Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2022 16:31 Ómar Ingi Magnússon lætur vaða í sigurleiknum á móti Portúgal. EPA-EFE/Tamas Kovacs Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. Íslenska karlalandsliðið í handbolta er með fullt hús eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta er níunda stórmótið sem íslenska landsliðið byrjar á tveimur sigurleikjum. Íslensku strákarnir hafa unnið þriðja leikinn í helmingi tilfella eða í fjögur skipti af átta. Það þarf ekki að fara lengra aftur en á síðasta Evrópumót til að finna síðustu draumabyrjun íslenska liðsins. Strákarnir unnu þá Dani og Rússa í tveimur fyrstu leikjum sínum en töpuðu síðan á móti Ungverjum í þriðja leiknum. Það kom ekki að sök því íslenska liðið fór áfram upp úr riðlinum með Ungverjum en Danir sátu eftir. Ísland tapaði aftur á móti fjórum af fimm leikjum sínum eftir þessa tvo sigurleiki í byrjun móts og endaði því aðeins í ellefta sæti. Þetta verður í fjórða skiptið sem Ísland mætir Ungverjum í þriðja leik með fullt hús. Það gerðist einnig á HM 1964 þegar Ísland tapaði 12-21 og sat eftir sem og þegar Ísland vann Ungverja í þriðja leik sínum á HM á Íslandi 1995. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í þessari stöðu í sjöunda sinn á ferli sínum með íslenska landsliðinu. Hann vann tvo fyrstu leikina á ÓL í Seoul 1988 sem leikmaður og þetta er síðan í sjötta sinn sem hann stýrir íslenska liðinu til sigurs í tveimur fyrstu leikjunum á stórmóti. Hér fyrir neðan má sjá þegar íslenska landsliðið hefur byrjað svona vel á stórmótum. HM 1964 í Tékkóslóvakíu - Ísland endaði í 9. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Egyptalandi (16-8) og Svíþjóð (12-10) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjum (12-21) -- ÓL 1988 í Seoul - Ísland endaði í 8. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (22-15) og Alsír (22-16) Leikur þrjú: Tap fyrir Svíum (14-20) -- HM 1995 á Íslandi - Ísland endaði í 14. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (27-16) og Túnis (25-21) Leikur þrjú: Sigur á Ungverjum (23-20) -- HM 2003 í Portúgal - Ísland endaði í 7. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ástralíu (55-15) og Grænlandi (30-17) Leikur þrjú: Sigur á Portúgal (29-28) -- ÓL 2008 í Peking - Ísland endaði í 2. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Rússlandi (33-31) og Þýskalandi (33-29) Leikur þrjú: Tap fyrir Suður-Kóreu (21-22) -- HM 2011 í Svíþjóð - Ísland endaði í 6. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ungverjalandi (32-26) og Brasilíu (34-26) Leikur þrjú: Sigur á Japan (36-22) -- ÓL 2012 í London - Ísland endaði í 5. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Argentínu (31-25) og Túnis (32-22) Leikur þrjú: Sigur á Svíþjóð (33-32) -- EM 2020 í Noregi, Austurríki og Svíþjóð - Ísland endaði í 11. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Danmörku (31-30) og Rússlandi (34-23) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) -- EM 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu Fyrstu tveir: Sigrar á Portúgal (28-24) og Hollandi (29-28) Leikur þrjú: Á móti Ungverjalandi á morgun EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er með fullt hús eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta er níunda stórmótið sem íslenska landsliðið byrjar á tveimur sigurleikjum. Íslensku strákarnir hafa unnið þriðja leikinn í helmingi tilfella eða í fjögur skipti af átta. Það þarf ekki að fara lengra aftur en á síðasta Evrópumót til að finna síðustu draumabyrjun íslenska liðsins. Strákarnir unnu þá Dani og Rússa í tveimur fyrstu leikjum sínum en töpuðu síðan á móti Ungverjum í þriðja leiknum. Það kom ekki að sök því íslenska liðið fór áfram upp úr riðlinum með Ungverjum en Danir sátu eftir. Ísland tapaði aftur á móti fjórum af fimm leikjum sínum eftir þessa tvo sigurleiki í byrjun móts og endaði því aðeins í ellefta sæti. Þetta verður í fjórða skiptið sem Ísland mætir Ungverjum í þriðja leik með fullt hús. Það gerðist einnig á HM 1964 þegar Ísland tapaði 12-21 og sat eftir sem og þegar Ísland vann Ungverja í þriðja leik sínum á HM á Íslandi 1995. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í þessari stöðu í sjöunda sinn á ferli sínum með íslenska landsliðinu. Hann vann tvo fyrstu leikina á ÓL í Seoul 1988 sem leikmaður og þetta er síðan í sjötta sinn sem hann stýrir íslenska liðinu til sigurs í tveimur fyrstu leikjunum á stórmóti. Hér fyrir neðan má sjá þegar íslenska landsliðið hefur byrjað svona vel á stórmótum. HM 1964 í Tékkóslóvakíu - Ísland endaði í 9. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Egyptalandi (16-8) og Svíþjóð (12-10) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjum (12-21) -- ÓL 1988 í Seoul - Ísland endaði í 8. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (22-15) og Alsír (22-16) Leikur þrjú: Tap fyrir Svíum (14-20) -- HM 1995 á Íslandi - Ísland endaði í 14. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (27-16) og Túnis (25-21) Leikur þrjú: Sigur á Ungverjum (23-20) -- HM 2003 í Portúgal - Ísland endaði í 7. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ástralíu (55-15) og Grænlandi (30-17) Leikur þrjú: Sigur á Portúgal (29-28) -- ÓL 2008 í Peking - Ísland endaði í 2. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Rússlandi (33-31) og Þýskalandi (33-29) Leikur þrjú: Tap fyrir Suður-Kóreu (21-22) -- HM 2011 í Svíþjóð - Ísland endaði í 6. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ungverjalandi (32-26) og Brasilíu (34-26) Leikur þrjú: Sigur á Japan (36-22) -- ÓL 2012 í London - Ísland endaði í 5. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Argentínu (31-25) og Túnis (32-22) Leikur þrjú: Sigur á Svíþjóð (33-32) -- EM 2020 í Noregi, Austurríki og Svíþjóð - Ísland endaði í 11. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Danmörku (31-30) og Rússlandi (34-23) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) -- EM 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu Fyrstu tveir: Sigrar á Portúgal (28-24) og Hollandi (29-28) Leikur þrjú: Á móti Ungverjalandi á morgun
HM 1964 í Tékkóslóvakíu - Ísland endaði í 9. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Egyptalandi (16-8) og Svíþjóð (12-10) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjum (12-21) -- ÓL 1988 í Seoul - Ísland endaði í 8. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (22-15) og Alsír (22-16) Leikur þrjú: Tap fyrir Svíum (14-20) -- HM 1995 á Íslandi - Ísland endaði í 14. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (27-16) og Túnis (25-21) Leikur þrjú: Sigur á Ungverjum (23-20) -- HM 2003 í Portúgal - Ísland endaði í 7. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ástralíu (55-15) og Grænlandi (30-17) Leikur þrjú: Sigur á Portúgal (29-28) -- ÓL 2008 í Peking - Ísland endaði í 2. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Rússlandi (33-31) og Þýskalandi (33-29) Leikur þrjú: Tap fyrir Suður-Kóreu (21-22) -- HM 2011 í Svíþjóð - Ísland endaði í 6. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ungverjalandi (32-26) og Brasilíu (34-26) Leikur þrjú: Sigur á Japan (36-22) -- ÓL 2012 í London - Ísland endaði í 5. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Argentínu (31-25) og Túnis (32-22) Leikur þrjú: Sigur á Svíþjóð (33-32) -- EM 2020 í Noregi, Austurríki og Svíþjóð - Ísland endaði í 11. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Danmörku (31-30) og Rússlandi (34-23) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) -- EM 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu Fyrstu tveir: Sigrar á Portúgal (28-24) og Hollandi (29-28) Leikur þrjú: Á móti Ungverjalandi á morgun
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira