„Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. janúar 2022 08:01 Það er magnað hvað Guðmundur og liðið hafa afrekað í þessum öldusjó í Búdapest. vísir/getty Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. Til að mynda þarf að púsla varnarleiknum saman enn á ný. Ýmir og Elliði hafa staðið vaktina saman í miðri vörninni í síðustu leikjum og nú nýtur Elliða ekki við lengur. „Í sambandi við vörnina þá koma tveir til greina með Ými. Það eru Darri og Þráinn. Við höfum ekk marga möguleika og það er farið að draga af mönnum sem hafa verið undir miklu álagi,“ sagði Guðmundur. „Við ætlum að gefa líf og sál í þetta. Það þarf ákveðið æðruleysi og láta þetta ekki buga sig. Það er að berjast til síðasta manns og það er það sem við ætlum að gera.“ Það er enn von á að leikmenn losni úr einangrun og geti spilað á morgun en Guðmundur er ekki bjartsýnn á það. „Við höfum verið að vona og vona. Ég er ekki búinn að gefa upp vonina. Kannski losnar einn eða tveir sem væri stórkostlegt en við erum hættir að vona heldur einbeita mér að liðinu sem er núna,“ segir Guðmundur og gerir sér grein fyrir því að hann gæti orðið fyrir öðru áfalli á morgun. „Ég get aldrei planað framtíðina. Ég veit í hádeginu á leikdegi hvaða leikmenn standa til boða. Mér finnst þetta vera eins og við séum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans.“ Guðmundur var stoltur af liðinu í leiknum gegn Króatíu þó það hefði ekki dugað til. „Þetta hjarta og vilji við þessar aðstæður sem maður á ekki orð yfir. Svartfjallaland verður erfiður leikur. Ekki óáþekkir Króötum með sterkar skyttur og markmann,“ segir Guðmundur en klári drengirnir hans sitt þá þarf hann að treysta á hjálp frá Dönum til að komast í undanúrslit. „Ég hef enga sérstaka tilfinningu fyrir því. Þeir stilla sínum leik upp eins og þeim hentar. Það er ekki hægt að fetta fingur út í það. Ef að við vinnum ætla ég samt ekki einu sinni að horfa á Danaleikinn.“ Klippa: Mun ekki horfa á Danaleikinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Til að mynda þarf að púsla varnarleiknum saman enn á ný. Ýmir og Elliði hafa staðið vaktina saman í miðri vörninni í síðustu leikjum og nú nýtur Elliða ekki við lengur. „Í sambandi við vörnina þá koma tveir til greina með Ými. Það eru Darri og Þráinn. Við höfum ekk marga möguleika og það er farið að draga af mönnum sem hafa verið undir miklu álagi,“ sagði Guðmundur. „Við ætlum að gefa líf og sál í þetta. Það þarf ákveðið æðruleysi og láta þetta ekki buga sig. Það er að berjast til síðasta manns og það er það sem við ætlum að gera.“ Það er enn von á að leikmenn losni úr einangrun og geti spilað á morgun en Guðmundur er ekki bjartsýnn á það. „Við höfum verið að vona og vona. Ég er ekki búinn að gefa upp vonina. Kannski losnar einn eða tveir sem væri stórkostlegt en við erum hættir að vona heldur einbeita mér að liðinu sem er núna,“ segir Guðmundur og gerir sér grein fyrir því að hann gæti orðið fyrir öðru áfalli á morgun. „Ég get aldrei planað framtíðina. Ég veit í hádeginu á leikdegi hvaða leikmenn standa til boða. Mér finnst þetta vera eins og við séum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans.“ Guðmundur var stoltur af liðinu í leiknum gegn Króatíu þó það hefði ekki dugað til. „Þetta hjarta og vilji við þessar aðstæður sem maður á ekki orð yfir. Svartfjallaland verður erfiður leikur. Ekki óáþekkir Króötum með sterkar skyttur og markmann,“ segir Guðmundur en klári drengirnir hans sitt þá þarf hann að treysta á hjálp frá Dönum til að komast í undanúrslit. „Ég hef enga sérstaka tilfinningu fyrir því. Þeir stilla sínum leik upp eins og þeim hentar. Það er ekki hægt að fetta fingur út í það. Ef að við vinnum ætla ég samt ekki einu sinni að horfa á Danaleikinn.“ Klippa: Mun ekki horfa á Danaleikinn
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira