Lífið

Bónorð í bíó

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Ástin sveif yfir sætum salar 1 í Sambíóunum Egilshöll.
Ástin sveif yfir sætum salar 1 í Sambíóunum Egilshöll. Aðsend

Rómantíkusinn Mohamed Idries bað Lorudes Luque Vilatoro kærustu sína til nokkurra ára um að giftast sér í Sambíóunum Egilshöll eftir heimagerða stuttmynd.

Parið var í fríi á Íslandi og hafði hann haft samband við kvikmyndahúsið áður en þau komu til landsins. Samfélagið var heldur betur til í að aðstoða við bónorðið. Mohamed hafði skipulagt allt í þaula og hafði búið til stuttmynd með klippum af vinum og vandamönnum þar sem þau sögðu frá sinni uppáhalds minningu um Lorudes. Hún varð heldur betur hissa þar sem hún taldi sig vera á leiðinni að sjá myndina Matrix. 

Stuttmyndin endaði svo á orðunum „I have but one thing to ask of you“ og þá fór spænski hugbúnaðarverkfræðingurinn niður á hné og bað um hönd hennar. Lorudes var ekki ekki lengi að segja já og verður dagurinn eflaust ógleymanlegur.

Stundum er lífið eins og bíómynd.


Tengdar fréttir

Fékk að skipuleggja bónorð við Fjallsárlón

Ævintýramaðurinn Teitur Þorkelsson fékk á dögunum það skemmtilega verkefni að aðstoða ungan mann við að skipuleggja bónorð á ferðalagi sínu um Ísland.

Tara Sif fékk bónorð á Kistufelli við sólsetur

Dansarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir fékk óvænt bónorð á toppi Kistufells á Esjunni á dögunum. Sambýlismaður hennar, lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, fór með hana í óvænt þyrluflug sem endaði á bónorði við sólsetrið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×