Slagorð ferðarinnar er „ekkert kjaftæði!“ Kolbeinn Tumi Daðason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 20. janúar 2022 11:30 Eiríkur Eiríksson og félagar eru klárir í slaginn, víkingaklapp og læti, í Búdapest í kvöld. Það er óhætt að segja að stemmningin hafi verið mjög góð í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar spenntir stuðningsmenn íslenska landsliðsins nálguðust draumaferðina sína. Karlalandsliðið í handbolta leikur gegn Dönum í milliriðli EM í kvöld og 77 stuðningsmenn fóru með flugvél utan nú um klukkan ellefu. Þrándur Gíslason, línumaður Aftureldingar í Olísdeildinni hér heima, er á meðal stuðningsmanna. Hann segist hafa stokkið á mómentið. „Þetta er ekkert á hverjum degi. Ég er nú sjálfur að spila í Olísdeildinni og hef ekki áður komist út á stórmót því maður er alltaf að æfa. En svo vildi svo heppilega til að ég meiddist þannig að nú er mómentið, líka fyrir mig,“ segir Þrándur. Hann er bjartsýnn. „Já, ég segi eins og Gummi. Ekkert kjaftæði. Það er slagorð ferðarinnar og þessara milliriðla. Upp og áfram og áfram með smjörið. Ekkert kjaftæði.“ Vésteinn Örn Pétursson ræddi við ferðalanga á Keflavíkurflugvelli í morgun. Klippa: Geggjuð stemmning og slagorð ferðarinnar er ekkert kjaftæði! Allir munu leggjast á eitt í stúkunni að sögn Þrándar sem sömuleiðis er klár að stökkva inn á völlinn og spila ef allt um þrýtur. Frændurnir Axel Ingi Eiríksson og Kristján Ágúst Halldórsson voru líka í banastuði. Þeir sögðust hafa ákveðið að fara út af Covid-19 og til að styðja landsliðið. „Það verður að styðja landsliðið og tryggja sigur gegn Dönum,“ segir Axel. Kristján er afdráttarlaus. „Ég ætla að fara að sjá Íslendingana vinna Danina. Þetta er ekkert flókið. Við erum að fara að sigra þetta,“ segir Kristján. Allir ferðalangarnir voru sammála um að líkurnar á að smitast af veirunni aukist til muna með ferðalaginu. Fara alla leið og taka gullið „Maður auðvitað stóreykur líkurnar á að fá hana og sitja í súpunni en maður verður bara að taka einhverjar ákvarðanir og standa og falla með þeim,“ segir Þrándur. Frændurnir taka undir þetta. „Ég er búinn að fá þetta, tvíbólusettur, búinn að spreyja nefið með sóttvörn, með grímur. Það er allt klárt,“ segir Axel. Eiríkur Eiríksson, bróðir Axels, er mjög bjartsýnn á gott gengi. „Þeir fara alla leið og taka gullið.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er með í för en Heimsferðir og Úrval Útsýn ákváðu að taka slaginn og skella sér í ferðina þrátt fyrir að ekki tækist að fylla þau 186 sæti sem voru í boði. Ferðalög EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sjá meira
Þrándur Gíslason, línumaður Aftureldingar í Olísdeildinni hér heima, er á meðal stuðningsmanna. Hann segist hafa stokkið á mómentið. „Þetta er ekkert á hverjum degi. Ég er nú sjálfur að spila í Olísdeildinni og hef ekki áður komist út á stórmót því maður er alltaf að æfa. En svo vildi svo heppilega til að ég meiddist þannig að nú er mómentið, líka fyrir mig,“ segir Þrándur. Hann er bjartsýnn. „Já, ég segi eins og Gummi. Ekkert kjaftæði. Það er slagorð ferðarinnar og þessara milliriðla. Upp og áfram og áfram með smjörið. Ekkert kjaftæði.“ Vésteinn Örn Pétursson ræddi við ferðalanga á Keflavíkurflugvelli í morgun. Klippa: Geggjuð stemmning og slagorð ferðarinnar er ekkert kjaftæði! Allir munu leggjast á eitt í stúkunni að sögn Þrándar sem sömuleiðis er klár að stökkva inn á völlinn og spila ef allt um þrýtur. Frændurnir Axel Ingi Eiríksson og Kristján Ágúst Halldórsson voru líka í banastuði. Þeir sögðust hafa ákveðið að fara út af Covid-19 og til að styðja landsliðið. „Það verður að styðja landsliðið og tryggja sigur gegn Dönum,“ segir Axel. Kristján er afdráttarlaus. „Ég ætla að fara að sjá Íslendingana vinna Danina. Þetta er ekkert flókið. Við erum að fara að sigra þetta,“ segir Kristján. Allir ferðalangarnir voru sammála um að líkurnar á að smitast af veirunni aukist til muna með ferðalaginu. Fara alla leið og taka gullið „Maður auðvitað stóreykur líkurnar á að fá hana og sitja í súpunni en maður verður bara að taka einhverjar ákvarðanir og standa og falla með þeim,“ segir Þrándur. Frændurnir taka undir þetta. „Ég er búinn að fá þetta, tvíbólusettur, búinn að spreyja nefið með sóttvörn, með grímur. Það er allt klárt,“ segir Axel. Eiríkur Eiríksson, bróðir Axels, er mjög bjartsýnn á gott gengi. „Þeir fara alla leið og taka gullið.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er með í för en Heimsferðir og Úrval Útsýn ákváðu að taka slaginn og skella sér í ferðina þrátt fyrir að ekki tækist að fylla þau 186 sæti sem voru í boði.
Ferðalög EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sjá meira