Klinkið

Ásdís sögð hafa augastað á bæjarstjórastólnum í Kópavogi

Ritstjórn Innherja skrifar
Sjálfstæðismenn eru sagðir leggja hart að Ásdísi til að fá hana í framboð.
Sjálfstæðismenn eru sagðir leggja hart að Ásdísi til að fá hana í framboð.

Ármann Kr. Ólafsson tilkynnti nokkuð óvænt í dag um að hann hyggðist ekki gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, en hann hefur verið bæjarstjóri síðastliðin þrjú kjörtímabil.

Samkvæmt heimildum Innherja hafa Sjálfstæðismenn þrýst nokkuð á Kópavogsbúann og aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins Ásdísi Kristjánsdóttur, að bjóða sig fram í sæti Ármanns.

Þeir sem þekkja til segja Ásdísi nú liggja undir feldi og íhuga að hverfa úr Borgartúninu og í bæjarpólítíkina.

Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.






×