Lífið

„Hárþynning hjá konum er stundum svolítið vanmetin“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rakel Pálmadóttir sérhæfir sig í hárþynningu og lausnir við henni.
Rakel Pálmadóttir sérhæfir sig í hárþynningu og lausnir við henni.

„Við vinnum gegn hárþynningu og erum að vinna með vöru sem stuðlar að heilbrigði hársins. Við erum með sérþjálfaða hársérfræðinga sem meta hár fólks hjá þeim sem upplifa hárþynningu ,“ segir Rakel Pálmadóttir framkvæmdarstjóri Harklinikken í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Maður þarf að vera tilbúin að byrja í meðferðinni og ef maður er ekki tilbúin að nota efnin þá er þetta ekki að fara hafa áhrif. Svo eftir um það bil tvö mánuði kemur maður inn í eftirfylgni og hársérfræðingurinn aðlagar blönduna og skoðar árangur.“

Hún segir að síðan sé kúnnanum fylgt eftir reglulega í gegnum alla meðferðina.

„Meðferðin er sérsniðin að hverjum og einum og þess vegna er svo mikilvægt að við hittum hvern og einn og þar skoðum við sögu einstaklingsins og metum þeirra þarfir. Um áttatíu prósent af okkar viðskiptavinum eru konur. Hárþynning hjá konum er stundum svolítið vanmetin. Við konur erum ekki að finna fyrir þynningunni fyrir en hún er orðin um 45 prósent. Hjá karlmönnum gerist þetta mjög hratt og agressíft og þeir finna meira fyrir því strax. Svo er meira talað um þynningu hjá karlmönnum heldur en hjá konum. Við konur finnum meira fyrir því að okkur vantar fyllinguna sem við vorum með áður fyrr.“

Þættirnir fjalla um allt sem tengist því nýjasta í lýtalækningum, heilsu, mataræði, umhirðu húðar og öðru sem tengist fegurð.

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.

Klippa: Hárþynning hjá konum er stundum svolítið vanmetin





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.