CrossFit kóngurinn og CrossFit drottningin keppa saman á RIG 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru í sama liði á Reykjavíkurleikunum í ár. Samsett/Instagram Það mun gefast langþráð tækifæri í CrossFit keppni Reykjavíkurleikanna í næsta mánuði. Það er nefnilega ekki á hverju degi sem við sjáum besta CrossFit fólk Íslands keppa hér á landi. Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa náð bestum árangri Íslendinga á heimsleikunum undanfarin ár og hafa öll komist þar á verðlaunapall á síðustu árum. Nú keppa þau öll hér heima á Íslandi. Öll þrjú verða nefnilega í sviðsljósinu í CrossFit keppni RIG sem fer fram í aðstöðu Crossfit Reykjavíkur 5. febrúar. Keppnin í ár verður liðakeppni með heimsklassa keppendum frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Ástralíu og Bandaríkjunum. Liðin fögur keppa í fimm greinum þar sem ein kona og einn karl eru í liði. Á níutíu mínútum keppa þau í ýmsum greinum sem reyna á styrk, úthald, hraða og tækni. View this post on Instagram A post shared by Reykjavik International Games (@reykjavikgames) Kóngurinn og drottningin í íslenska CrossFit heiminum eru sameinuð á Reykjavíkurleikunum í ár en Björgvin Karl Guðmundsson og Anníe Mist Þórisdóttir eru sá karl og sú kona sem hafa náð bestum árangri Íslendinga í sögu heimsleikanna. Anníe Mist hefur tvisvar orðið heimsmeistari og komist oftast íslenskra kvenna á verðlaunapall (sex sinnum) og Björgvin Karl er eini íslenski karlinn sem hefur komist á pall. Að þessum sinni mynda þau eitt svakalegt par í þessari keppni. Katrín Tanja Davíðsdóttir mun síðan keppa á móti þeim ásamt hinum reynslumikla Khan Porter sem hefur keppt sex sinnum á heimsleikunum þar af fimm sinnum í einstaklingskeppninni. Hin liðin eru skipuð þeim Andre Houdet og Julie Houghaard annars vegar og þau Rebecka Vitesson og Tola Morakinyo hins vegar. CrossFit Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa náð bestum árangri Íslendinga á heimsleikunum undanfarin ár og hafa öll komist þar á verðlaunapall á síðustu árum. Nú keppa þau öll hér heima á Íslandi. Öll þrjú verða nefnilega í sviðsljósinu í CrossFit keppni RIG sem fer fram í aðstöðu Crossfit Reykjavíkur 5. febrúar. Keppnin í ár verður liðakeppni með heimsklassa keppendum frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Ástralíu og Bandaríkjunum. Liðin fögur keppa í fimm greinum þar sem ein kona og einn karl eru í liði. Á níutíu mínútum keppa þau í ýmsum greinum sem reyna á styrk, úthald, hraða og tækni. View this post on Instagram A post shared by Reykjavik International Games (@reykjavikgames) Kóngurinn og drottningin í íslenska CrossFit heiminum eru sameinuð á Reykjavíkurleikunum í ár en Björgvin Karl Guðmundsson og Anníe Mist Þórisdóttir eru sá karl og sú kona sem hafa náð bestum árangri Íslendinga í sögu heimsleikanna. Anníe Mist hefur tvisvar orðið heimsmeistari og komist oftast íslenskra kvenna á verðlaunapall (sex sinnum) og Björgvin Karl er eini íslenski karlinn sem hefur komist á pall. Að þessum sinni mynda þau eitt svakalegt par í þessari keppni. Katrín Tanja Davíðsdóttir mun síðan keppa á móti þeim ásamt hinum reynslumikla Khan Porter sem hefur keppt sex sinnum á heimsleikunum þar af fimm sinnum í einstaklingskeppninni. Hin liðin eru skipuð þeim Andre Houdet og Julie Houghaard annars vegar og þau Rebecka Vitesson og Tola Morakinyo hins vegar.
CrossFit Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira