UFC verður með bardagakvöld í London 19. mars. Þetta verður fyrsta bardagakvöldið þar í borg eftir að kórónuveirufaraldurinn braust út.
Silva greindi frá því í gær að hann myndi mæta Gunnari á bardagakvöldinu í London á Instagram. UFC hefur ekki enn staðfest þetta.
Gunnar hefur ekki keppt síðan í september 2019 þegar hann tapaði fyrir Brasilíumanninum Gilbert Burns í Kaupmannahöfn. Gunnar hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum.
Gunnarskrifaði nýverið undir nýjan samning við UFC. Samningurinn hljóðar upp á fimm bardaga.
Silva, sem er 39 ára, á sjö bardaga í UFC á ferilskránni. Hann vann fyrstu fimm bardagana en hefur tapað síðustu tveimur. Síðasti bardagi hans var gegn Court McGee í Las Vegas í maí í fyrra.