BMW hættir að framleiða V12 vélar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. janúar 2022 07:01 BMW M760Li xDrive Síðasta V12 vélin verður sett í M760i sem eingöngu verður fáanlegur í Bandaríkjunum. Framleiðslu bílsins verður hætt seinna á árinu. Þar með lýkur sögu nýrra 12 sílendra BMW véla. BMW hefur tilkynnt að síðasta V12 vélin verði sérstaklega smíðuð og sett í M760i bíla. Vélin mun heita „The Final V12“ eða síðasta V12. Bíllinn mun skera sig úr öðrum Sjö-linum með 20 tommu álfelgum, sérstökum merkjum og málningu. Eins mun innra rýmið klætt sérstakri klæðningu frá BMW Individual. Tveggja forþjöppu 6,6 lítra 12 sílendra bensín vélin er óbreytt frá hinum upprunalega M760i og sendir 601 hestafl í hjólin í gegnum átta gíra sjálfskiptingu. Bíllinn fer úr kyrrstöðu í 100 km/klst. á 3,6 sekúndum. Svanasöngur V12 BMW véla er handan við hornið. Einungis 12 bílar verða framleiddir með The Final V12. Þeir munu vera með panorama þaki og Led ljósum í þakinu, öflugu hljóðkerfi frá Bowers & Wilkins og akstursaðstoðarkerfi BMW sem staðalbúnaður. Bílarnir með The Final V12 munu kosta um 25,8 milljónir króna. Einungis einstaklingar sem hafa áður keypt V12 7-seríur munu fá boð um að kaupa þessa 12 bíla. Framleiðslan mun hefjast í júní og bílarnir verða afhentir í júlí. Hverjum bíl mun fylgja lítill sérsmíðaður bikar, sem er í sömu litum og ytra- og innra byrði bílanna. Þá verður VIN númer bílanna á bikarnum. Hvílíkur gripur til að hafa á skrifborðinu sínu. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent
BMW hefur tilkynnt að síðasta V12 vélin verði sérstaklega smíðuð og sett í M760i bíla. Vélin mun heita „The Final V12“ eða síðasta V12. Bíllinn mun skera sig úr öðrum Sjö-linum með 20 tommu álfelgum, sérstökum merkjum og málningu. Eins mun innra rýmið klætt sérstakri klæðningu frá BMW Individual. Tveggja forþjöppu 6,6 lítra 12 sílendra bensín vélin er óbreytt frá hinum upprunalega M760i og sendir 601 hestafl í hjólin í gegnum átta gíra sjálfskiptingu. Bíllinn fer úr kyrrstöðu í 100 km/klst. á 3,6 sekúndum. Svanasöngur V12 BMW véla er handan við hornið. Einungis 12 bílar verða framleiddir með The Final V12. Þeir munu vera með panorama þaki og Led ljósum í þakinu, öflugu hljóðkerfi frá Bowers & Wilkins og akstursaðstoðarkerfi BMW sem staðalbúnaður. Bílarnir með The Final V12 munu kosta um 25,8 milljónir króna. Einungis einstaklingar sem hafa áður keypt V12 7-seríur munu fá boð um að kaupa þessa 12 bíla. Framleiðslan mun hefjast í júní og bílarnir verða afhentir í júlí. Hverjum bíl mun fylgja lítill sérsmíðaður bikar, sem er í sömu litum og ytra- og innra byrði bílanna. Þá verður VIN númer bílanna á bikarnum. Hvílíkur gripur til að hafa á skrifborðinu sínu.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent