„Þetta er náttúrlega hræðileg hugmynd, að byrja með besta vini sínum og samstarfsfélaga“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. janúar 2022 22:00 Þau Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Þau Edda Sif og Vilhjálmur kynntust innan veggja RÚV og urðu þau fljótt góðir vinir. Á þeim tímapunkti áttu þau bæði maka og voru þau meira að segja öll saman í matarklúbbi. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þegar þau voru bæði orðin einhleyp að þau fóru að þróa tilfinningar í garð hvors annars. Edda Sif Pálsdóttir hefur verið áberandi á skjám landsmanna um árabil, bæði sem íþróttafréttakona og þáttastjórnandi í Landanum á RÚV. Hennar betri helmingur, Vilhjálmur Siggeirsson, starfaði einnig á RÚV en hann var pródúsent á íþróttadeildinni þar í ellefu ár. Í dag starfar hann sem verkefnastjóri stafrænnar kennslu í Háskólanum í Reykjavík, en er þó ennþá með annan fótinn í útsendingum samhliða því. Þau Edda Sif og Vilhjálmur voru gestir í 40. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Reyndi við lögfræðina en það var ekki gaman Í þættinum segir Edda Sif frá því hvernig hún leiddist út í fjölmiðla. „Foreldrar mínir unnu báðir í fjölmiðlum. Pabbi er kannski aðeins þekktari fyrir það heldur en mamma, en mamma var svona á bak við tjöldin á Stöð 2 þegar ég var lítil. Þannig ég ólst eiginlega upp á Stöð 2 og þegar maður sér þennan heim allan, þá er svolítið erfitt að fara að gera eitthvað annað. Ég reyndi alveg að fara í lögfræði í HR en það var ekki gaman.“ Edda hóf störf á RÚV fyrir fimmtán árum síðan, þá sem skrifta eða eins konar aðstoðarmaður á fréttastofunni og í íþróttadeildinni. „Þannig kynntist ég þeirri starfsemi. Ég hef alltaf haft áhuga á íþróttum þó ég hafi ekkert verið geggjuð í þeim sjálf,“ en þegar óskað var eftir konu í íþróttadeildina ákvað Edda að láta á það reyna og sinnir hún því starfi enn, ellefu árum síðar. „Ég veit eiginlega ekki ennþá hvort þetta hafi verið góð hugmynd, ég er ekki ennþá búin að gera það upp við mig. En þetta er allvega mjög skemmtilegt.“ Voru saman í matarklúbbi með þáverandi mökum Vilhjálmur var einnig ungur þegar hann byrjaði að vinna á RÚV. Hann var nítján ára gamall og ennþá í námi í Kvikmyndaskólanum þegar hann byrjaði að klippa fréttir á fréttastofunni. En það var einmitt þar sem þau Edda Sif og Vilhjálmur kynntust. „Þetta var alveg löngu, löngu áður en við fórum eitthvað að spá í hvoru öðru. Við vorum búin að vera mjög góðir vinir ótrúlega lengi. Ég átti kærasta og hann átti kærustu og við vorum saman í matarklúbbi og fórum út að borða með öðru pari. Þetta er mjög íslenskt,“ segir Edda Sif. Það kom svo að því að Edda og þáverandi kærasti hennar slitu sambandi og var Vilhjálmur þá sá sem stóð henni næst í gegnum sambandsslitin. Á þeim tímapunkti var hann sjálfur hættur með sinni kærustu og nýbúinn að kaupa sér piparsveinaíbúð. „Hann tók mig svolítið svona upp á sinn arm og var svona minn helsti trúnaðarvinur. Svo bara þróaðist það pínu óvænt út í þetta,“ segir Edda. „Ég var samt alveg mjög hrædd við það fyrst, því þetta er náttúrlega hræðileg hugmynd, að byrja með eiginlega besta vini sínum og samstarfsmanni. Engin heilvita manneskja gerir það.“ Hafði bæði kosti og galla hvað þau þekktust vel Þrátt fyrir að hafa verið hrædd í fyrstu og efast um að þetta væri góð hugmynd, segist Edda alltaf hafa vitað það innst inni að þetta yrði allt í lagi. „Gallinn er náttúrlega sá að ég veit allar stelpur sem hann hefur verið með og öfugt.“ Þau segja þó ýmsa kosti hafa fylgt því að byrja með besta vini sínum, þar sem þau hafi þekkst svo rosalega vel. „Ég þarf aldrei að efast neitt um hans karakter og hann á móti. Þannig ég held við höfum losnað við mikið paravesen því tengt. Við vissum alveg að hverju við vorum að ganga.“ Vilhjálmur og Edda Sif höfðu verið góðir vinir í þó nokkur ár áður en þau byrjuðu saman. Í dag eiga þau Edda og Vilhjálmur tveggja ára gamlan son, Magnús Berg. Þau segjast vera rómantísk á sinn eigin hátt og viðhalda þau þeirri rómantík helst með því að fara saman á hótel, fara út að borða, skreppa til útlanda eða gera sér dagamun með öðrum hætti. Þá deila þau mikilli ástríðu fyrir íþróttum og sjónvarpsefni, þá einna helst beinum útsendingum. Bílabölvun í útlöndum Í þættinum segja þau skemmtilega sögu af bílabölvun sem virðist hvíla á þeim þegar þau fara saman til útlanda. Hún byrjaði eitt sumarið þegar Edda og Vilhjálmur ákváðu að skreppa saman til Spánar. „Okkur leiddist eitthvað og við vorum með bílaleigubíl og ákváðum að keyra til Benidorm til að borða. Þetta var seint í ferðinni, svo vorum við bæði eitthvað svona hálf pirruð, eins og gerist kannski þegar fólk sem er ekki vant að búa saman er allt í einu saman í svona langan tíma. Við fórum þarna úti að borða og Villi átti að sjá um tipsið. Svo erum við að borga og hann var ekki með neitt klink. Hann fer út í bíl að ná í klinkið og kemur til baka og segir mér að bíllinn sé horfinn.“ Þá hafði bíllinn verið dreginn í burtu á meðan þau sátu að snæðingi og farið var með hann út fyrir bæinn. Þau hringdu í lögregluna sem gat aðstoðað þau og voru þau komin aftur með bílinn í sínar hendur nokkrum klukkustundum síðar. Sagan endurtók sig í New Jersey „Svo einu og hálfu ári síðar erum við í Bandaríkjunum með karlalandsliðinu. Seinni leikurinn af tveimur var í New Jersey þetta kvöld og við vorum með Magga, tökumann, pródúsent og vin okkar, með okkur og við vorum þarna þrjú að fjalla um þetta allt saman. Það átti að vera risa útsending um kvöldið.“ Þau voru búin að pakka saman öllum búnaðinum og voru á leiðinni í útsendingu kvöldsins, þegar þau ákváðu að stoppa á pítsustað og fá sér að borða. Þau lögðu bílnum fyrir utan og fóru inn og pöntuðu sér pítsu. Þau voru að leita sér að borði þegar Vilhjálmur horfir út um gluggann og segir: „Er þetta ekki bíllinn okkar?“ „Hann bendir út þar sem er verið að draga bílinn í burtu með öllum myndavélunum sem RÚV á, öllum farangrinum okkar og bara öllu dótinu. Við hugsuðum bara: Aftur!?“ Við tók ótrúleg atburðarás. Skrifstofa lögreglunnar var lokuð og útlit fyrir að þau gætu ekki fengið bílinn til baka fyrr en morguninn eftir og því yrði enginn útsending um kvöldið. En fyrir einskæra tilviljun hittu þau mann sem þekkti mann í borgarstjórn New Jersey. „Svo erum við aftur komin inn í einhvern bíl og aftur að keyra eitthvert út langt út fyrir borgina. Ég var á Google Maps því ég verð svo paranojuð í svona aðstæðum. Ég fer alltaf að ímynda mér eitthvað. Ég er búin að horfa á allt of margar heimildarmyndir um glæpi,“ en allt fór þó vel að lokum og náðu þau á áfangastað í tæka tíð fyrir beinu útsendinguna. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Eddu Sif og Vilhjálm í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Saman síðan á unglingsárum: „Ég tilkynnti honum að hann væri númer tvö, því fótboltinn væri númer eitt“ „Við hugsuðum bara: Prófum þetta bara! Ef þetta gengur ekki þá bara hættum við saman en ef þetta gengur þá kannski verðum við bara alltaf saman,“ segir landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson hafa verið saman síðan þau voru unglingar en þau voru í fjarsambandi í sex og hálft ár vegna fótboltaferils Dagnýjar. 12. janúar 2022 22:15 Ástfangin í ellefu ár þrátt fyrir þrettán ára aldursmun Snæbjörn og Agnes kynntust þegar hann var að leikstýra henni í skólaleikriti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Agnesi dreymdi draum sem varð til þess að Snæbjörn sendi henni skilaboð og þau fóru í kjölfarið að stinga saman nefjum. Í dag eru þau gift, eiga saman tvö börn og ellefu ára samband að baki. 5. janúar 2022 22:00 Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræðilegur Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu. 29. desember 2021 22:00 „Hef aldrei viljað gefast upp þrátt fyrir miklar mótbárur og stóra veggi“ Þegar Íris sá Bjössa fyrst á skemmtistaðnum Gauknum fyrir tuttugu árum síðan vissi hún strax að þarna hefði hún séð manninn sinn. Það tók hana hins vegar sex mánuði að hafa upp á honum aftur og þá veitti Bjössi henni enga athygli. Það hafði einfaldlega ekki hvarflað að honum að hann ætti séns í þessa gullfallegu stúlku. 22. desember 2021 22:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Edda Sif Pálsdóttir hefur verið áberandi á skjám landsmanna um árabil, bæði sem íþróttafréttakona og þáttastjórnandi í Landanum á RÚV. Hennar betri helmingur, Vilhjálmur Siggeirsson, starfaði einnig á RÚV en hann var pródúsent á íþróttadeildinni þar í ellefu ár. Í dag starfar hann sem verkefnastjóri stafrænnar kennslu í Háskólanum í Reykjavík, en er þó ennþá með annan fótinn í útsendingum samhliða því. Þau Edda Sif og Vilhjálmur voru gestir í 40. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Reyndi við lögfræðina en það var ekki gaman Í þættinum segir Edda Sif frá því hvernig hún leiddist út í fjölmiðla. „Foreldrar mínir unnu báðir í fjölmiðlum. Pabbi er kannski aðeins þekktari fyrir það heldur en mamma, en mamma var svona á bak við tjöldin á Stöð 2 þegar ég var lítil. Þannig ég ólst eiginlega upp á Stöð 2 og þegar maður sér þennan heim allan, þá er svolítið erfitt að fara að gera eitthvað annað. Ég reyndi alveg að fara í lögfræði í HR en það var ekki gaman.“ Edda hóf störf á RÚV fyrir fimmtán árum síðan, þá sem skrifta eða eins konar aðstoðarmaður á fréttastofunni og í íþróttadeildinni. „Þannig kynntist ég þeirri starfsemi. Ég hef alltaf haft áhuga á íþróttum þó ég hafi ekkert verið geggjuð í þeim sjálf,“ en þegar óskað var eftir konu í íþróttadeildina ákvað Edda að láta á það reyna og sinnir hún því starfi enn, ellefu árum síðar. „Ég veit eiginlega ekki ennþá hvort þetta hafi verið góð hugmynd, ég er ekki ennþá búin að gera það upp við mig. En þetta er allvega mjög skemmtilegt.“ Voru saman í matarklúbbi með þáverandi mökum Vilhjálmur var einnig ungur þegar hann byrjaði að vinna á RÚV. Hann var nítján ára gamall og ennþá í námi í Kvikmyndaskólanum þegar hann byrjaði að klippa fréttir á fréttastofunni. En það var einmitt þar sem þau Edda Sif og Vilhjálmur kynntust. „Þetta var alveg löngu, löngu áður en við fórum eitthvað að spá í hvoru öðru. Við vorum búin að vera mjög góðir vinir ótrúlega lengi. Ég átti kærasta og hann átti kærustu og við vorum saman í matarklúbbi og fórum út að borða með öðru pari. Þetta er mjög íslenskt,“ segir Edda Sif. Það kom svo að því að Edda og þáverandi kærasti hennar slitu sambandi og var Vilhjálmur þá sá sem stóð henni næst í gegnum sambandsslitin. Á þeim tímapunkti var hann sjálfur hættur með sinni kærustu og nýbúinn að kaupa sér piparsveinaíbúð. „Hann tók mig svolítið svona upp á sinn arm og var svona minn helsti trúnaðarvinur. Svo bara þróaðist það pínu óvænt út í þetta,“ segir Edda. „Ég var samt alveg mjög hrædd við það fyrst, því þetta er náttúrlega hræðileg hugmynd, að byrja með eiginlega besta vini sínum og samstarfsmanni. Engin heilvita manneskja gerir það.“ Hafði bæði kosti og galla hvað þau þekktust vel Þrátt fyrir að hafa verið hrædd í fyrstu og efast um að þetta væri góð hugmynd, segist Edda alltaf hafa vitað það innst inni að þetta yrði allt í lagi. „Gallinn er náttúrlega sá að ég veit allar stelpur sem hann hefur verið með og öfugt.“ Þau segja þó ýmsa kosti hafa fylgt því að byrja með besta vini sínum, þar sem þau hafi þekkst svo rosalega vel. „Ég þarf aldrei að efast neitt um hans karakter og hann á móti. Þannig ég held við höfum losnað við mikið paravesen því tengt. Við vissum alveg að hverju við vorum að ganga.“ Vilhjálmur og Edda Sif höfðu verið góðir vinir í þó nokkur ár áður en þau byrjuðu saman. Í dag eiga þau Edda og Vilhjálmur tveggja ára gamlan son, Magnús Berg. Þau segjast vera rómantísk á sinn eigin hátt og viðhalda þau þeirri rómantík helst með því að fara saman á hótel, fara út að borða, skreppa til útlanda eða gera sér dagamun með öðrum hætti. Þá deila þau mikilli ástríðu fyrir íþróttum og sjónvarpsefni, þá einna helst beinum útsendingum. Bílabölvun í útlöndum Í þættinum segja þau skemmtilega sögu af bílabölvun sem virðist hvíla á þeim þegar þau fara saman til útlanda. Hún byrjaði eitt sumarið þegar Edda og Vilhjálmur ákváðu að skreppa saman til Spánar. „Okkur leiddist eitthvað og við vorum með bílaleigubíl og ákváðum að keyra til Benidorm til að borða. Þetta var seint í ferðinni, svo vorum við bæði eitthvað svona hálf pirruð, eins og gerist kannski þegar fólk sem er ekki vant að búa saman er allt í einu saman í svona langan tíma. Við fórum þarna úti að borða og Villi átti að sjá um tipsið. Svo erum við að borga og hann var ekki með neitt klink. Hann fer út í bíl að ná í klinkið og kemur til baka og segir mér að bíllinn sé horfinn.“ Þá hafði bíllinn verið dreginn í burtu á meðan þau sátu að snæðingi og farið var með hann út fyrir bæinn. Þau hringdu í lögregluna sem gat aðstoðað þau og voru þau komin aftur með bílinn í sínar hendur nokkrum klukkustundum síðar. Sagan endurtók sig í New Jersey „Svo einu og hálfu ári síðar erum við í Bandaríkjunum með karlalandsliðinu. Seinni leikurinn af tveimur var í New Jersey þetta kvöld og við vorum með Magga, tökumann, pródúsent og vin okkar, með okkur og við vorum þarna þrjú að fjalla um þetta allt saman. Það átti að vera risa útsending um kvöldið.“ Þau voru búin að pakka saman öllum búnaðinum og voru á leiðinni í útsendingu kvöldsins, þegar þau ákváðu að stoppa á pítsustað og fá sér að borða. Þau lögðu bílnum fyrir utan og fóru inn og pöntuðu sér pítsu. Þau voru að leita sér að borði þegar Vilhjálmur horfir út um gluggann og segir: „Er þetta ekki bíllinn okkar?“ „Hann bendir út þar sem er verið að draga bílinn í burtu með öllum myndavélunum sem RÚV á, öllum farangrinum okkar og bara öllu dótinu. Við hugsuðum bara: Aftur!?“ Við tók ótrúleg atburðarás. Skrifstofa lögreglunnar var lokuð og útlit fyrir að þau gætu ekki fengið bílinn til baka fyrr en morguninn eftir og því yrði enginn útsending um kvöldið. En fyrir einskæra tilviljun hittu þau mann sem þekkti mann í borgarstjórn New Jersey. „Svo erum við aftur komin inn í einhvern bíl og aftur að keyra eitthvert út langt út fyrir borgina. Ég var á Google Maps því ég verð svo paranojuð í svona aðstæðum. Ég fer alltaf að ímynda mér eitthvað. Ég er búin að horfa á allt of margar heimildarmyndir um glæpi,“ en allt fór þó vel að lokum og náðu þau á áfangastað í tæka tíð fyrir beinu útsendinguna. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Eddu Sif og Vilhjálm í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Saman síðan á unglingsárum: „Ég tilkynnti honum að hann væri númer tvö, því fótboltinn væri númer eitt“ „Við hugsuðum bara: Prófum þetta bara! Ef þetta gengur ekki þá bara hættum við saman en ef þetta gengur þá kannski verðum við bara alltaf saman,“ segir landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson hafa verið saman síðan þau voru unglingar en þau voru í fjarsambandi í sex og hálft ár vegna fótboltaferils Dagnýjar. 12. janúar 2022 22:15 Ástfangin í ellefu ár þrátt fyrir þrettán ára aldursmun Snæbjörn og Agnes kynntust þegar hann var að leikstýra henni í skólaleikriti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Agnesi dreymdi draum sem varð til þess að Snæbjörn sendi henni skilaboð og þau fóru í kjölfarið að stinga saman nefjum. Í dag eru þau gift, eiga saman tvö börn og ellefu ára samband að baki. 5. janúar 2022 22:00 Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræðilegur Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu. 29. desember 2021 22:00 „Hef aldrei viljað gefast upp þrátt fyrir miklar mótbárur og stóra veggi“ Þegar Íris sá Bjössa fyrst á skemmtistaðnum Gauknum fyrir tuttugu árum síðan vissi hún strax að þarna hefði hún séð manninn sinn. Það tók hana hins vegar sex mánuði að hafa upp á honum aftur og þá veitti Bjössi henni enga athygli. Það hafði einfaldlega ekki hvarflað að honum að hann ætti séns í þessa gullfallegu stúlku. 22. desember 2021 22:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Saman síðan á unglingsárum: „Ég tilkynnti honum að hann væri númer tvö, því fótboltinn væri númer eitt“ „Við hugsuðum bara: Prófum þetta bara! Ef þetta gengur ekki þá bara hættum við saman en ef þetta gengur þá kannski verðum við bara alltaf saman,“ segir landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson hafa verið saman síðan þau voru unglingar en þau voru í fjarsambandi í sex og hálft ár vegna fótboltaferils Dagnýjar. 12. janúar 2022 22:15
Ástfangin í ellefu ár þrátt fyrir þrettán ára aldursmun Snæbjörn og Agnes kynntust þegar hann var að leikstýra henni í skólaleikriti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Agnesi dreymdi draum sem varð til þess að Snæbjörn sendi henni skilaboð og þau fóru í kjölfarið að stinga saman nefjum. Í dag eru þau gift, eiga saman tvö börn og ellefu ára samband að baki. 5. janúar 2022 22:00
Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræðilegur Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu. 29. desember 2021 22:00
„Hef aldrei viljað gefast upp þrátt fyrir miklar mótbárur og stóra veggi“ Þegar Íris sá Bjössa fyrst á skemmtistaðnum Gauknum fyrir tuttugu árum síðan vissi hún strax að þarna hefði hún séð manninn sinn. Það tók hana hins vegar sex mánuði að hafa upp á honum aftur og þá veitti Bjössi henni enga athygli. Það hafði einfaldlega ekki hvarflað að honum að hann ætti séns í þessa gullfallegu stúlku. 22. desember 2021 22:00