróttir á Íslandi. Kristján Einar Kristjánsson hefur staðið vaktina á tímabilinu og lýst Vodafone-deildinni af mikilli snilld. Hann segist vera spenntur fyrir kvöldinu, og að fólk megi búast við mikilli skemmtun. „Það er bara rosalega spennandi að vera með sýningarleik þar sem áhorfendur eru búnir að kjósa sýna uppáhalds leikmenn,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. „Við fáum líka til okkar nokkra góða gesti sem ætla að segja frá þeim spennandi hlutum sem framundan eru í Vodafone-deildinni, en ég ætla ekki að gefa það upp núna hvað það er. Fólk verður bara að horfa í kvöld og sjá hvað er í gangi.“ Eins og flestir ættu að hafa tekið eftir hafa rafíþróttir verið að ryðja sér til rúms á sviði íþróttanna á seinustu árum og Kristján segir kvöldið í kvöld mikilvægt skref fyrir rafíþróttir á Íslandi. „Það er virkilega skemmtilegt að fá þessa breytingu inn og gaman að stíga skrefið. Þetta skiptir miklu máli fyrir framtíð rafíþrótta á Íslandi.“ Útsending kvöldsins hefst klukkustund fyrr en vanalega, eða klukkan 19:15, og verður hægt að fylgjast með á Stöð 2 eSport og Twitch-síðu Rafíþróttasambands Íslands. Vodafone-deildin Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Áhorfendur og aðdáendur Vodafone-deildarinnar kusu í lið í gegnum Facebook-síðu Rafíþróttasambands Íslands. Draumaliðið skipa þeir Jolli, Pat, j0n, Vargur og b0ndi, en í meðlimir Pressuliðsins eru þeir Bjarni, Brnr, snky, Narfi og Allee. Tæplega þúsund atkvæði bárust í daglegu kosningunum á Facebook. Viðureign Draumaliðsins og Pressuliðsins er ekki það eina óvanalega við útsendingu kvöldsins, en einnig verður nýr samstarfsaðili deildarinnar afhjúpaður áður en venjuleg dagskrá Vodafone-deildarinnar hefst. Að þessu loknu mætast svo SAGA esports og Ármann annars vegar, og Þór og XY Esports hins vegar. Ármann og SAGA sitja í fimmta og sjötta sæti deildarinnar og með sigri getur SAGA jafnað Ármann að stigum. Þór og XY eru í harðri baráttu sín á milli um annað sætið, en tapi XY í kvöld eiga þeir í hættu á að missa Þórsara of langt fram úr sér. Opið var fyrir leikmannaskipti í jólafríinu sem gert var á deildinni og miklar mannabreytingar eru á liðunum. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig nýir leikmenn finna sig í nýjum liðum í kvöld. „Skiptir miklu máli fyrir framtíð rafíþrótta á Íslandi“ Kristján Einar Kristjánsson segir kvöldið í kvöld vera stórt skref fyrir rafíþróttir á Íslandi. Kristján Einar Kristjánsson hefur staðið vaktina á tímabilinu og lýst Vodafone-deildinni af mikilli snilld. Hann segist vera spenntur fyrir kvöldinu, og að fólk megi búast við mikilli skemmtun. „Það er bara rosalega spennandi að vera með sýningarleik þar sem áhorfendur eru búnir að kjósa sýna uppáhalds leikmenn,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. „Við fáum líka til okkar nokkra góða gesti sem ætla að segja frá þeim spennandi hlutum sem framundan eru í Vodafone-deildinni, en ég ætla ekki að gefa það upp núna hvað það er. Fólk verður bara að horfa í kvöld og sjá hvað er í gangi.“ Eins og flestir ættu að hafa tekið eftir hafa rafíþróttir verið að ryðja sér til rúms á sviði íþróttanna á seinustu árum og Kristján segir kvöldið í kvöld mikilvægt skref fyrir rafíþróttir á Íslandi. „Það er virkilega skemmtilegt að fá þessa breytingu inn og gaman að stíga skrefið. Þetta skiptir miklu máli fyrir framtíð rafíþrótta á Íslandi.“ Útsending kvöldsins hefst klukkustund fyrr en vanalega, eða klukkan 19:15, og verður hægt að fylgjast með á Stöð 2 eSport og Twitch-síðu Rafíþróttasambands Íslands.
Vodafone-deildin Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti