Vindlar, inniskór og Tekinn á DVD meðal vinninga sem Steindi tók úr geymslunni heima Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 23:32 Steindi fann Tekinn á DVD í geymslunni heima og ákvað að gefa hann í bingóinu í kvöld. Vísir Í tíu manna samkomubanni getur verið erfitt að skemmta sér þegar krám og skemmtistöðum hefur verið lokað og leikhúsin í biðstöðu. Það var þó nóg um að vera í kvöld en Auðunn Blöndal og Steindi Jr. stjórnuðu nýársbingói FM95BLÖ sem var sýnt í beinni á Vísi og Stöð 2 Vísi. Auðunn og Steindi fóru yfir hvað væri í vændum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fóru á kostum. Steindi byrjaði á því að taka fram að hann vissi ekki mikið um hvað fælist í bingóinu, enda hafi hann aldrei áður stjórnað bingói. Hann sagðist þó stóla á sérfræðiþekkingu Auðunns, sem hafi stjórnað bingói áður. „Þú verður að fara að hætta að tala eins og ég sé með einhverja geggjaða bingóreynslu,“ sagði Auðunn þá og Steindi benti honum á að hann hafi jú, stjórnað bingói einu sinni áður. „Já, en það var ekki í beinni útsendingu fyrir framan allt landið,“ svaraði þá Auðunn. Drengirnir höfðu tryggt bingóþátttakendum frábærum vinningum, allt frá 100 þúsund króna gjafabréfi hjá Icelandair, yfir í úlpu frá 66°N og Samsung síma. Þeir voru þó nokkrir sem voru ekki jafn hefðbundnir. „Ég hélt stundum tombólu sem krakki og þegar kom eitthvað geggjað hirti ég það stundum sjálfur. Ég setti það ekki á tombóluna. Þetta minnti mig á það því mig langar eiginlega að eiga alla vinningana sjálfur,“ sagði Auðunn. „En ég er ekki að fara að gera það.“ Við þetta greip Steindi inn í og sýndi fréttamanni nokkra vinninga sem hann hafði komið með að heiman, fyrir þá sem kannski ekkert ynnu. Vinninga, sem hann hafði fundið við tiltekt í geymslunni. „Ég fór í geymsluna heima og fann Scream 4 á Blueray og Independence Day. Þetta eru svona aukavinningar,“ sagði Steindi og dró svo upp DVD-diskinn Tekinn, samansafn af þáttunum þar sem Auðunn hrekkti fræga einstaklinga með falinni myndavél. „Kostaði hann 500 kall? Djöfulli er það lítið,“ sagði Auðunn áður en Steindi dró upp vindlapakka sem hann hafði keypt á Tenerife fyrir nokkrum árum og inniskó. Hægt er að horfa á bingóið í spilaranum hér að neðan: FM95BLÖ Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún flytur Is It True? Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 15. janúar 2022 23:12 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira
Auðunn og Steindi fóru yfir hvað væri í vændum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fóru á kostum. Steindi byrjaði á því að taka fram að hann vissi ekki mikið um hvað fælist í bingóinu, enda hafi hann aldrei áður stjórnað bingói. Hann sagðist þó stóla á sérfræðiþekkingu Auðunns, sem hafi stjórnað bingói áður. „Þú verður að fara að hætta að tala eins og ég sé með einhverja geggjaða bingóreynslu,“ sagði Auðunn þá og Steindi benti honum á að hann hafi jú, stjórnað bingói einu sinni áður. „Já, en það var ekki í beinni útsendingu fyrir framan allt landið,“ svaraði þá Auðunn. Drengirnir höfðu tryggt bingóþátttakendum frábærum vinningum, allt frá 100 þúsund króna gjafabréfi hjá Icelandair, yfir í úlpu frá 66°N og Samsung síma. Þeir voru þó nokkrir sem voru ekki jafn hefðbundnir. „Ég hélt stundum tombólu sem krakki og þegar kom eitthvað geggjað hirti ég það stundum sjálfur. Ég setti það ekki á tombóluna. Þetta minnti mig á það því mig langar eiginlega að eiga alla vinningana sjálfur,“ sagði Auðunn. „En ég er ekki að fara að gera það.“ Við þetta greip Steindi inn í og sýndi fréttamanni nokkra vinninga sem hann hafði komið með að heiman, fyrir þá sem kannski ekkert ynnu. Vinninga, sem hann hafði fundið við tiltekt í geymslunni. „Ég fór í geymsluna heima og fann Scream 4 á Blueray og Independence Day. Þetta eru svona aukavinningar,“ sagði Steindi og dró svo upp DVD-diskinn Tekinn, samansafn af þáttunum þar sem Auðunn hrekkti fræga einstaklinga með falinni myndavél. „Kostaði hann 500 kall? Djöfulli er það lítið,“ sagði Auðunn áður en Steindi dró upp vindlapakka sem hann hafði keypt á Tenerife fyrir nokkrum árum og inniskó. Hægt er að horfa á bingóið í spilaranum hér að neðan:
FM95BLÖ Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún flytur Is It True? Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 15. janúar 2022 23:12 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira
Jóhanna Guðrún flytur Is It True? Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 15. janúar 2022 23:12