Gagnrýnir mótshaldara fyrir sóttvarnir á hótelinu í Búdapest Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. janúar 2022 16:26 Bjarki Már Elísson þungt hugsi í leiknum gegn Portúgal. Getty Images Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. „Þetta var mikið áfall. Sérstaklega af því við erum búnir að gera allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir að smitast og búnir að vera læstir inn á hóteli síðan 2. janúar,“ segir Bjarki Már Elísson og bætir við að hann hafi þó verið við öllu búinn eftir að þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson greindust. Hann sé nokkuð kvefaður en annars með lítil einkenni. „Ef þetta væri venjulegt kvef myndi ég spila. Þetta er ekki þannig að ég sé rúmliggjandi.“ Ekki liggur fyrir hvernig veiran barst í hópinn. „Þetta er samt þannig hérna á hótelinu, að á meðan við höfum verið hérna eru túristar á hótelinu og aðrir gestir, sem mér finnst persónulega fáránlegt. En svo eru áhorfendur í höllinni og við erum að fara í viðtöl þannig þú ert alltaf í einhverri nálægð við einhverja. Þannig þetta var kannski alveg viðbúið,“ segir Bjarki. „En maður er kannski mest svekktur yfir að mótshaldarar skuli ekki búa betur að hjá liðunum. Að við séum meira einangraðir og að það sé ekki annað fólk á hótelunum og svo eru öll liðin að borða á sama staðnum. Þetta eru allt smitleiðir og þetta var alveg viðbúið þó þetta sé alveg hrikalega svekkjandi.“ Hann segir glatað að þurfa fylgjast með leiknum úr einangrun á hótelherberginu. „Mann langar náttúrulega að spila. En maður þarf bara að reyna að kyngja þessu og sýna strákunum stuðning. Ég fylgist bara spenntur með og vonandi ná þeir að veita Dönunum einhvern almennilegan leik. Ég fylgist með eins og stuðningsmaður. En það verður sérstakt og mér finnst aldrei gaman að horfa á svona leiki þegar ég á að vera keppa,“ segir Bjarki Már. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
„Þetta var mikið áfall. Sérstaklega af því við erum búnir að gera allt sem við getum til þess að koma í veg fyrir að smitast og búnir að vera læstir inn á hóteli síðan 2. janúar,“ segir Bjarki Már Elísson og bætir við að hann hafi þó verið við öllu búinn eftir að þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson greindust. Hann sé nokkuð kvefaður en annars með lítil einkenni. „Ef þetta væri venjulegt kvef myndi ég spila. Þetta er ekki þannig að ég sé rúmliggjandi.“ Ekki liggur fyrir hvernig veiran barst í hópinn. „Þetta er samt þannig hérna á hótelinu, að á meðan við höfum verið hérna eru túristar á hótelinu og aðrir gestir, sem mér finnst persónulega fáránlegt. En svo eru áhorfendur í höllinni og við erum að fara í viðtöl þannig þú ert alltaf í einhverri nálægð við einhverja. Þannig þetta var kannski alveg viðbúið,“ segir Bjarki. „En maður er kannski mest svekktur yfir að mótshaldarar skuli ekki búa betur að hjá liðunum. Að við séum meira einangraðir og að það sé ekki annað fólk á hótelunum og svo eru öll liðin að borða á sama staðnum. Þetta eru allt smitleiðir og þetta var alveg viðbúið þó þetta sé alveg hrikalega svekkjandi.“ Hann segir glatað að þurfa fylgjast með leiknum úr einangrun á hótelherberginu. „Mann langar náttúrulega að spila. En maður þarf bara að reyna að kyngja þessu og sýna strákunum stuðning. Ég fylgist bara spenntur með og vonandi ná þeir að veita Dönunum einhvern almennilegan leik. Ég fylgist með eins og stuðningsmaður. En það verður sérstakt og mér finnst aldrei gaman að horfa á svona leiki þegar ég á að vera keppa,“ segir Bjarki Már.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira