Saga Piusar vakti áhuga á alþjóðlegu hjálparstarfi Heimsljós 24. janúar 2022 11:17 Pius í Íslandsheimsókninni. ABC barnahjálp Pius Mugami Njeru fyrrverandi nemandi og núverandi starfsmaður ABC barnahjálpar í Kenía kom hingað til lands í lok síðasta árs til þess að segja sögu sína og kynna fyrir nemendum á Íslandi árangur af alþjóðlegu hjálparstarfi og þróunarsamvinnu. ABC barnahjálp hlaut styrk frá utanríkisráðuneytinu til að bjóða Piusi til landsins og hann heimsótti framhaldssskóla og börn í fermingarfræðslu. Í dag, 24. janúar, er alþjóðlegur dagur menntunar. Að sögn Írisar Óskar Friðriksdóttur verkefnastjóra hjá ABC barnahjálp ólst Pius upp við mikla fátækt í Mathare fátæktarhverfinu í Naíróbí en fékk tækifæri til að ganga í skóla með stuðningi frá ABC. Íris segir að hann hafi verið frábær námsmaður og hafi fengið verðlaun fyrir námsárangur. Hann er í dag útskrifaður frá háskóla í borginni og starfar sem bókari hjá Mathare Children‘s Education sem er samstarfsaðili ABC barnahjálpar. „Hann er börnunum einstaklega mikil fyrirmynd þar sem hann er einn af þeim - fyrrverandi nemandi. Börnin sjá í honum að það er hægt að eignast betra líf, öðlast fleiri tækifæri, ef maður menntar sig,“ segir hún. Svona er umhorfs í hverfinu þar sem Pius ólst upp í.ABC barnahjálp Mathare er næst stærsta fátækrahverfi í Nairóbí, höfuðborg Kenía, en þar búa um 500 þúsund manns við mikla fátækt. „Allflest húsin eru um níu fermetrar að stærð, eitt rými, byggt úr járnplötum án nokkurrar einangrunar. Það eru engar vatnslagnir, ekkert löglegt rafmagn eða steypt gólf. Um það bil 100 fjölskyldur eru um hvert og eitt klósett og þröngar göturnar einkennast af skólpi sem rennur að Mathare ánni sem rennur meðfram dalnum. Tækifæri fyrir ungt fólk eru af skornum skammti og mörg ungmenni leiðast út í glæpastarfsemi.“ ABC barnahjálp hefur starfað um árabil í Naíróbí, þar með talið í Mathare hverfinu, þar sem um 200 börn eru studd til náms í grunn- og framhaldsskólum, auk þess sem ABC veitir nokkrum einstaklingum styrk til náms á háskólastigi. Einnig búa um 100 börn og unglingar á heimavist ABC. Markhópur ABC barnahjálpar eru að mestu börn sem áður voru götubörn eða áttu í erfiðum aðstæðum. Samheldinn hópur starfsmanna og kennara starfar með börnunum „Kynning Piusar og saga hans hlaut góðar undirtektir meðal nemenda á Íslandi sem fengu mörg áhuga á þróunarsamvinnu og alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfarið og þar með var markmiði með heimsókninni náð,“ segir Íris Ósk. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Kenía Þróunarsamvinna Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent
ABC barnahjálp hlaut styrk frá utanríkisráðuneytinu til að bjóða Piusi til landsins og hann heimsótti framhaldssskóla og börn í fermingarfræðslu. Í dag, 24. janúar, er alþjóðlegur dagur menntunar. Að sögn Írisar Óskar Friðriksdóttur verkefnastjóra hjá ABC barnahjálp ólst Pius upp við mikla fátækt í Mathare fátæktarhverfinu í Naíróbí en fékk tækifæri til að ganga í skóla með stuðningi frá ABC. Íris segir að hann hafi verið frábær námsmaður og hafi fengið verðlaun fyrir námsárangur. Hann er í dag útskrifaður frá háskóla í borginni og starfar sem bókari hjá Mathare Children‘s Education sem er samstarfsaðili ABC barnahjálpar. „Hann er börnunum einstaklega mikil fyrirmynd þar sem hann er einn af þeim - fyrrverandi nemandi. Börnin sjá í honum að það er hægt að eignast betra líf, öðlast fleiri tækifæri, ef maður menntar sig,“ segir hún. Svona er umhorfs í hverfinu þar sem Pius ólst upp í.ABC barnahjálp Mathare er næst stærsta fátækrahverfi í Nairóbí, höfuðborg Kenía, en þar búa um 500 þúsund manns við mikla fátækt. „Allflest húsin eru um níu fermetrar að stærð, eitt rými, byggt úr járnplötum án nokkurrar einangrunar. Það eru engar vatnslagnir, ekkert löglegt rafmagn eða steypt gólf. Um það bil 100 fjölskyldur eru um hvert og eitt klósett og þröngar göturnar einkennast af skólpi sem rennur að Mathare ánni sem rennur meðfram dalnum. Tækifæri fyrir ungt fólk eru af skornum skammti og mörg ungmenni leiðast út í glæpastarfsemi.“ ABC barnahjálp hefur starfað um árabil í Naíróbí, þar með talið í Mathare hverfinu, þar sem um 200 börn eru studd til náms í grunn- og framhaldsskólum, auk þess sem ABC veitir nokkrum einstaklingum styrk til náms á háskólastigi. Einnig búa um 100 börn og unglingar á heimavist ABC. Markhópur ABC barnahjálpar eru að mestu börn sem áður voru götubörn eða áttu í erfiðum aðstæðum. Samheldinn hópur starfsmanna og kennara starfar með börnunum „Kynning Piusar og saga hans hlaut góðar undirtektir meðal nemenda á Íslandi sem fengu mörg áhuga á þróunarsamvinnu og alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfarið og þar með var markmiði með heimsókninni náð,“ segir Íris Ósk. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Kenía Þróunarsamvinna Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent