Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. janúar 2022 21:00 Þau Arnmundur Ernst og Ellen Margrét eru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son. Arnmundur Ernst Backman útskrifaðist sem leikari frá LHÍ árið 2013. Síðan þá hefur hann leikið í hinum ýmsu verkum á fjölum leikhúsanna, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum hérlendis, ásamt því að vera farinn að láta ljós sitt skína á erlendri grundu. Hans betri helmingur, Ellen Margrét Bæhrenz er einnig nýútskrifuð leikkona. Hún hafði verið dansari í Íslenska dansflokknum til ársins 2016 þegar hún ákvað að demba sér út í leiklistina. Þau Addi og Ellen voru gestir í 41. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Laumaðist inn á Stóra sviðið til þess að horfa á Ellen Í þættinum segja þau frá því hvernig þau kynntust, en það kann engan að undra að það var einmitt í leikhúsinu. Addi var þá nýútskrifaður að æfa sitt fyrsta verk og Ellen að æfa með Íslenska dansflokknum. „Addi er svo rómantískur og gamaldags í raun, miðað við hvernig fólk er oft þegar það er að byrja að deita. Við vorum búin að vera mætast aðeins á göngunum í Borgarleikhúsinu og svo allt í einu hringir hann bara í mig,“ segir Ellen sem hafði vissulega tekið eftir Adda en hafði afskrifað hann þar sem hún hélt að hann ætti kærustu. „Ég var búin að taka eftir Ellen og hún búin að taka eftir mér og ég laumaðist einu sinni eða tvisvar inn á æfingu þegar þau voru að æfa inni á stóra sviði. Ég fór inn uppi og kíkti inn um hurðina og var að fylgjast með,“ segir Addi sem heillaðist af Ellen á sviðinu. Á þessum tíma sat Ellen í Grímunefndinni og þurfti því að fara og sjá allar sýningar Borgarleikhússins, þar á meðal Jeppa á fjalli, sýningu sem Addi lék í. Addi viðurkennir að hann hafi einfaldlega starað á Ellen af sviðinu. „Ég man alveg eftir þessu. Ég hugsaði bara: Af hverju er hann að horfa svona mikið í augun á mér. Er ég ekki örugg hér?“ Í kjölfarið fékk Ellen svo símtal frá Adda þar sem hann bauð henni á stefnumót og hafa þau verið verið saman allar götur síðan. Þau Addi og Ellen kynntust á göngum Borgarleikhússins. Hjálpast að við að láta hlutina ganga Fjölskyldan hefur þó stækkað því í dag eiga þau fjögurra ára gamlan son, Krumma. Þau segja það hafa gengið vel að samræma fjölskyldulífið við leiklistina hingað til, en þau eru dugleg að hjálpast að. „Þegar ég var í skólanum þá var ég bara í skólanum allan daginn, frá 9-5. Svo tók við heimavinna og ég þurfti að læra texta og þá svolítið steig Addi bara föstum fæti inn. Hann sá svolítið bara um heimilið og eldaði og þreif,“ segir Ellen. Addi segir að það muni þó fyrst reyna almennilega á þegar þau fara bæði að vinna í leikhúsinu á sama tíma, jafnvel í sama verki. Þau séu hins vegar afar lánsöm að eiga gott fólk í kringum sig. Óhefðbundnir vinnutímar gera það að verkum að þau taka stefnumótin gjarnan á öðrum tíma en flestir. „Undanfarna mánuði höfum við oft haft daginn bara fyrir okkur á meðan hann er í leikskólanum sem eru náttúrlega algjör forréttindi. Þá fáum við okkur kannski eitthvað að borða eða förum saman í sund. Þannig eini tíminn okkar saman er ekkert bara á kvöldin þegar hann er sofnaður og allir eru orðnir þreyttir,“ segir Addi. Þau segjast vera misrómantísk en rómantíkin sé oft frekar fólgin í hversdagsleikanum. „Bara það að það sé búið að taka til þegar maður kemur heim, það er rosalega mikið „act of romance“ fyrir mér. Ellen segir að hún sé svöng og ég stekk til og elda eitthvað. Góðverk eru rómantísk í eðli sínu þó þau séu ekki í gjafapappír.“ „Það var ástæða fyrir því að ég féll fyrir henni þegar ég sá hana á sviði“ Verandi í sama bransanum ráðfæra þau sig mikið við hvort annað þegar kemur að leiklistinni. Ellen segist kunna sérstaklega að meta hrós frá Adda sem snúa að leiklistinni en hann viðurkennir að hann geti verið hennar harðasti gagnrýnandi. „Ég held ég yfirfæri þær tryllingslegu kröfur sem ég geri til sjálfs míns sem performer yfir á Ellen. Því ég veit líka hvers hún er megnug. Það var bara ástæðan fyrir því að ég féll fyrir henni þegar ég sá hana á sviði. Það er einhver svona algjör X-factor þarna og það er ekkert allra. Það er eitthvað performantískt element sem við getum ekki haft orð á en maður algjörlega laðast að þessu.“ Addi segist vera harðasti gagnrýnandi Ellenar, vegna þess að hann viti hvers hún er megnug. Leikur ýkta útgáfu af sjálfum sér Í dag var frumsýnd fjórða þáttaröð af þáttunum Venjulegt fólk en Addi fer einmitt með eitt af aðalhlutverkunum í þeim þáttum. Þar leikur hann mann sem er bæði edrú og vegan. „Þegar þær voru að byrja gera þessa þætti þá vissi ég hver Vala væri og ég var svolítið í því að hafa samband við fólk sem ég vissi að væri að gera eitthvað spennandi. Ég vissi að þær væru að skrifa þetta og ég hringdi í hana og sagði bara: „Ég er ógeðslega skrítinn, ég er vegan og edrú. Ég veit að þið eruð að skrifa svona ýktar útgáfur af sjálfum ykkur, þannig þið megið bara nota það ef þið viljið“ og úr varð einn af þessum fjóru stóru karakterum í þáttunum.“ Addi segist upplifa þetta sem sitt eigið áramótaskaup þar sem hann geri mikið grín af sjálfum sér. Beit hana í rassinn í svefni Í þættinum segir Ellen frá fyndnu atviki sem átti sér stað eina nóttina í svefnherberginu. „Ég hef tvisvar sinnum vaknað við svolítið mjög skrítið. Og þetta er eitthvað sem Addi gerir í svefni, bara svo það sé á hreinu, það er engin ill ætlun þarna á bak við. Einu sinni vaknaði ég sem sagt við það að hann þrusar í eyrað á mér, hann barði mig í eyrað og ég fór að gráta.“ Þá hafði Adda verið að dreyma að hann væri staddur í regnskógi, þar sem voru falleg pálmatré og undir einu pálmatrénu var snákur. Addi vissi að til þess að drepa snákinn þyrfti hann að lemja hann eins fast og hann mögulega gæti. Þetta er þó ekki eina atvikið sem Ellen hefur lent í í tengslum við svefnvesen á Adda. „Við sofum ekki í náttfötum, við sofum oft allsber. Og eitt skiptið vakna ég við það að Addi er að bíta mig ógeðslega fast í rassinn. Ég bara: Áii hvað ertu að gera!? En Addi var svo greinilega sofandi, því hann rankaði við sér og skammaðist sín svo ótrúlega mikið. Hann sagði ekki neitt, heldur lagðist hann bara á hina hliðina og fór að sofa.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Adda og Ellen í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Var búinn að gera ráð fyrir því að fá sama sjúkdóm Í þættinum Framkoma á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Fannar Sveinsson að fylgjast með þremur Íslendingum áður en þeir stigu á svið. 6. desember 2021 10:30 „Þetta er náttúrlega hræðileg hugmynd, að byrja með besta vini sínum og samstarfsfélaga“ Þau Edda Sif og Vilhjálmur kynntust innan veggja RÚV og urðu þau fljótt góðir vinir. Á þeim tímapunkti áttu þau bæði maka og voru þau meira að segja öll saman í matarklúbbi. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þegar þau voru bæði orðin einhleyp að þau fóru að þróa tilfinningar í garð hvors annars. 20. janúar 2022 22:00 Saman síðan á unglingsárum: „Ég tilkynnti honum að hann væri númer tvö, því fótboltinn væri númer eitt“ „Við hugsuðum bara: Prófum þetta bara! Ef þetta gengur ekki þá bara hættum við saman en ef þetta gengur þá kannski verðum við bara alltaf saman,“ segir landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson hafa verið saman síðan þau voru unglingar en þau voru í fjarsambandi í sex og hálft ár vegna fótboltaferils Dagnýjar. 12. janúar 2022 22:15 Ástfangin í ellefu ár þrátt fyrir þrettán ára aldursmun Snæbjörn og Agnes kynntust þegar hann var að leikstýra henni í skólaleikriti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Agnesi dreymdi draum sem varð til þess að Snæbjörn sendi henni skilaboð og þau fóru í kjölfarið að stinga saman nefjum. Í dag eru þau gift, eiga saman tvö börn og ellefu ára samband að baki. 5. janúar 2022 22:00 Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræðilegur Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu. 29. desember 2021 22:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Sjá meira
Arnmundur Ernst Backman útskrifaðist sem leikari frá LHÍ árið 2013. Síðan þá hefur hann leikið í hinum ýmsu verkum á fjölum leikhúsanna, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum hérlendis, ásamt því að vera farinn að láta ljós sitt skína á erlendri grundu. Hans betri helmingur, Ellen Margrét Bæhrenz er einnig nýútskrifuð leikkona. Hún hafði verið dansari í Íslenska dansflokknum til ársins 2016 þegar hún ákvað að demba sér út í leiklistina. Þau Addi og Ellen voru gestir í 41. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Laumaðist inn á Stóra sviðið til þess að horfa á Ellen Í þættinum segja þau frá því hvernig þau kynntust, en það kann engan að undra að það var einmitt í leikhúsinu. Addi var þá nýútskrifaður að æfa sitt fyrsta verk og Ellen að æfa með Íslenska dansflokknum. „Addi er svo rómantískur og gamaldags í raun, miðað við hvernig fólk er oft þegar það er að byrja að deita. Við vorum búin að vera mætast aðeins á göngunum í Borgarleikhúsinu og svo allt í einu hringir hann bara í mig,“ segir Ellen sem hafði vissulega tekið eftir Adda en hafði afskrifað hann þar sem hún hélt að hann ætti kærustu. „Ég var búin að taka eftir Ellen og hún búin að taka eftir mér og ég laumaðist einu sinni eða tvisvar inn á æfingu þegar þau voru að æfa inni á stóra sviði. Ég fór inn uppi og kíkti inn um hurðina og var að fylgjast með,“ segir Addi sem heillaðist af Ellen á sviðinu. Á þessum tíma sat Ellen í Grímunefndinni og þurfti því að fara og sjá allar sýningar Borgarleikhússins, þar á meðal Jeppa á fjalli, sýningu sem Addi lék í. Addi viðurkennir að hann hafi einfaldlega starað á Ellen af sviðinu. „Ég man alveg eftir þessu. Ég hugsaði bara: Af hverju er hann að horfa svona mikið í augun á mér. Er ég ekki örugg hér?“ Í kjölfarið fékk Ellen svo símtal frá Adda þar sem hann bauð henni á stefnumót og hafa þau verið verið saman allar götur síðan. Þau Addi og Ellen kynntust á göngum Borgarleikhússins. Hjálpast að við að láta hlutina ganga Fjölskyldan hefur þó stækkað því í dag eiga þau fjögurra ára gamlan son, Krumma. Þau segja það hafa gengið vel að samræma fjölskyldulífið við leiklistina hingað til, en þau eru dugleg að hjálpast að. „Þegar ég var í skólanum þá var ég bara í skólanum allan daginn, frá 9-5. Svo tók við heimavinna og ég þurfti að læra texta og þá svolítið steig Addi bara föstum fæti inn. Hann sá svolítið bara um heimilið og eldaði og þreif,“ segir Ellen. Addi segir að það muni þó fyrst reyna almennilega á þegar þau fara bæði að vinna í leikhúsinu á sama tíma, jafnvel í sama verki. Þau séu hins vegar afar lánsöm að eiga gott fólk í kringum sig. Óhefðbundnir vinnutímar gera það að verkum að þau taka stefnumótin gjarnan á öðrum tíma en flestir. „Undanfarna mánuði höfum við oft haft daginn bara fyrir okkur á meðan hann er í leikskólanum sem eru náttúrlega algjör forréttindi. Þá fáum við okkur kannski eitthvað að borða eða förum saman í sund. Þannig eini tíminn okkar saman er ekkert bara á kvöldin þegar hann er sofnaður og allir eru orðnir þreyttir,“ segir Addi. Þau segjast vera misrómantísk en rómantíkin sé oft frekar fólgin í hversdagsleikanum. „Bara það að það sé búið að taka til þegar maður kemur heim, það er rosalega mikið „act of romance“ fyrir mér. Ellen segir að hún sé svöng og ég stekk til og elda eitthvað. Góðverk eru rómantísk í eðli sínu þó þau séu ekki í gjafapappír.“ „Það var ástæða fyrir því að ég féll fyrir henni þegar ég sá hana á sviði“ Verandi í sama bransanum ráðfæra þau sig mikið við hvort annað þegar kemur að leiklistinni. Ellen segist kunna sérstaklega að meta hrós frá Adda sem snúa að leiklistinni en hann viðurkennir að hann geti verið hennar harðasti gagnrýnandi. „Ég held ég yfirfæri þær tryllingslegu kröfur sem ég geri til sjálfs míns sem performer yfir á Ellen. Því ég veit líka hvers hún er megnug. Það var bara ástæðan fyrir því að ég féll fyrir henni þegar ég sá hana á sviði. Það er einhver svona algjör X-factor þarna og það er ekkert allra. Það er eitthvað performantískt element sem við getum ekki haft orð á en maður algjörlega laðast að þessu.“ Addi segist vera harðasti gagnrýnandi Ellenar, vegna þess að hann viti hvers hún er megnug. Leikur ýkta útgáfu af sjálfum sér Í dag var frumsýnd fjórða þáttaröð af þáttunum Venjulegt fólk en Addi fer einmitt með eitt af aðalhlutverkunum í þeim þáttum. Þar leikur hann mann sem er bæði edrú og vegan. „Þegar þær voru að byrja gera þessa þætti þá vissi ég hver Vala væri og ég var svolítið í því að hafa samband við fólk sem ég vissi að væri að gera eitthvað spennandi. Ég vissi að þær væru að skrifa þetta og ég hringdi í hana og sagði bara: „Ég er ógeðslega skrítinn, ég er vegan og edrú. Ég veit að þið eruð að skrifa svona ýktar útgáfur af sjálfum ykkur, þannig þið megið bara nota það ef þið viljið“ og úr varð einn af þessum fjóru stóru karakterum í þáttunum.“ Addi segist upplifa þetta sem sitt eigið áramótaskaup þar sem hann geri mikið grín af sjálfum sér. Beit hana í rassinn í svefni Í þættinum segir Ellen frá fyndnu atviki sem átti sér stað eina nóttina í svefnherberginu. „Ég hef tvisvar sinnum vaknað við svolítið mjög skrítið. Og þetta er eitthvað sem Addi gerir í svefni, bara svo það sé á hreinu, það er engin ill ætlun þarna á bak við. Einu sinni vaknaði ég sem sagt við það að hann þrusar í eyrað á mér, hann barði mig í eyrað og ég fór að gráta.“ Þá hafði Adda verið að dreyma að hann væri staddur í regnskógi, þar sem voru falleg pálmatré og undir einu pálmatrénu var snákur. Addi vissi að til þess að drepa snákinn þyrfti hann að lemja hann eins fast og hann mögulega gæti. Þetta er þó ekki eina atvikið sem Ellen hefur lent í í tengslum við svefnvesen á Adda. „Við sofum ekki í náttfötum, við sofum oft allsber. Og eitt skiptið vakna ég við það að Addi er að bíta mig ógeðslega fast í rassinn. Ég bara: Áii hvað ertu að gera!? En Addi var svo greinilega sofandi, því hann rankaði við sér og skammaðist sín svo ótrúlega mikið. Hann sagði ekki neitt, heldur lagðist hann bara á hina hliðina og fór að sofa.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Adda og Ellen í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Var búinn að gera ráð fyrir því að fá sama sjúkdóm Í þættinum Framkoma á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Fannar Sveinsson að fylgjast með þremur Íslendingum áður en þeir stigu á svið. 6. desember 2021 10:30 „Þetta er náttúrlega hræðileg hugmynd, að byrja með besta vini sínum og samstarfsfélaga“ Þau Edda Sif og Vilhjálmur kynntust innan veggja RÚV og urðu þau fljótt góðir vinir. Á þeim tímapunkti áttu þau bæði maka og voru þau meira að segja öll saman í matarklúbbi. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þegar þau voru bæði orðin einhleyp að þau fóru að þróa tilfinningar í garð hvors annars. 20. janúar 2022 22:00 Saman síðan á unglingsárum: „Ég tilkynnti honum að hann væri númer tvö, því fótboltinn væri númer eitt“ „Við hugsuðum bara: Prófum þetta bara! Ef þetta gengur ekki þá bara hættum við saman en ef þetta gengur þá kannski verðum við bara alltaf saman,“ segir landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson hafa verið saman síðan þau voru unglingar en þau voru í fjarsambandi í sex og hálft ár vegna fótboltaferils Dagnýjar. 12. janúar 2022 22:15 Ástfangin í ellefu ár þrátt fyrir þrettán ára aldursmun Snæbjörn og Agnes kynntust þegar hann var að leikstýra henni í skólaleikriti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Agnesi dreymdi draum sem varð til þess að Snæbjörn sendi henni skilaboð og þau fóru í kjölfarið að stinga saman nefjum. Í dag eru þau gift, eiga saman tvö börn og ellefu ára samband að baki. 5. janúar 2022 22:00 Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræðilegur Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu. 29. desember 2021 22:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Sjá meira
Var búinn að gera ráð fyrir því að fá sama sjúkdóm Í þættinum Framkoma á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Fannar Sveinsson að fylgjast með þremur Íslendingum áður en þeir stigu á svið. 6. desember 2021 10:30
„Þetta er náttúrlega hræðileg hugmynd, að byrja með besta vini sínum og samstarfsfélaga“ Þau Edda Sif og Vilhjálmur kynntust innan veggja RÚV og urðu þau fljótt góðir vinir. Á þeim tímapunkti áttu þau bæði maka og voru þau meira að segja öll saman í matarklúbbi. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þegar þau voru bæði orðin einhleyp að þau fóru að þróa tilfinningar í garð hvors annars. 20. janúar 2022 22:00
Saman síðan á unglingsárum: „Ég tilkynnti honum að hann væri númer tvö, því fótboltinn væri númer eitt“ „Við hugsuðum bara: Prófum þetta bara! Ef þetta gengur ekki þá bara hættum við saman en ef þetta gengur þá kannski verðum við bara alltaf saman,“ segir landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson hafa verið saman síðan þau voru unglingar en þau voru í fjarsambandi í sex og hálft ár vegna fótboltaferils Dagnýjar. 12. janúar 2022 22:15
Ástfangin í ellefu ár þrátt fyrir þrettán ára aldursmun Snæbjörn og Agnes kynntust þegar hann var að leikstýra henni í skólaleikriti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Agnesi dreymdi draum sem varð til þess að Snæbjörn sendi henni skilaboð og þau fóru í kjölfarið að stinga saman nefjum. Í dag eru þau gift, eiga saman tvö börn og ellefu ára samband að baki. 5. janúar 2022 22:00
Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræðilegur Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu. 29. desember 2021 22:00